Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Side 18
18 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 Neytendur 0V í DV á mánudögum Endurnýjaðu orku þína Reyndu einhver af þessum brögöum tilaöfá aukna orku inn í lífþitt 1. Vendu þig á að byrja hvern dag með því að fara með setningar sem minna þig á kosti þína sem manneskju til dæmis, „ég er sterk, skemmtileg og orkurík manneskja“ eða „ég er yfirveguð, einbeitt og skapandi," allt eftir því hvar kostir þínir liggja. Til að muna þetta er gott að venja sig á að segja þetta á meðan þú tannburstar þig, eða söngla þetta í morgunsturtunni. 2. Skipulegðu ákveðna tíma sem þú notar til að gera smá hlé á vinnu hveturfólktil að senda inn hugmyndir á netfangið heilsa@dv.is og kaerilaeknir@dv.is effólk vill beina spurningum til Katrínar Fjeldsted. Heilsusíðan birtist í D"V á mánudögum. Guðni Gunnarson er líkamsræktarfrömuður og hönnuður RopeYoga, sem er að gera allt vitlaust hér á landi sem og hjá mörgum stjörnum kvikmyndaiðnaðar Bandarík- tíl að takast á við janna. Hann hefur nú lokið við að þjálfa Brandon Routh, næsta Súperman og segir offltu barna Í gríni og alvöru að næst á dagskrá sé að sigra heiminn. Nú til dags glíma margir við það vandamál að bamið þeirra er of feitt. Það getur verið erfitt að horf- ast í augu við vandamálið en best er að taka á því strax áður en það verður of seint fyrir bamið. 1. Geröu þetta að fjöl- skyldumáli. Heilsa kemuröllum viöog það er mikilvægt að báðir foreldrar taki þátt i að setja gott for- dæmi. Það þýöir ekki að annað sé að kenna þvl að borða hollan mat á meðan hitt ligg- url sófanum með snakkpoka. 2. Talaðu opinskátt viö barnið þitt um löngun þlna til að hjálpa, ekki til að særa. Útskýrðu vandamálið fyrir barninu þinu og fáðu þaö til að koma sjálft með hugmyndir. 3. Gerðu þérgrein fyrirþvlhvernig barninu þinu llður. Kannski er það að nota mat til að líða betur eða þaö er kvlðið eða þunglynt. Talaðu opinskátt um þetta við barnið þitt og fáðu sérfræðingshjátp efþarf. 4. Settu heilsu ibrennidepilinn istaö líkam- legs útlits. Reyndu að láta barninu ekki líða eins og það líti ekki rétt út. Gerðu mikið úr kostum hreyfingarog líkamlegrar þjálfunar. 5. Forðastu átök varðandi mat. Foreldrar eiga að kenna hvað ergóð næring en ekki skamma barnið fyrir að borða óhollan mat. Settu þvl frekar ramma með heilsumat. Til dæmis er hægt að segja:„l eftirrétt máttu fá epli, peru eða appeisinu, þú ræður." Blítt við- mót sem þó er fast fyrir getur verið mjög áhrifamikið. 6. Auktu athafnasemi fjölskyldunnar. Hugs- aöu um hversu mikið samvera fjölskyld- unnar snýst um tölvuleiki, sjónvarp og að borða úti. Farið frekar öll saman í göngutúr eða útað hjóla. Ykkur mun öllum líða betur. 7. Dragðu úr óhollum mat á heimilinu. Það er algjör óþarfí aö fara út íöfgar heidur er ' þetta bara spurning um að takmarka. Kauptu meira afávöxtum og grænmeti og hafðu þaö sýnilegt. 8. Settu gott fordæmi. Láttu barnið þitt sjá þig hreyfa þig reglulega og borðandi hollan mat. Láttu barnið einnig sjá þig höndla stress á jákvæðan hátt. 9. Næröu sjálfsálit barnsins þíns. Það eiga allir likama og það er enginn fullkominn. Hjálpaðu barninu að koma auga á persónu- lega styrkiþess. 10. Viðurkenndu mistökþln þegarþú gerir þau. Það eru ekki til fullkomnir foreldrar og ef þú gerir mistök eða hljómar dóm- hörð/harður við barnið þitt, biðstu þá fyrir- gefningar. Sýndu þvi að þú sért nógu sterk manneskja til að sjá galla þina og barnið mun einnig verða þannig. ilið eyðum alltol mikilli orku í að vera hrædd „RopeYogað þarf aðeins meiri tíma en hlaup og eróbikk og allt það kjaftæði. Það þarf að sinna fólki í lík- amsræktarstöðvum eftir að maður hefur keypt kort og gefa því meiri gaum. Við sem emm að kenna RopeYoga erum fyrst og fremst að hvetja fólk til að taka ábyrgð á lífi sínu og heilsu. Fólk byrjar þá að nota RopeYogað sem farartæki til að auka orku sína en svo getur það farið að nota það til að efla vitundarástand sitt," segir Guðni Gunnarsson, einn af frumkvöðlum íslands á sviði lfk- ams- og heilsuræktar. Guðni er nú nýlega kominn á heimili sitt í Los Angeles þar sem hann vinnur að því að gæta að formi og sálarlífi fína og fræga fólksins auk þess sem hann kynnir fólk fyrir þeim töfmm sem hann segir búa í Rope- Yoganu. Nýlega kom Guðni fráÁstralíu en þar hefur hann unnið hörð- um hönd- um að því að koma nýst- irninu Brandon Brandon Routh næsti Súperman Guönisegirað I það þurfi að Ifta til fleiri þátta en llkamans þegar það á að koma manni Ijafn gott form ájafn stuttum tlma. Routh, í form með hjálp RopeYog- ans svo hann geti tekist á við hlut- verk ofurmennisins Clark Kent í næstu kvikmynd um Súperman. Mestri orku eyðum við í hræðslu Það vekur furðu margra að fag- menn í kvikmyndaiðnaði Holly- wood hafi kosið að nota yoga til að koma manni í form ofurmennis. En Guðni svarar því þannig til að Rope- yogakerfið sé sniðið að því að styrkja hug, sál og líkama í einu vetfangi. Fólk verði að gera sér grein fyrir því að heilsuræktin ein svali ekki þörf- um fólks til fulls. „RopeYogað er heildræn heilsu- rækt ef við lítum á líkamann sem verkfæri og maður fær mesta nýt- ingu út úr honum ef maður sinnir honum. Orka vinnst úr mat og í samræmi við öndun og hreyfingu verður til orka. En hvað eigum við að gera við þessa orku og hvernig beit- um við henni? Mest orka fólks fer í viðnám, eða hræðslu. Flest fólk er nefnilega dauðhrætt allan daginn vegna þess það treystir sér ekki. Það veit af fenginni reynslu að við stönd- um við svo lítið af þeim áædunum og ásetningi sem við ædum okkur. Við erum alltaf að ljúga og svíkja okkur sjálf og þar með verðum við fyrir vonbrigðum sem leiða til þess að við förum að bæla okkur sjálf og þar með hættum við að taka þátt í stórum hluta af okkar tilvist vegna þess okkur h'ður illa í návist við okk- ur sjálf." Tilveran breytist Hann segir að RopeYogað gangi meðal annars út á að taka þetta hræðsluástand föstum tökum með að það markmiði að fólk getí horft á sjálft sig, sagt sér sannleikann og far- ið að sinna sér með auðmýkt og Guðni Gunnarsson frumkvöð- ull í líkamsrækt Segir fólk eyða alltofmikilli orku í að vera hrætt. Þessu taki RopeYogað á. kærleika. Þannig geti fólk hætt að refsa og skammast í sér og farið að sinna sér af alúð og umliyggju. Með því breytíst tilveran. Þá geti fólk vaknað til vitundar, haft ásetning og markmið og traust á sjálfu sér. Þar með minnki óttinn í tilvenmni með þeim jákvæðu afleiðingum að orka og ánægja aukist. „í raun og veru erum við skoðun auk þess sem við vinnum með lík- ama fólk þá fáum við það til að taka ábyrgð á þeim hryðjuverkum sem vinna stanslaust gegn okkur sjálfum. Þar með verður fólk orkumeira og hugrakkara og tilvera þess fer að breytast.“ Stjörnurnar eru eins og við Guðni segir að oft gleymist að vinna með það sem hann kallar miðjuna í fólki. Þessu hafi Bryan Singer, leikstjóri nýju Súperman- myndarinnar, þó gert sér grein fyrir enda sé leikarinn Brandon Routh aðeins 25 ára gamall og þegar koma eigi manni í jafn gott form og þörf er á til að takast á við hlutverk ofur- mennisins þurfi að líta til fleiri þátta en hkamans. Því ef maður setur ekki traustan sökkul undir hús er hætta á því að eitthvað brotni jafnvel maður leggi vinnu í aht annað. „Stjörnur Hohywood eru rétt eins og annað fólk aUtaf að glíma við ótta. Ég er svo lánssamur í mínu starfi að ég hef verið að vinna með fólki sem viU taka ábyrgð á sínu lífi. Ef maður vinnur stóran happadrættisvinnig verður maður að kunna fara með peningana og eins er með orku fólks," segir Guðni, tUbúinn tU að sigra heiminn. Þeir sem láta gata geirvörtur og kynfæri eru of stoltir til að leita læknis Bera harm sinn í hljóði 146 karlmenn og konur voru höfð tíl rannsóknar f bandarískum háskóla en þau áttu það sameigin- legt að hafa látið gata geirvörur og kynfæri. Af þeim höfðu 43% látíð gata geirvörtur sínar, 25% kynfærin og þess fyrir utan voru 32% með göt á báðum stöðum. Meirihluti þeirra áttu við einhver heUsufars- vandamál að stríða í kjölfarið en mjög fáir leituðu tíl læknis í kjölfar- ið. Algengustu kviUarnir hjá þeim sem höfðu látíð gata geirvörtur sín- ar voru mikU eymsli (37%), erting í húð (21%) og sýking (21%). Af þeim karlmönnum sem létu gata kynfæri sín lentu fjórir af hverjum tíu í vandræöum með losun þvags. Þó svo að rúmur helmingur þeirra sem lentu í vandræðum hafi rætt við þann sem sá um götunina um vandann leituðu einungis 3% til læknis. En langflestir voru ánægðir með lokkana sína og hið sama má segja um maka þeirra. Janet og Justin Hún er með fallegan lokk I geirvörtu sinni. Skyldi hún hafa komist sárs- aukalaust ígegnum þaö?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.