Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Fréttir DV Vilja íþrótta- hústil adfalla ekki um deild Knattspymudeild Grindavíkur vonast til þess að fjölnota íþróttahúsi verði komið upp í bænum fyrir næstu áramót. Að- staða til knattspyrnuiðkun- ar er engin á veturna og óttast Grindvíkingar að missa sæti sitt í efstu deild ef ekki verði úr bætt, að því er kemur fram hjá Víkur- fréttum. Málið er til um- fjöllunar hjá íþrótta- og æskulýðsnefnd bæjarins og fer því næst í hendur bæj- arráðs og bæjarstjórnar. Treysta læknum Sjö af hverjum tíu ís- lendingum treysta læknum og öðrum innan heilbrigð- iskerfisins, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Aðeins Háskóli fslands hefur betur hvað traust fólks á opinber- um stofnunum varðar, eða 86 prósent. Fyrir tveimur árum sagðist aðeins 61 prósent treysta heilbrigðis- kerfinu. Dásemd bar kiðlingi Tvævetra huðnan Dá- semd vann kapphlaupið í Húsdýragarðinum þegar hún bar gráflekkóttum kiðlingi á þriðjudaginn. Alls voru sex huðnur þungaðar eftir hafurinn Kappa þegar hann féll sviplega frá fyrir skemmstu. Framlag Kappa er tahð ómetanlegt. Geitur eru í útrýmingarhættu á ís- landi og eru um 400 talsins. Þær eru landnámsdýr og voru til foma kallaðar kýr fá- tæka mannsins. Starfsmenn Húsdýragarðsins fylgjast grannt með þróun mála hjá hinum huðnunum fimm. Þaö Landsíminn ) er allt gott aö frétta héðan að austan, nema hvað,"segir Guðmundur Bjarnason, bæj- arstjóri í Fjarðabyggð. „Mið vor- um að skrifa undir samning um viðbyggingu sundlaugarl Nes- kaup- stað í _____________________ þessum töluðu orðum en annars er bara allt á fullu hér svo vægt sé til orða tekið. Vinna við álvers- höfnina gengur ágætlega og verður hluti hennar tilbúinn von bráöar fyrir skipakomur. Svo erum við að opna nýja verslunarmiðstöð hér, Molann svokallaða, um miðjan aprll þannig að við látum okkur síö- uren svo ieiðast." Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir ferð hans og nokkurra þingmanna til ísraels og Palestínu hafa opnað augu sín fyrir hrikalegu ástandi fyrir botni Miðjarðarhafs. Magnús fékk að reyna á eigin skinni hvernig daglegt líf íbúa þar er þegar hann sætti árásum ísraelskra landnema og múslimskra andspyrnumanna. Segir komið að íslendingum að taka afstöðu gegn mannréttindabrotum ísraela. Magnús Þór flúði indan árás andspyrnumanna öðru sinni Ferð þingmannanna Guðrúnar ögmundsdóttur, Jónínu Bjart- marz, Þuríðar Backman, Jóns Bjarnasonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar til Israels og Palestínu mun seint líða fimm- menningunum úr minni. Hópurinn sætti grjótkasti frá ísraelsk- um landnemum í upphafi ferðarinnar og Magnús Þór Hafsteins- son lenti svo í annarri og enn verri stöðu aðfaranótt laugardags þegar hann hugðist setjast við skriftir á litlu netkaffihúsi í kristna hverfmu í Jerúsalem. Dauðskelkaðir Kanar Bandarlskir kaffihúsagestir í kristna hluta Jerúsalem skelfingu lostnir eftir grjótkast múslimskra andspymumanna á kaffihúsið. Magnús Þór smellti afum það bil sem fólkið beið þess sem veröa vildi. „Ég var nýbúinn að fá mér sæti þarna á kaffihúsinu eftir að hafa fengið mér gönguferð um kvöldið og ætlaði að fara að skrifa þegar skyndilega kvað við hár hvellur," sagði Magnús Þór í samtali við DV í gær; þá kominn heim. Ásamt Magnúsi Þór voru nokkrir banda- rískir ferðamenn fyrir á kaffihús- inu og sagði Magnús skelfingu hafa gripið um sig meðal gestanna sem köstuðu sér í gólfið til að verjast því sem þau töldu að væri skot- hríð. Helgur staður Magnús Þór I ferð þing- mannanna Islensku I al-Asqa moskuna, næsthelgasta stað múslima. Þar fá alla jafna ekki aðrir inngöngu en múslimar en sagt er að Múhameð hafi stigiö til himna úr mosk- unni. „Við hópuðumst öll saman í horni kaffi- hússins, þarsem við vorum í raun innikró- uð, og biðum þess sem verða vildi. Við áttum í raun allt eins von á rúllandi handsprengju eða skothríð." Beðið eftir handsprengju „Hávaðinn var þvílíkur að við héldum fyrst að einhver hefði skot- ið á okkur," segir þingmaðurinn. „Við hópuðumst öll saman í horni kaffihússins, þar sem við vorum í raun innikróuð, og biðum þess sem verða vildi. Við áttum í raun allt eins von á rúllandi hand- sprengju eða skothríð enda bar okkur saman um að við hefðum heyrt hleypt af byssum þarna fyrir utan," segir Magnús Þór en þegar rykið settist á litla netkaffihúsinu og árásarmennirnir höfðu sig á brott kom í ljós að grjóti hafði ver- ið hent inn um rúðu kaffihússins af miklu afli. „Þetta var hert öryggisgler þannig að höggið hefur verið gríð- arlegt," sagði hann. Sættu árásum beggja fylk- inga Magnús og gestirnir á kaffihús- inu skriðu fljótlega úr skjóli sínu og þegar út var komið blasti við að dekk á bílum höfðu verið skorin auk þess sem grjótkastararnir höfðu látið grjóthnullungum rigna yfir hús og bíla. Árásarmennirnir voru á bak og burt en þeir voru að sögn viðstaddra múslimskir and- spyrnumenn sem dagana á undan höfðu barist við ísraelska land- nema en ungir landnemar báru einmitt ábyrgð á grjótkasti á ís- lensku þingmannasendinefndina. „Þessi uppákoma, líkt og sú fyrri, var í raun enn eitt ljóslifandi dæmið um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs; sem ég held að hafi sýnt sig í ferð okkar að er mun verra en við héldum og er fjarri því í friðarátt. Íraksstríðið og innrásin í Afganistan hafa einfaldlega dregið athygli heimsins frá þessu svæði," segir hann. Yfirgangur ísraela hræðilegur Magnús segir mannréttindabrot ísraelskra yfirvalda á Palestínu- mönnum óverjandi með öllu. Þannig séu enn í gildi svokölluð hryðjuverkalög sem gefi ísraelum rétt til að handtaka og hafa í haldi Palestínumenn í allt að sex mánuði án ákæru. Magnús kveðst þannig hafa hitt palestínskan mann sem sex sinnum var fangelsaður á þennan hátt. Enn fremur brjóti ísraelar víða alþjóðasamþykktir með framgöngu sinni við Palestínumenn. „Listi mannréttindabrota ísraels- manna gegn Palestínumönnum er langur og lengist enn meðan þrýst- ingur alþjóðasamfélagsins er ekki fyrir hendi, múrinn sem nú er byggður í trássi við alþjóðalög er gott dæmi um það," sagði Magnús í gær, þá nýkominn heim á Akranes - í skjól fyrir grjótakasti og sprenging- um. heigi@dv.is Rannsókn um reykingar á meðgöngu Austurrískur teiknari ekki fyrir Grikki Reykjandi mæður eignast heimskari börn Verðandi mæður sem reykja eiga á hættu að eignast börn með lægri greindarvísitölu en þær sem ekki reykja. Þetta em niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar þar sem 3000 ungir danskir karlmenn vom greind- arvísitöluprófaðir um leið og reyk- ingavenjur mæðra þeirra við með- göngu vom kannaðar. Inge Haunstmp Clemmensen, einn læknanna sem stóð að könnun- inni, segir niðurstöðumar skelfilegar. Hann bendir á að lengi hafi verið vit- að að reykingar á meðgöngu hefðu áhrif á vöxt barna síðar meir. En hing- að til hafi það ekki átt við gáfnafar barnanna. Talið er að efhi í reyknum hafi áhrif á miðtaugakerfi fóstursins og valdi þar skaða sem hafi áhrif á Reykurinn Ijúfi Tóbaksreykur er mörgum lífsnauðsyn en ætti ekki að vera innbyrtur af ófrískum konum. greind. Inge Haunstmp segir þetta þó í samhengi við þá reglu að gefa ólétt- um konum aldrei lyf nema það sé algerlega nauðsynlegt, þar sem það getur eitrað fyrir fóstrinu. Talið er að tvær af hverjum tíu óléttum konum í Danmörku reyki á meðgöngu og því má ætla að um 20 prósent Dana séu heimskari en þeir ættu að vera. Guðlast að gantast með Jesú Það borgar sig ekki að gera gys að Frelsaranum eins og austurríski teiknarinn Gerhard Haderer gerði sér grein fyrir þegar teiknimynda- bók hans, Lífjesú (þ. Das Leben des Jesus), var gefin út í Grikklandi. Hann hefur nú verið ákærður fyrir guðlast og, ef dæmdur sekur, kann að verða dæmdur í fangelsi. í bók- inni em gamansamar teikningar af Jesú við mismunandi iðju, til að mynda að reykja jónu og á brim- bretti á Genesaretvatninu. Gerhard hafði ekki hugmynd um að verið væri að gefa út bók hans í Grikklandi fyrr en hann fékk kvaðn- ingu fyrir rétt á Grikklandi. Teikn- ingar í bókinni hafa farið svo illa Gerhard Haderer Fer hann Igrískt fangelsi fyrir að gera góðlátlegt grín að Messlasi? fyrir brjóstið á Grikkjum að svo gæti farið að Líf Jesú verði fyrsta bókin í tuttugu ár sem er bönnuð á Grikk- landi. Málið hefur vakið umrót meðal rithöfunda og ljóðskálda í Evrópu og búið er að ýta úr vör undirskrifta- söfnun til stuðnings Gerhard.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.