Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Page 32
32 MÁNÖDAGUR 28. FEBRÚAR 2005
Lifið DV
Á föstudaginn boðaði Tinna
Gunnlaugsdóttir til starfsmanna-
fundar og tilkynnti leikurum Þjóð-
leikhússins að hún hygðist í dag,
mánudag, segja upp samningum
þeirra tíu leikara sem styst er síðan
fengu fastráðningu við húsið. Mörg-
um þótti tímasetningin nokkuð
harkaieg en framundan voru sýn-
ingar á öllum sviðum hússins yflr
helgina og í flestum verkanna voru í
burðarhlutverkum einstaklingar
sem gátu tekið uppsögnina til sín.
Yfirlýsing
Tinna segir í yfirlýsingu til fjöl-
miðla á föstudag að hér sé um
stefnuyfirlýsingu að ræða og býður
samningsaðilum leikara við Þjóð-
leikhúsið uppí dans: „Uppsagnir
leikaranna tíu er stefhuyfirlýsing um
breytt ráðningarkjör leikara við
Þjóðleikhúsið og miðar sú breyting
að því að móta þá hefð að sjálfsagt
þyki að ráða listamenn til tiltekins
tíma í senn til að skapa æskilegan
sveigjanleika í starfi Þjóðleikhússins
og svigrúm við þjóðleikhússtjóra-
skipti. Það er vilji til að þessi um-
ræða verði tekin upp í kjaraviðræð-
um við Leikarafélag íslands, sem fer
með samningsumboðið fyrir leikara
við Þjóðleikhúsið, en samningar
þeirra eru lausir. Vegna sérstöðu
Þjóðleikhússins þyrfti sú samninga-
gerð að miða að því að hægt verði að
bjóða upp á tímabundna samninga
leikara til eins, tveggja eða þriggja
ára í senn með þeim fyrirvara að
segja megi þeim upp af hálfu annars
hvors aðila áður en ráðning fellur
sjálfkrafa úr gildi við lok samnings-
tíma.“
Eins lengi og elstu menn
muna...
Uppsagnimar eru enn einn kafl-
inn í langri sögu kjaradeilna við
Þjóðleikhúsið. Þegar við stofhun
þess komu upp deilur um ráðninga-
fyrirkomulag, en Jónas Jónsson frá
Hriflu, einn helsti baráttumaður
þess að húsið yrði reist, var gagnrýn-
inn á fastráðningarsamninga sem í
upphafi voru til eins og tveggja ára.
Talaði hann um ríkisleikara, en
raunin varð sú að að tuttugu manna
fastráðinn leikflokkur við húsið varð
til þess að löng og stutt reynsla rann
saman og úr varð samstæður leik-
flokkur.
f tíð Guðlaugs Rósinkrans komu
upp einstök deilumál og voru mjög í
„Stefnuyfirlýsing“ segir Tínna Gunnlaugsdóttir um uppsögn tíu leikara af fastráðn-
ingasamningum Þjóðleikhússins. Hún boðar lausara samningskerfi við leikara sem
henti betur rekstri hússins, svo starfskraftar verði ekki bundnir til langs tíma og
leikstjórar eigi frjálsara val um hlutverkaskipan. Fundið er að tímasetningu til-
kynningar hennar en í leikhúsheiminum er litið á aðgerðina sem tímabæra. Fast-
ráðningar leikara og uppsagnir hafa löngum verið deilumál í stóru leikhúsunum.
opinberri umræðu og oft furðu
harkaleg miðað við það sem nú tíðk-
ast. Fastráðni flokkurinn endurnýj-
aðist hægt og æviráðningarkjör voru
þegar á leið orðin sá rekstrarveru-
leiki sem stjórnendur hússins
bjuggu við. Hefðarréttur og svoköll-
uð níutíu og níu ára regla sem voru
viðmið í ráðningu og starfslokum
ríkisstarfsmanna urðu fastar í
rekstrinum.
Stefán og Sveinn
Þegar Sveinn Einarsson kom til
starfa við leikhúsið 1972 sagði hann
upp nokkrum samningum og urðu
af því nokkrar deilur. Stéttarfélag
leikara lagðist gegn þeim en Sveinn
hafði sitt fram; sumir þeirra sem
sagt var upp urðu áfram lausráðnir
við húsið og hlutu á endanum fast-
ráðningu.
Þegar Stefán Baldursson kom til
starfa við leikhúsið sagði hann upp
hópi leikara og leikstjórum en þá
voru komnar tvær fastar stöður
þeirra við húsið. Varð af þeim upp-
sögnum mikið fár og var um tíma
útlit fyrir að deilurnar myndu ríða
nýjum þjóðleikhússtjóra að fullu.
Nýir tímar
Aðstæður í starfsumhverfi leikara
hafa breyst verulega. Enn er stór
hluti stéttarinnar án fastrar vinnu en
starfar í lausamennsku. Brottfall úr
hópi menntaðra leikara er mjög hátt
og margir eldri og yngri leikarar
verða að sækja í önnur störf þó stök
tímabundin verkefrú í auglýsingum,
útvarpi og sjónvarpi, kennslu og
kvikmyndum, haldi mönnum við.
Hreyfing í stóru leikhúsunum á eldri
leikurum er afar h'til og er það til
baga fyrir bæði leikhúsin, stéttina og
listgreinina. Meiri hreyfanleiki væri
æskilegur.
Starfsmenntun og reynsla eldri
leikara er aftur bundin við fagið, fáir
eiga kost á starfsferli utan leikhúss-
ins nema sækja sér viðbótarmennt-
un í allt öðrum geirum. Launakjör
leikara við Þjóðleikhúsið voru lengi
bundin við almenn kjör hjá öðrum
hópum ríkisstarfsmanna þó grund-
vöUur starfstíma væri aUt annar. AUt
að helmingur vinnuskyldu gat verið
bundinn kvöldvinnu og á sumum
tímum ársins máttu leikarar þar fyrir
utan skUa fuUum vinnudegi við
æfingar, en þess á miUi gátu komið
tímar þar sem engin voru verkefnin
og starfsmenn gengu um iðjulausir.
Tvö félög
Fyrir nær tíu árum stofnuðu leik-
arar við Þjóðleikhúsið nýtt stéttar-
félag við hlið hins gamla, Félags
íslenskra leikara. Það var tU að ná tU
sín samningsréttinum við fjármála-
ráðuneytið. Sumum fannst það
skjóta skökku við. Leikarar eru nú
með tvö stéttarfélög: FÍL fer með
samninga við aUa aðUa aðra en
Þjóðleikhúsið, Leikarafélag íslands
semur við ríkið um kaup og kjör leik-
ara þar.
Yfirlýsing Tinnu miðar að því að
losa um fastráðningarkerfið. Tíu
uppsagnir eru innan þeirra marka
að teljast hópuppsagnir en eins og
yfirlýsing hennar ber með sér ætlar
hún að sækja nýtt samningsfyrir-
komulag um takmarkaða ráðningar-
tíma tU stéttarfélagsins og ekki er
ólfldegt að hún nái því fram. Má því
ætla að hugur hennar standi tU að
endurskoða fleiri samninga í leik-
arahópnum, enda fúU ástæða tíl. Sú
kyrrstaða sem ríkt hefur í langan
tíma í ráðningum eldri leikara er
óeðlUeg frá sjónarhól leikhúsgesta
og óæskUeg listrænt séð.
Rökin...
Tinna segir í yfirlýsingu sinni:
„Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun með
fjölda einstaklinga á launaskrá og
eru flestir þeirra sem þar starfa fast-
ráðnir ríkisstarfsmenn, með þeim
réttindum og skyldum sem því
fylgja. Það má vissulega færa fyrir
því haldbær rök að ákveðin kjölfesta
f fjárhagsstjórnun sé nauðsynleg,
enda er stofnunin rekin að stærstum
hluta fyrir opinbert fjármagn og
starfar innan fjárlaga. Hitt er ef til
viU umhugsunarvert, en það er sú
staðreynd að leikarar Þjóðleikhúss-
ins skuli flestir vera á ótímabund-
inni fastráðningu sem erfitt er að
hrófla við nema kosta fil miklum
tíma og fjármunum, að ótöldum
þeim sársauka sem uppsagnir óhjá-
kvæmUega valda í flestum tUfeUum.
Þessi mótsögn felur í sér að það get-
ur orðið vandkvæðum bundið fyrir
nýjan þjóðleikhússtjóra að móta hið
Ustræna starf, þar sem hann getur í
raun fáu haggað og hefur lítið sem
ekkert um það að segja úr hvaða
hópi leikstjórar velja leikara þegar
þeir skipa í hlutverk."
Forvitni
EðlUega er nokkur forvitni í sam-
félaginu um hverjir þeir tíu eru sem
fá uppsögn á samningi sínum í dag.
Tinna segir réttUega að í uppsögn-
inni feUst ekki listrænt mat. Það er
ekki enn komið fram en mun skýrast
þegar ljóst verður hverjir fá endur-
ráðningu á næstu vikum. Losun á
samningum mun leiða tU einhverra
breytinga á leikflokkum landsins.
Úthlutun LeikUstarráðs á föstudag
þýðir að þar er þegar farið að skipast
í hlutverk. Guðjón Pedersen, leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur,
Magnús Geir Þórðarson og Hilmar
Jónsson starfsbræður hans munu
fara að festa sínar áætlanir í fram-
haldi af þessu og eftirsóttir leikarar
munu á næstu vikum fá tílboð um
vænleg hlutverk, leikstjórar taka að
gera kröfur og líklega mun þetta
leiða tíl þess að kaupkröfur aukist
fyrir yngri hluta leikara landsins.
Leikarar við Þjóðleikhúsið mimu
funda um þetta mál í dag og verður
fróðlegt að sjá hvernig Tinnu gengur
að sigla þann sjó sem framundan er.
pbb&dvAs
Sinfónían flutti á fimmtudag blandaða dagskrá með verkum eftir Jónas Tómasson, Philip Glass og
Wolfgang Amadeus Mozart. Það var hinn frægi Rashé-kvartett sem blés í saxófóna í verki Glass og
var Sigurður Þór Guðjónsson sæll með blásturinn.
Bless Kárahnjúkar!
Sinfóníettu sína nefnir Jónas
Tómasson Kárahnjúka og segir að
hún sé innblásin af íslenskri náttúru
og að sumu leyti sé verkið saknaðar-
óður um land sem hverfur undir
vatn. Verkið er byggt á miklum and-
stæðum og er ýmist leikið afar veikt
eða mjög sterkt. Hinir sterku kaflar
voru áhrifamiklir og kröftugir en
hinir veiku voru framan af fremur
sviplausir en urðu seinna athyglis-
verðir, ekki síst þegar strengir voru
plokkaðir og þegar skírskotað var
greinilega til Jón Leifs.
Hljómsveitin lék þetta prýðilega.
Það kemur kannski málinu ekkert
við en ekki sá gagnrýnandinn neina
orðlagða umhverfisháka á þessum
tónleikum. Hér var þó tækifærið til
að segja bless við Kárahnjúka með
tilheyrandi músikölskum söknuði.
En kannski vilja umhverfishákar
bara heyra ærandi rokkmúsik.
Konsertinn fyrir saxófónkvartett
og hljómsveit eftir Philip Glass er
áheyrilegt verk, ljóðrænt og nota-
legt, en er samt hálfþunnt að inni-
haldi. Annar og íjórði kaflinn eru
talsvert djassaðir, þriðji kaflinn er
draumkenndur og lágvær og þar
létu tenór og barítónsaxófónarnir
vel til sín taka, en fyrsti kaflinn er
þægilega flæðandi. Hljóðfallið og
taktskipan eru fjölbreytt mjög og
hljómsveitin, ekki sfst ásláttarhljóð-
færin og selestan, leika oft hugvit-
samlega með kvartettinum.
Hlutverk kvartettsins er auðvitað
áhugaverðasti þáttur verksins.
Hann er fjölbreyttur og skemmtileg-
ur, bæði í einleik þeirra og samleik.
Leikur Rasché-kvartettsins var líka
einstök upplifun og lújómsveitin
veitti honum dyggan stuöning.
Þetta var sannarlega gaman að
heyra. Ekki spillti stórkostlegur leik-
ur kvartettsins á einni fúgu Bachs úr
Rashé-kvartettinn kom og sigraöi i hálf-
þunnu verki Glass.
List fúgunnar sem leikið var sem
aukalag.
Hins vegar var Pragsinfónía
Mozarts fremur dauflega spiluð. í
hæga kaflanum gætfi talsverðrar
ónákvæmni. Að öðru leyti var leik-
urinn sæmilega heiðríkur en átaka-
laus og skorti mjög blæfegurð og
Sinfóníuhljómsveit Islands
Efnisskrá: Jonas Tómasson:
Sinfóníetta (Kárahnjúkar);
Philip Glass: Konsert f. saxó-
fónkvartett og hljómsveit;
Mozart: Sinfónia nr. 38.
Einleikarar:
Rasché-kvartettinn.
Stjórnandi:
Bernharður Wikinson.
Háskólabíó 24. febrúar.
Tónlist
það andríki sem setur svip sinn á
verkið, ekki síst lokakaflann.
SigurÖur Þór Guöjónsson