Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Page 12
12 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV BBC aftur í loftið íslendingum gefst nú aftur kost- ur á að hlusta á Breska Ríkisútvarp- ið (BBC) eftir að endurvarp á stöðinni hófst að nýju á tíðninni FM 94,3. BBC World Service útvarpar fréttum og fréttatengdu efni allan sólarhringinn og nýtur fádæma trausts og virðingar. Endurvarpið er á vegum 365 ljósvakamiðla og nær yfir höfuðborgar- svæðið og Faxaflóa. Hálfbróðir Saddams handtekinn Sabawi Ibra- him Hasan, hálf- 6 bróðir Saddams * Husseins, hefur verið handtek- inn. Hasan var á lista Bandaríkj- anna yfir 55 eftir- sóttustu glæpa- menn heimsins. Ekki fæst uppgefið hvar og hvenær það átti sér stað. Nú ganga aðeins 11 lausir af 55 en í spilastokkinum sem bú- inn var til markaði Hasan tígulsexuna. Hann starfaði sem ráðgjafi forsetans. Of stór þotaí framleiðslu Risaþota sem nú er í smíðum hjá fyrirtækinu Airbus í Seattíe í Bandaríkj- unum á að komast í loftið á næsta ári. Fáir flugvellir í Bandaríkjunum ætía þó að breyta völlunum sínum svo risa vélin hafi nægt pláss til að komast í loftið eða lenda. Vélin, A380, mun geta flogið með 555 far- þega. Hún er jafri löng Boeing 747 en þar sem vængirnir eru mun lengri þarf hún mun meira pláss. Aðeins fjórir flugvellir ætía að gera nauðsynlegar breytingar svo vélin geti lent hjá þeim. „Héðan að austan eralltgott að frétta, sól og fínt veður,“ segir Guðmundur Árni Árna- son, bústjóri á Skriðufelli I Jök- ulsár- hllðog Landsíminn vélsleðakappi.„Ég hefnú lltið komist á sleða I vetur, enda snjóinn hreinlega vantað þetta áriö og bara eitt mót haldið sem ég komst ekki á. Fínt að frétta héöan afSkriðu- felli þar sem ég er meö 34 kýr og 40 geldneyti. 5vo hefég gripið i byggingarvinnu á Reyðarfirði með bústörfunum en þar er nóg að gera og mik- ið byggtþessa dagana." Öryggisfyrirtækið InPro býður sveitarfélögum að koma rekstri slökkviliða þeirra í hendur einkaaðila. Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri InPro, segir markmiðið að koma öllum 60 slökkviliðum landsins undir sama hatt. Brunabíll Með sameiningu sveitarfélaga næðist hagræði og samræming I stjórnun, for- vörnum, búnaði og þjálfun, segir Gestur Pétursson. „Hugmynd okkar felst í að gera einkaaðilum kleift að eiga og reka slökkvilið," segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri In- Pro ehf. í bréfí til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. „Við erum búnir að vera að vinna að þessu síðan í haust og höfum bæði gert lagalegar og fjárhagslegar úttektir,“ segir Gestur Pétursson við DV. „Við fórum ekki að ræða þetta fyrr en við vorum orðnir vissir í okk- ar sök um grundvöllinn fyrir þessu." Sextíu slökkvilið verði eitt Gestur segir að í landinu séu rek- in samtals um 60 slökkvilið. Það yrði mikil framför að sameina þau í mun meira mæli en þegar sé orðið. Hug- mynd InPro byggi á sem víðtækastri sameiningu. „Markið er landið allt. Þannig næðist hagræði og samræming í stjórnun, forvömum, búnaði og þjálfun," segir Gestur og bendir um leið á að InPro sé ekki að finna upp hjólið hvað snertir einkarekstur slökkviliða. „í Ðanmörku em 65 pró- sent brunavarna í höndum einka- aðila. Og það em þegar rekin slökkvi- lið hérlendis hjá álverinu í Straums- vík og fýrir Norðurál og járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga." Heiðarleg tilraun „Astandið er alls ekki slæmt í dag „Markið er landið allt. Þannig næðist hag- ræði og samræming í stjórnun, forvörnum, búnaði og þjálfun." en það má alltaf gera gott betra og það er okkar markmið," segir Gestur. „Þetta er eins og með íþróttamann sem náð hefur settu marki með tilte- knu æfingaprógrammi og svo skiptir hann um prógramm til að ná enn lengra en byggir á traustum grunni.“ Að því er Gestur segir, ætlar InPro sér ekld það hlutverk að reka slökkvi- lið heldur einungis að vera eigandi ásamt fjárfestum. í fyrmefndu bréfi hans tÚ Fljótsdalshéraðs segir að hugmynd InPro byggi meðal annars á því að stækka tekjugrundvöll slökkviliðanna. „Við höfum meðal annars mótað- ar hugmyndir um skiptingu þess virðisauka sem skapast I rekstrinum á milli hagsmunaaðila og mun sú lækkun hafa í för með sér kostnaðar- lækkun," segir í bréfinu. Ekkert sveit- arfélag hefur enn ákveðið að hug- mynd InPro verði hrint í fram- kvæmd. „Við bjuggumst auðvitað ekki við að menn myndu stökkva á þetta án þess að hugsa sig vandlega um. Og ef mönnum líst ekki á þetta, þá gerðum við að minnsta kosti heiðarlega til- raun," segir Gestur. Áhyggjur slökkviliðsmanna Að sögn Gests starfa f dag 14 manns hjá InPro, meðal annars fyrr- verandi slökkviliðsmenn. Starfssvið- ið snúi að öryggis- og vinnuumhverf- ismálum hjá fyrirtækjum. „Við erum í fyrst og fremst í for- vömum og viljum einmitt að þunga- miðja slökkviliðanna færist yfir á for- vamimar. Slysatíðni hjá fyrirtækjum sem við vinnum fyrir hefur lækkað um 40 til 50 prósent," segir Gestur. Að sögn Gests hafa fulltrúar InPro þegar rætt við alla helstu hagsmuna- aðila, meðal þeirra á kjarafélag slökkviliðsmanna. „Við höfum átt einn fund með þeim þar sem við kynntum þeim okkar hugmyndir og hlustuðum á þeirra sjónarmið. Stór spuming hjá þeim er auðvitað hvernig réttindi þeirra yrðu tryggð. Og því höfum við verið að vinna í og vinnum áfram í," segir Gestur. gar@dv.is Radíó Reykjavík lýsir yfir striði á hendur Stefi „Þetta em fjárkúgunaraðferðir og ekkert annað," segir Jón Hlíðar Run- ólfsson, eigandi Radíó Reykjavík. Stef hefur neitað að gera samning við Radíó Reykjavík vegna eldri skulda stöðvarinnar við samtökin. Þær skuldir urðu til í tíð Guðmundar Týs Þórarinssonar en nú hefur nýr eigandi tekið við. Hann hefur kært Stef til Sam- keppnisstofnunar og Ríkislögreglu- stjóra. „Ef einhver reynir að fá mann til samninga gegn því að maður borgi skuldir þriðja aðila er um fjárkúgun að ræða," segir Jón Hlíðar. Hann segist í upphafi hafa keypt rekstur stöðvarinnar en rift samningum þegar í ljós kom slæm skuldastaða stöðvarinnar. Jón Hlíðar keypti í kjölfarið tæki og tól stöðvarinnar, nafnið og fékk úthlutað nýrri tíðni. Með því telur Jón að hann hafi losnað undan allri ábyrgð við Stef. „Þeir höfttuðu hins vegar að gera við mig samning en ég ákvað samt að fara í lofið. Ég borgaði Stefi gjöld fyrir febrúarmánuð og tel mig því ekki að vera gera neitt ólöglegt," seg- ir Jón Hlíðar. Svo staðan er þessi: Stef neitar að semja við Radíó Reykjavík nema stöðin borgi gamlar skuldir Mumma í Mótorsmiðjunni, fyrrum eiganda stöðvarinnar. Jón Hlíðar segir skuld- irnar hafa verið meiri en Mummi lét hann vita af þegar hann hafi keypt stöðina. „Kannski vissi hann ekki af þeim," tekur Jón Hlíðar þó fram. Jón segist hafa kært Stef til Samkeppnis- stoftiunar á fimmtu- daginn og ætíi að kæra til Ríkislög- reglustjóra í dag. „Þetta er hrein og klár fjárkúgun og ekkert annað," segir Jón Hhðar um starfsaðferðir Stefs. simon@dv.is Guðmundur Týr Þórarinsson fyrrum eigandi Radíó Reykjavfkur Skildi við stöðina í skulda- bagga sem núverandi eigendur reyna að losa sig úr. Radíó Reykjavík Stefneit- ar að gera samning við stöð- ina vegna eldriskulda. Kæra Stef til Ríkislögreglu- stjóra fyrir fjárkúgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.