Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Síða 40
r* f rí £ í íJ^Jjí 0 t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^iafnleyndar er gætt. *-* Q SKAFTAHLÍÐ24, lOSRBYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMISS05000 690710 111117 • í Sunday Times í gær er fjallað um inn- rás hinna jakka- fataklæddu vík- inga í breskt við- skiptalíf, en útrás íslenskra auðmanna þar í landi hefur vakið mikla athygh í fjölmiðlum og viðskiptalífinu. Rætt var við Ólaf Ragnar Grímsson forseta sem var viðstaddur opnun á skrifst- ofu Avion Group í smábænum Crawley í Sussex. Þar var bæjar- stjórinn spurður hvort hann hitti forseta á hverjum degi. Sagði hann svo ekki vera, en bætti við að það væri ekki held- ur á hverjum degi sem forseti ís- lands fær að hitta bæjarstjórann í Crawley í Sussex... Helgi Þór Arason Idolstjarna átti að vera næsti stjórnandi Djúpu laug- arinnar á Skjá einum. Vegna samn- ings síns við Idol Stjörnuleit á Stöð 2 var honum meinað að taka að sér starfið. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Skjás eins, segir miður ef Stöð 2 standi í vegi fyrir hugsanleg- um framaferli Idolkraldcanna. „Við tókum Helga í prufu og leist afar vel á hann,“ segir Magnús. „Síð- an báðum við hann að athuga sín samningsmál og mér finnst mjög leiðinlegt ef samningurinn sem hann skrifaði undir bannar honum þetta." Það sem gerir málið sérstakt er sú staðreynd að Djúpa laugin hefst ekki fyrr en helgina eftir úrslitakvöld Idol. Framkoma Helga í Djúpu lauginni getur því ekki haft nein áhrif á úrslit keppninnar, auk þess sem nokkuð er liðið frá því hann datt út. „Svona eru bara reglurnar,“ segir Ástin dvínar Helgi og Brynja hættu saman fyrir nokkru ognú fær hann ekki drauma- starfið. Þór Freysson, framkvæmdastjóri Idol Stjörnuleitar. Hann segir að einu fjöl- miðlarnir sem keppendur fái að tala við eftir að hafa dottið út, séu Séð og Heyrt, morgunsjónvarp Stöðvar 2 og FM 957. Annars séu krakkarnir samn- ingsbundnir til 14. apríl þrátt fyrir að keppninni ljúki í mars. „Ástæðan er sú að sigur- vegarinn á að njóta sín einn í sviðsljósinu," segir Þór. „Þeir sem detta út eiga ekki að fara að gefa út plötur eða stjórna þáttum meðan keppnin er í gangi." Magnús Ragnar- son segir þetta fram- komubann gera það að verkum að kepp- endurnir séu í raun að afsala sér tjáningar- frelsinu. „Það er ekki eins og Helgi hefði átt að syngja karíókí í Djúpu lauginni. Hann er bara hress og skemmtilegur strákur og hefði sómað sér vel á skjánum." Helgi Þór Arason Idol- stjarna Átti að vera næsti stjórnandi Djúpu iaugarinnar. tr Alþýðlegur borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir fór út á h'fið um helgina. Á föstudags- kvöldið var hún á Ölstofu Kormáks og Skjaldar þar sem hún spjallaði við gesti og gangandi með bros á vör og kokkteilglas í hönd. Skipulagsmál Laugavegarins voru ofarlega á baugi en eftir kvöldið sögðu gestir að þarna væri kominn nútímalegur borgarstjóri. „Auðvitað fannst manni sérstakt að sjá borgarstjórann á djamminu en það sýnir líka að hún er mann- leg eins og við hin,“ sagði einn af gestum Ölstofunnar sem rak aug- un í brosandi borgarstjórann. Annar gestur sagðist reyndar að sér hafi brugðið. Miðbærinn sé sérstaklega að næturlagi. Því hefur annar frægur gestur öl- stofunnar á föstudaginn fengið að kynnast því Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðamaður sat við bar- inn, alls óhræddur, þrátt fyrir að hafa lent í fólskulegri líkamsárás einmitt á þessum stað fyrir nokkrum mánuðum. Slíkt er þó greinilega fljótt að gleymast þegar húmar að. Þótti skemmtanafíklum miðbæjarins mikill feng- ur að sjálfum borgar- j stjóranum, enda er haft í á orði að hvergi annars staðar sé rödd fólksins sterkari. Steinunn Valdís Ræddiskipu- hættulegur staður - I la3smál f góðra vina hópi. Stjarnan hélt KR- merkinu á lofti „Ég veit hreinlega ekki hvort það sé vaninn að rífa merkið af," segir Erlendur ísfeld þjálfari kvennaliðs Stjömunnar í handbolta. Stjarnan varð um helgina bikarmeistari eftir að hafa hreinlega rúUað yfír Gróttu KR. Margir furðuðu sig hins vegar á því að merki Gróttu KR hékk á bik- arnum þegar hann var afhentur Stjörnustelpum. „Merki beggja liða eru alltaf hengt á bikarinn fyrir leikinn. Þetta tíðkast líka í karlabikarnum og kannski hefur bara gleymst að rífa KR-merkið af," segir Erlendur en laugardagurinn var stór dagur fyrir hann. Ekki aðeins unnu Stjörnu- stelpur sinn leik heldur varð gamla félagið hans, ÍR, íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þetta var tvöfaldur dagur fyrir mig og ég hef lengi beðið eftir þessu," segir Erlendur. „Um kvöldið fórum við svo í mat í Garðabæ og áttum góða stund saman, liðið og stuðningsmenn. Þetta var yndis- Bikarinn f höndum Stjörnunnar Gieymdist að rffa KR-merkið af? legur dagur." Og svo sannarlega skein gleðin úr hverju auga eftir sigur Stjörnunnar. Og þó KR-stelpur fengu ekki að setja hönd á bikarinn, hékk merki þeirra engu að síður á lofti. Rope yoga sameinar hug, líkama og sál - 8 vikna námskeið Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi þróað af Guðna Guðnasyni í Los Angeles. Rope yoga hefur reynst fólki vel í baráttunni við bakverki, álagsverki og aðra kvilla í daglega lífinu. Rope yoga eykur upptöku súrefnis í líkamanum og styrkir kviðinn, miðju líkamans og bætir virkni sogæðakerfisins. Tveggja mánaða lokuð námskeið þar sem aðeins 17 manns eru í hverjum hópi. Boðið er upp á námskeið kvölds og morgna. Byrjendur kr. 24.990.7 Framhald kr. 17.990 - Vönduð námsgögn. Námskeiðin hefjast 7. og 8. mars Skráning er hafin í síma 565 2212 Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, s. 565 2212 www.hress.is HRESS HEILSURÆKT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.