Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Síða 10
7 0 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005
Fréttir DV
Hugi Halldórsson er dæmi um
mann sem hefur komist áfram
affrumkvæði og krafti. Hann
er óhræddur við að gera grín
að sjálfum sér sem er for-
senda þess að geta gert grín
að öðrum. Hugi þykir einnig
hvers manns hugljúfi og er
ekki mikið fyrir að stökkva á
nefsér.
Hugi Halldórsson mætti
hafa í huga að kapp sé best
með forsjá. Hann á það til
að taka of mörg verkefni að
sér og gefast svo upp þegar
á móti blæs. Þó Hugi geti
átt sin skemmtilegu augna-
blik er ekki djúpt á kvikunni
hjá honum.
„Hann er grallari. Helvíti hress
og hugmyndaríkur en á það til
að vera helvíti neikvæður.
Reyndarhafa flestir
frægustu grínistar sög-
unnar hafa verið þung-
lyndissjúklingarog eit-
urlyfjasjúklingar. Það
getur bara verið til góða. En
galli? Hugi er helvíti latur. Það er
ekki mikill drifkraftur í honum."
Eyvindur Karlsson, fyrrum vinnufélagi.
„Hugi er bara einstaklega uppá-
tækjasamur, hugmyndaríkur og
fyndinn gaur. Stórskemmtilegur
l alla staði. Hann heldur reyndar
með Manchester United, stór-
galli, og svo er hann með furðu-
legar pólitískar skoðanir
og allt ofmikið keppnis-
skap. Hann feryfir öll vel-
sæmismörk i því."
Þorkell Máni umboðsmaður.
„Sem félaga hans í gríninu
finnst mér hann hreinlega ekki
nógu fyndinn. Þátturinn gekk
ekki vel.Allavega fengu hans
hæfileikar ekki að njóta sín þar.
Þetta er mjög hress strákur.
Hans helsti kostursem grínisti
er aö hann er óhræddur við að
taka áhættu eins og
sást þegar hann var
með strákunum í 70
mínútum."
Jón Mýrdal grínisti.
Hugi Halldórsson er fæddur 6. febrúar
1981. Hann hefur undanfarið starfað á
sjónvarpsstöðinni PoppTíví. Fyrstsem að-
stoðarmaður í þættinum 70 mínútum en
slðar með sinn eigin þátt sem heitirJing
Jang. I slðustu viku dró hins vegar til tlð-
inda þarsem Hugi hætti sem þáttastjórn-
andi - að hans sögn varþetta ofmikil
vinna. Hugi hefur stundað nám I lögfræði I
Háskólanum. Hann er ógiftur og á engin
börn.
Magnús Hjartarson er síungur þrátt fyrir aö hafa bráðum lifað full 76 ár. Hann hefur
starfað sem leigubílsstjóri í rúma hálfa öld en lætur nú af störfum af kröfum ríkisins
sem vill ekki eldri bílsstjóra 1 leigubílana. Hann má þó keyra rútu svo lengi sem heils-
an leyfir og grínast með að hann ætti ef til vill að fá sér eina tveggja hæða.
Bannað að keyra leigubíl
en má kevra rútu
„Ég mun nú keyra áfram þó vissulega megi ég ekki taka farþega
í bílinn hjá mér, verð að nota rúturnar til þess bara,“ segir
Magnús Hjartarson leigu- og rútubílsstjóri, sem mun hætta
akstri leigubíla af kröfu ríkisins vegna aldurs um næstu áramót.
Þó að eftir þann tíma megi Magn-
ús ekki taka upp farþega í fi'na Bens-
inn sinn mun lög ekki banna honum
að aka rútubíl með margfalt fleiri far-
þega svo lengi sem hann fái ökuskír-
teinið sitt endurnýjað. Þetta finnst
Magnúsi kúnstugt enda segir hann
erfitt að réttiæta það að menn eigi
sökum aidurs að vera lengur hæfir til
aksturs rútubíla en leigubíla, ef aldur
eigi þá einhvern tíma að ráða því.
56 ár á Stöðinni
„Ég hef nú sagt það í gamni við fé-
iagana að ég ætti kannski að kaupa
stóru tveggja hæða rútuna hans Sæ-
mundar í Borgamesi. Þá gæti ég keyrt
löglega með 80 farþega en mér væri
stranglega bannað að keyra með
fjóra í leigubflnum," segir Magnús.
Magnús er sáttur við ævistarfið
undir stýri enda enda spannar það
rúma hálfa öld, eða 56 ár.
Magnús hóf störf sem atvinnu-
bflsstjóri árið 1950, en hann var þá
tvítugur. Fyrst keyrði hann á bifr eiða-
stöðinni Bifröst við Hverfisgötu þar
sem hann gat keyrt bfl án meiraprófs,
en amerískur kóladrykkur varð þess
svo valdandi að Magnús fór í meira-
prófið.
„Mér var svo boðinn vinnu hjá
Bimi í Vffilfelli," segir Magnús og
hagræðir derhúfunni. Alvörubflstjór-
ar verða að eiga slíkar. „Hann var svo
ánægður með hvurs lags reglumaður
ég var að hann sendi mig á fullum
launum á mánaðarlangt meiraprófs-
námskeið, kallinn," segir Magnús.
Keyrði upp að eldgosi
„Það er auðvitað margs að minn-
ast eftir öll þessi ár en af því að maður
er nú í fjölmiðlum er nú ekki úr vegi
að minnast á frægðarför sem ég fór
með blaðamann og ljósmyndara
Moggans þegar Hekla gaus 1970,“
segir Magnús og bætir við að blaða-
Farþegi Magnúsar Magnús fór eitt sinn alla
leið til Rómar frá Þýskalandi á nýjum Bens f
þeirri von að fá hann blessaðan. Hefði betur
slepptþvlenda kom Róm til Magnúsarþegar
Páfinn settist upp I hjá okkar manni I Reykjavik.
„Ég hefnú sagt það í
gamni við félagana
að ég ætti kannski að
kaupa stóru tveggja
hæða rútuna hans
Sæmundar í Borgar-
nesi.
maðurinn sem þá hafi verið með í för
hafi seinna sest í stól ritstjóra,
kannski í kjölfar ferðalagsins með
Magnúsi. „Við mættum bænd-unum
sem voru öskugráir í framan á grjót-
börðum bflum á leiðinni uppeftir og
alltaf sagði ljósmyndarinn lengra og
lengra meðan blaðamaðurinn varð
stöðugt hræddari. Við fórum svo al-
veg upp að gosinu á bflnum, en bara
tveir út; ég og ljósmyndarinn," segir
hann.
Magnús hefur einnig tekið að sér
það verkefni að keyra páfann þegar
Propper maður, Magnús Magnús erreffilegur
með derhúfuna við bilinn. Númer 70 hjá BSR og
sá fyrsti sem fékk sér einkanúmer merkt stöðinni.
Þarfþó að hætta að taka farþega von bráðar af
kröfu ríkisins en má enn keyra rútur.
hann kom hingað til lands. Nokkrum
árum áður hafði Magnús ekið til
Rómar í þeim tilgangi að fá leigubfl
sinn blessaðan.
Nú hefur honum verið meinað að
aka leigubfl og verður að halda sig við
rúturnar.
helgi@dv.is
Soroptimistar
viðurkenndir
Bæjarstjóri Fljótsdals-
héraðs, Eiríkur Björn Björg-
vinsson,
kynnti á
bæjar-
ráðsfundi
í síðustu
viku frið-
arsamn-
ing sem
hann undirritaði við Evr-
ópusamband Soroptimista
þann 10. febrúar um að
Fljótsdalshérað viður-
kenndi friðarsamning
þeirra, eins og fram kemur
á egilsstadir.is. En
Soroptimistar eru alþjóðleg
samtök um hagsmuni
kvenna í stjórnunarstöðum
sem láta sig málefni líðandi
stundar varða, svo sem
þróunar og barnaaðstoð og
önnur mannúðarmálefni.
Hróöur Bláa lónsins eykst
Tuttugu húðlæknar í Lóninu
Bláa Lónið var valin
besta heilsulind í
heimi árið 2005 af
breska tímaritinu
Condé Nast Traveller.
Á föstudaginn hélt svo
þýskur húðlæknir, Dr.
Ulirch Amon fyrirlest-
ur á ráðstefnu um Bláa lónið Lesendur Conté Nast Tra-
húðsjúkdóma í Bláa veller iBretlandi segja Lónið bestu
lóninu. Dr. Amon kom heilstJ-og ^éngariM Iheimi.
ásamt fjölda þýskra húðlækna í leið-
angur í Lónið að kynna sér vörur
þess og meðferðir.
„Það voru lesendur blaðsins sem
völdu Bláa lónið bestu heilsu- og
lækningalindina í heiminum, en það
eru einhver hundruð eða þúsundir
staða sem við skutum aftur fyrir
okkur," segir Grímur Sæmudsen,
framkvæmdastjóri Bláa lónsins.
„Við vorum með tuttugu þýska
húðlækna sem veru að kynna sér
uppbyggingu okkar í
sambandi við lækn-
ingaþjónustu við
psorasis, en við
erum að byggja nýja
lækningaaðstöðu
fyrir húðsjúklinga.
Svo voru þeir að
kynna sér vörurnar
sem unnar eru úr
hráefnum náttúru-
perlunnar, Bláa lónsins. Þessir aðilar
hafa verið að nota þessar vörur fyrir
sína skjólstæðinga í Þýskalandi og
hefur það reynst mjög vel. Dr. Amon
er einn fremsti húðsjúkdómalæknir
Þýskalands og hefur verið að gera
rannsóknir á vörunum sem hafa
skilað frábærum árangri, og fundur-
inn var haldinn hér til kynningar á
þessum rannsóknum," segir Grím-
ur.
Mikil reiði vegna geðsjúklings í Bretlandi
Hótaði að drepa en
gekk laus
Mikil reiði ríkir nú í Bretíandi eft-
ir að geðsjúklingur stakk saklausan
mann til dauða. John Barre.tt skráði
sig sjálfur á geðsjúkrahús þar sem
hann sagðist heyra raddir sem
sögðu honum að drepa. Læknar
leyfðu honum að ganga frjáls um
garðinn á meðan þeir ræddu mál
hans en Barrett notaði tækifærið og
kom sér í burtu. Hann keypti sér hníf
og beið eftir fórnarlambi sínu í
runna. Hann hefur nú verið hand-
tekinn en lýsti atburðarrásinni í ró-
legheitunum. „Ég hafði ákveðið að
fórnarlambið skyldi ekki vera barn,
kona eða öldruð manneskja," sagði
Barrett sem réðist á fimmtugan karl-
mann. Morðinginn hafði áður rekist
á poppstjörnuna Simon Fowler.
Geðsjúkur John Barrett bað um hjálp
vegna radda sem sögðu honum að drepa.
„Hann sagði að ég væri heppinn,"
sagði Simon. „Þetta hefði getað ver-
ið ég.“
Talið er að um 40 morð á ári í
landinu geti verið rakin til svipaðra
mistaka.