Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Síða 9
DV Fréttir MÁNUDACUR 28. FEBRÚAR 2005 9 Tonn af kókaíni Lögreglan í Perú hefur lagt hald á eitt tonn af kóka- íni og handtekið 21 mann- eskju í tengslum við málið. Níu Kólumbíu- menn og sjö Mexíkanar eru á meðal þeirra hand- teknu en þeir eru allir viðloð- andi fíkniefnahring í Tijuana í Mexíkó. Lögreglan fann 990 kíló af kókaíninu á yfirgefn- um stað í Lima. Efiiið átti að senda til Bandaríkjanna og Evrópu segir innanríkisráð- herra landsins. Perú er næst stærsti kókaínframleiðandi í heimi á eftir Kólumbíu. Tepoki úr demöntum Heimsins dýrasti tepoki var sýndur í Bretlandi fyrir helgi. Framleiðslan markar 75 ára afrnæli PG Tips-te-fram- leiðandans. „Við vildum gera eitthvað sérstakt í til- efni dagsins tilaðminna Breta á hversu heitt þeir elska breska teið,“ sagði talsmaður PG. Tepokinn var búinn til af Boodles-skartgripaframleið- andanum. Hann var þrjá mánuði í framleiðslu en í honum eru 280 demantar. Hann verður gefinn á uppboð og peningamir renna til bamaspítala í Manchester. Maður sá sem greinst hefur með áður óþekkt og öflugt afbrigði af HlV-veirunni stundaði óvarin kynmök með fjölda manna mánuðina áður en smit hans kom í ljós. Var undir áhrifum örvandi fíkniefna í villtum kynlífsorgíum áður en hann greindist. Smitaður aí ofur-eyðni átti mök við 100 menn New York-búinn sem greinst hefur með áður óþekkt og öflugt afbrigði af HlV-veirunni stundaði óvarin kynmök við 100 menn mánuðina áður en smit hans kom í ljós. Að sögn blaðsins New York Daily News mun maður þessi, sem er á fertugsaldri, hafa verið undir áhrif- um svokallaðs „crystal meth“ í viilt- um kynh'fsorgíum áður en hann greindist. Heilbrigðisyfirvöld í New York vinna nú hörðum höndum í að ná sambandi við bólfélaga manns- ins. Fyrir helgina lagði dr. David Ho hjá Aaron Diamond-eyðnirann- sóknarstofunni á Manhattan gögn um rannsóknarvinnuna í kringum manninn. Nafni mannsins er enn haldið leyndu en talið er að hann hafi smitast af stökkbreyttu afbrigði af hinni lífshættulegu HlV-veiru. Lyfin duga ekki Fram kemur hjá dr. David Ho að þetta nýja afbrigði af HlV-veirunni sé ónæmt fyrir 19 af þeim 20 lyfjum sem nú eru notuð til að halda veirunni í skefjum. Þar að auki myndar veiran eyðni á aðeins ör- fáum mánuðum en ekki árum eins og fyrri afbrigði af henni. Sökum þessa voru sterkt orðaðar aðvaranir sendar út af heilbrigðisyfirvöldum í New York fyrr í mánuðinum. „Við vitum ekki enn hvort hér sé um eitt einangrað tilfelli að ræða eða hvort fleiri séu þama úti smitaðir af þessu afbrigði," segir dr. David Ho í sam- tali við New York Daily News. Mikil leit að bólfélögum Thomas Frieden yfirmaður heil- brigðissviðs New York-borgar segir að heilbrigðisyfirvöld leggi nú mik- inn þunga á að hafa uppi á fyrrver- andi bólfélögum mannsins sem „V\ð reynum að finna út hverjir bólfélagar hans voru og hvetjum þá til að koma i grein- ingu" smitaður er. „Þetta er algert for- gangsatriði hjá okkur í augnablik- inu,“ segir Frieden. „Við reynum að finna út hverjir bólfélagar hans voru og hvetjum þá til að koma í grein- ingu“. Frieden vildi ekki gefa upp hve marga af bólfélögum mannsins þeir hefðu fundið. Ekki nýtt að veiran breytist Þrátt fyrir óttann um að ofur- eyðniveira sé komin fram benda sérfræðingar á að hröð þróun hjá HIV-veirunni sé ekki nýtt fyrirbrigði né sé það nýtt að veiran myndi ónæmi fyrir lyfjum gegn henni. Hugsanlega geti það verið að hin hraða þróun hjá manninum frá HlV-sýkingu og yfir í eyðni sé eitt- hvað sem hafi með líkama hans sjálfs að gera en ekki veiruna. En yfirvöld taka enga áhættu og viður- kenna að tilfelli þetta sé alvarlegt. Játningar Arnolds Schwarzeneggers Notaði stera og sér ekki eftir því Ríkisstjórinn, kvikmyndastjarn- an og líkamsrækt- argúrúinn Arnold Schwarzenegger hefur viðurkennt að hafa notað stera á sínum yngri árum. Schwarze- negger, sem er sjö- faldur Ólympíu- gullhafi sagði í sjónvarpsviðtali ABC-sjónvarpsstöð- inni að þrátt fyrir að hann vissi núna hvaða áhrif lyfin hefðu myndi hann samt hafa notað þau og að hann hefði enga eftirsjá. „Ég sé ekki eftir neinu. Á þessum tíma voru steramir nýir á markaðn- um og við notuðum þá í samráði við lækna. Við urðum að prófa. Það er ekki hægt að fara aftur í tímann og skipta um skoðun," sagði Arnold en bætti við að hann mældi alls ekki með notkun fíkniefna. „Ég mæli alls ekki með ólöglegum efnum en fólk ætti að vera duglegra að nota fæðubótarefni og vítamín." Ríkisstjórinn sagðist einnig vilja auka virðingu lík- amsræktinnar. „Líkamsrækt heitir likamsrækt en ekki „líkamsniðurrif‘. Við verðum að hreinsa ólöglegu efn- in út úr íþróttinni og auka notkun þeirra löglegu." Arnold Schwarzenegger „fg si ekki eftir neinu. Á þessum tlma vo sterarnir nýir á markaðnum og vit notuðum þáí samráði við lækna. Við urðum að prófa.“ Dennis Rader myrti fólk í þrjátíu ár Fjöldamorðingi handtekinn Lögreglan í Kansas í Bandaríkj- unum hefur handtekið hinn 59 ára Dennis Rader sem grunaður er um að hafa myrt tíu manns á síðstu 30 árum. Fjöldamorðinginn hefur verið kallaður BTK-morðinginn eftir að- ferðunum sem hann hefur beitt en hann batt fómarlömb sín, pyntaði og myrti. Fyrsta morðið var framið árið 1974 þegar Rader myrti foreldra og tvö börn þeirra. íbúar í bænum Wichita anda loksins léttar enda hafa morðin haldið bænum í heljargreipum. „Ég þakka guði fyrir fyrsta daginn án BKT,“ sagði Charlie Otero sem var 15 ára þegar foreldrar hans og systkini vom myrt. „Nú loksins þarf ég ekki að óttast að hann muni læðast upp að mér eða bíði eftir mér þegar ég kem heirn." Dennis Rader Dennis Rader ergiftur tveggja barna faðir. Dennis Rader er giftur tveggja barna faðir. Hann hafði sent lögregl- unni nafitlaus bréf á 30 ára tímabil- inu sem loksins vom rakin til hans auk DNA sem fannst á vettvangi eins morðsins. Framlengt til 2. mars Matreiðslumeistarinn Brian McBrÍde Gesttir Perlunnar á Food&Fun 2005 var Brian McBridc, einn besti matrciðsluinaður Washington, . Hann blandar saman alþjóð- lcgum áhrifum frá Aruba, London, Bostori og Mexíkó. McBride er niargyerðlaunaður matreiðslumaður, þckktur fyrir áhcrslu á einfoldan og litríkan mat búinn tiJ úr blöndu hágæða-hrácfna hvers lands. Food&Fun matseðill MAR.1NERAÐUR HÖRPUDISKUR OG SVIÐINN HÖRPUDISKUR með sítrónu-mosto olíu, sjávarsalti og stökkri kartöflu. GUFUSOÐINN LAX með sveppum, smágerðum pok choy, kampavínssósu og kardimommuolíu. SVIÐINN TÚNFISKUR, fuglakjöt og foie gras, blómkáls purée, kálfakjöts jus og sítrónugrass heurre blanc. r-ROSINN MJÖLKURSÚKKULAÐI-PARFAIT með bananasósu. 4.900 kr. Inttifalið í vcrði cr vínkyntting fyrir tnaimtt. Allt í steik Hinn sívimæli Ailt í steilc matscðill heldur áfram samhliða Food&Fun. Hægt er ad panta nautalund Bernaisc, lambafillet Bernaise, grísastcik eða kjúkling. Verð frá 3.990 kr. Innifalið t verði cr vlnkynnittg f yrir matitut. Sjávarrcttahlaðborðið Sjávarréttahlaðborð Perlnnnar er einstakt tækifcri til að upplifa nýjungar i matargerö óliklcgustu fisktegunda. Margverðlaunaðir 3. mars - 13. nxars matreiðslumeistarar Perlunnar út- búa yfir 30 tegundir heitni og HRUN Veitingahúsið Perlan - kaidra fiskrétta. Iiér finna aliir eitthvað við sitt hæfi. Verð 4.300 kr. Fyrir mat er kyntnttg á víttutn fra hinu fnvga Petcr Leltmati viuhúsi. S: 562 0200 - Fax: 562 0207 - Netfang: perlan@perlan.is - Hcimasíöa: vvww.perlan.is (ááiftú ■m *íf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.