Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Fréttir DV Landsliðs- menn fögn- uðu á Prikinu Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í hand- bolta hittust á Prikinu á miðnætti eftir páskadag og fögnuðu þar góðum árangri í vináttuleikjum sínum við Pólverja síðustu helgi. Strákarnir unnu síðasta leik sinn með einu marki en þar áður hafði liðið tapað ein- um leik og unnið einn. Rekstrarstjórinn á Prikinu segir að veisluhöld drengj- anna hafi farið vel fram, landsliðmennirnir hafi ver- ið prúðir, fengið sér nokkra bjóra og augljóst hafi verið að þeir skemmtu sér vel. Fischerfær sérmeðferð CNN segir í grein á heimasíðu sinni að hið sér- lundaða skap Bobbys Fischer geri það að verkum að hann muni una sér vel hér á landi enda séu ís- lendingar upp til hópa sér- stakir. í greininni er vitnað í ýmsa innflytjendur sem búa á íslandi. Haft er eftir konu frá Kenfa sem vinnur hér sem þjónn, að heppni Fischers sé mikil því hann hafi fengið ríkisborgararétt á tólf mfnútum en hún hafi þurft að bíða eftir sínum í fimm ár. Þingmenn iðrast ekki Fjallað hefur verið um heimkomu Fischers í öllum helstu fjölmiðlum heims um helgina. Washington Post skrifaði harðorð- an leiðara þar sem íslendingar eru gagnrýndir fyrir að hafa tekið fagnandi á móti gyðingahatara. ís- lenskir þingmenn sem DV ræddi við virðast þó ekki láta þessi skrif mikið á sig fá. Pétur Blöndal alþingis- maður segir gagnrýnina ekki koma sér á óvart. „Við erum umburðarlynd þjóð og höfum lengi lagt lag okkar við sérvitringa. Mér finnst þetta því allt í lagi,“ segir hann. Búið er að draga í svokölluðu lóðalottói í Hafnarfirði. Fjörutíu og sex lóðir voru í boði á nýja Vallasvæðinu. Um hundrað manns fylgdust með þegar bæjarlögmaður dró í lottóinu sem var í beinni í útvarpi Hafnarfjarðar. Spennan var rafmögnuð og má segja að helstu íþróttamenn bæjarins hafi dottið í lukkupottinn. Hinn tvítugi Emil Hallfreðsson knattspyrnumaður hjá Tottenham var einn þeirra heppnu. Stjörnurnar unnu InDnlnttnið í Hnfnartirði „Það komu strax upp tveir fótboltamenn og svo tvær konur úr handboltanum hérna í Hafnarfirði/' segir Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi um dráttinn í lóðalottóinu sem fram fór á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku. Mikil spenna var á fundinum sem var opinn almenningi. Um hundrað manns fylgdust með bæjar- lögmanni draga og var þessu öllu saman útvarpað beint í útvarpi Hafnarfjarðar. Knattspyrnumennirnir Auðunn Helgason og Emil Hallfreðsson voru meðal þeirra sem fengu lóð. 1200 manns sóttu um lóðimar 46 og því vom margir sem þurftu frá að hverfa. „Ég gat nú ekki séð hvort einhverjir væm súrir. Q Það var gleði og sorg í « þessu enda margir að sækjast eftir þaki yfir I höfúðið," segir v; Gunnar. // Sér pottur fyrir gafl- ara Gunnar segir að svokölluð 80/20 prósent regla gildi um úthlutunina. „Tuttugu prósent af lóðunum fara til annarra en þeirra sem búa eða ^rtsyfe: Emil Hallfreðs- son Spilar fótbolta á Englandi og fékk lóð I Hafnarfírði. Ég var nú bara á æf- ingu þegar þetta fór fram en fékk svo hell- ing afsms-um með hamingjuóskum þeg- ar ég kom úr sturtu vinna í Hafnarfirði. Það voru því níu lóðir sem vom í þeim potti en hinar þrjátíu og sjö fóm til Hafnfirð- inga.“ Gunnar segir að bærinn muni úthluta hundruðum lóða á næstu mánuðum og því sé ekki öll nótt úti enn fýrir þá sem fengu ekki lóð. „Meðan reglunum er ekki breytt fer þetta fram með þessum hætti. Það á hins veg- I ar að taka þessar umræður upp í bæjarráði fljótlega og því veit maður aldrei hvað gerist," segir Gunnar en skiptar skoðanir em um þessa aðferð sem hefur verið notuð síðustu þrjú ár. „Það em þverpólitískar skoðanir um það hvort eigi að gera þetta svona eða eftir venjulegu handvali eins \\ og gert var áður,“ segir Gunnar. Hamingjuóskum rigndi „Ég er alveg í skýjunum . . og bjóst alls ekki við þessu. Það vom margir sem sóttu um og ég hef Auðunn Helgason ernýkominn heim úr atvinnumennsku og dat t i iukkupottinn. ekki verið heppinn í svona lottói hingað til," segir Harpa Melsteð handboltakona úr Haukum sem fékk úthlutað lóð. „Ég var nú bara á æfingu þegar þetta fór frarn en fékk svo helling af sms-um með ham- ingjuóskum þegar ég kom úr sturtu.“ Harpa segir að byrja megi í júní og þá ætli hún að setja allt á fullt í framkvæmdunum. „Mér finnst mjög sanngjarnt að þetta sé gert svona. Hinn almenni borgari á miklu meiri möguleika og enginn klíkuskapur ríkir, ég er allavega mjög sátt enda fékk ég lóð,“ segir Harpa Melsteð að lokum. breki&dv.is Harpa Melsteð Segir framkvæmdirnar fara á fullt íjúní. Gunnar Svavarsson Bæjarfulltrúinn las upp nöfn vinningshafanna I lottóinu á fjölmenn- um fundi i siðustu viku. Weishappel fékk ekki lóð Dregið var í lóðalottóinu í Hafnarfirði í síðustu viku. Um 1200 manns sóttu um 46 lóðir og var því hart barist. Friðrik Weishappel var einn þeirra sem sóttist eftir lóð en fékk ekki. Friðrik á og rekur kaffihús í Kaup- mannahöfn sem einnig er þvottahús og hefur iíklega verið nokkuð svekkt- ur yfir drættinum. Lóðirnar sem úthlutað var eru í Vallahvefinu í Hafn- ■“ arfirði. Bæjarstjórnin ætlar þó að út- hluta hundruðum lóða á næstu mánuðum og því er ennþá sjéns fyrir Weishappelinn að komast í Fjörðinn. Fischer kominn til byggða Svarthöfði fylgdist glottandi með komu Fischers til landsins um helgina. Betra sjónvarpsefni hefur vart verið boðið upp á síðan Keikó var fluttur í Klettsvíkina um árið. Og þó Fischer virtist sigri hrósandi þegar hann kom út úr vélinni og sagði nokkur vel valin orð um gyðinga var Stöð 2 raun- verulegur sigurvegari kvöldsins. Reyndar voru nokkur vand- ræðaleg móment í beinu útsend- ingunni. Þegar Ingólfur Bjarni fór að útlista gerð flugvélarinnar og flughæfni til að drepa tímann að lending- unni hefði mátt setja inn auglýs- ingahlé. Viðtalið við drenginn sem lýsti því stoltur yfir að hann væri fiillkomlega sammála skoðunum Fischers bætti mistökin þó upp. CNN hafði örugglega rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að Fischer myndi falla vel í hópinn á íslandi. Að mati Svarthöfða stóð Stöð 2 sig með sóma. Hún bauð upp á Hvernig hefur þú það? Ég hefþað bara þrælgott," segir Ólafur Freyr Númason, hönnunarnemi.„Maður er aö vinna að annars árs lokaverkefni í skólanum og svo er bara búiö að borða og njóta lifsins í páskafríinu. Nú maður er líka búinn að hitta andlit sem maður hefur ekki séö lengi, því ég var fyrir sunnan yfir páskana. Svona er að búa úti á landi, ha. Annars er að koma sumarstemning sem maður er farinn að finna fyrir, annars er tíminn svo fljótur aö líða að maður hefur ekkert mikið spáð íhvað liðið er á áriö. Svo erstefnan sett á Spán í sumarþannig það er uno cervesa innan seilingar." gott sjónvarp. Svo gott að börn Svarthöfða göptu þegar þulurinn sagði alvarlegur við þjóðina að nú gætu Reykvíkingar örugglega heyrt vél Fischers nálgast. Fjöl- skylda Svarthöfða þaut að glugg- anum og viti menn! Það var hvítur depill á himninum sem nálgaðist alveg eins og þulurinn hafði lofað. Svona á sjónvarp að vera. En af hverju em menn svona fúlir? Ekki leigði Auðun Georg Ólafsson eða Jón Kaldal á Frétta- blaðinu einkaþotu undir Fischer. Nei, þeir biðu bara í röðinni eins og allir aðrir og bjuggust við að fá fréttina upp í hendurnar. En heimkoma Fischers er heimsfrétt. Og vanir fréttamenn eiga að vita að barist er um slíkar fréttir. Þess vegna tekur Svarthöfði hjálminn ofan fyrir Páli Magnús- syni og félögum. Með þeirra fréttaflutningi var líkara að jóla- sveinninn væri að koma til byggða en geðsjúkur skáksnillingur og gyðingahatari. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.