Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 13 Lifði fall úr fjalli Tékknesknr maður lifði á ótrúlegan hátt af að falla 300 metra niður fjallshlíð. Maðurinn, Martin Tlusty sem er 20 ára, var að ganga með félögum sínum í Las Tatras-fjallahryggnum í Slóvakíu þegar atvikið átti sér stað. Að sögn Martins rúllaði hann í snjó, ís og grjóti og tók ekki eftir öðru. Læknar sem tóku á móti Martin sögðu hann einung- is hafa hlotið smá skurði og mar og jafnaði hann sig fljótt. Sjálfur sagðist hann ætla beint aftur í fjöllin þegar hann væri búinn að ná sér að fullu. Giftist leirkeri Indversk brúður var gef- in leirkeri þegar ljóst varð að brúðguminn myndi ekki mæta í brúðkaupið. Brúð- urin, Savita, fór með brúð- kaupsheit sín við leirkerið eftir að tilkynnt hafði verið að tilvonandi eiginmaður hennar, sem starfar sem landamæravörður við landamæri Tíbets og Ind- lands, væri veðurtepptur við landamærin vegna mik- illar snjókomu. Savita sam- þykkti að nota leirpottinn með mynd af Chaman Singh, eiginmanninum, við hlið hans. Seinheppinn föskuþjofur Kínverskur töskuþjófur valdi vitlaust fómarlamb fyrir stuttu. Hann gaf sig á tal við stúlku í verslunar- leiðangri undir því yfir- skini að ráða hana til starfa hjá fyrirtæki sínu. Þegar þau vom nýsest niður á kaffihúsi greip þjófurinn tækifærið og rauk í burtu með töskuna. Honum til skelfingar sá hann stúlkuna þjóta á eftir sér á miklum hraða. Hans mistök vom þau að reyna að ræna tösku af Chu WeiWei, keppniskonu í sprettlilaupum. Lottófé í fiðurfé Þýskur dúfnavinur hefur ákveðið að eyða hluta stærsta lottóvinnings sem í boði hefur verið í Þýska- landi í að byggja stærsta dúfnakofa í heimi. Maður- inn, sem ekki vill láta naffis sffis getið, vann sem nemur um einum og hálfum millj- arði króna. Haft var eftir honum að hann ætlaði að kaupa sér skika úti í sveit til að byggja dúffiakofann og rækta þar dúfur án þess að angra nágranna. Vinnings- hafinn er tveggja bama faðir og býr með fjölskyldu sinni í KtiUi leigmbúð í blokk. Reykur frá líkbrennslunni í Fossvogskirkju Líkin brennd um miðjan dag „Þetta er rétt og fyrir bragðið ráð- gemm við að fara að brenna líkin um nætur þegar leikskólinn er lok- aður,“ sagði Sigurjón Jónasson, rekstrarstjóri kirkjugarðanna, í janú- ar 2004 þegar fjallað var um reyk sem bærist yfir leikskóla í nágrenn- inu. Fram kom í fréttinni að mikill óhugur væri meðal barna og for- eldra þeirra því vitað væri að reykur- inn kæmi frá líkbrennslunni. í síðustu viku var hins vegar verið að brenna lík um miðjan dag því mikill reykur kom frá brennslunni. Það er rúmt ár síðan ákveðið var að gera þetta að næturlagi en raunin virðist vera önnur. Sigurjón sagði ýmsar ástæður valda reyknum sem í raun og vem ætti ekki að myndast. Hann sagði efni í kistunum eða jafnvel lyfjagjöf til þeirra sem brenndir væm valda reyknum. „Það er eins og ekki sé sama hvern er verið að brenna," sagði Sigurjón þá. Mikil lykt mun fylgja reyknum sem einhver lýsti sem súrri sviða- lykt. Lík em brennd við 6-700°C hita og kemur mestur reykur af fyrstu brennslu dagsins. Fullheitur virkar ofninn betur. Því verður nú meðal annars gripið til þess ráðs að brenna lík um nætur. Reykur frá líkbrennslunni Enn eru lík brennd um miðjan dag þótt rekstrarstjóri kirkjugarð- anna hafi sagt fyrir rúmu ári að brennsturnar ætti að framkvæma að næturlagi. BETRI HRINGBRAUT TÍMABUNDIN LOKUN NJARÐARGÖTU 29. mars - 20. apríl 200í. Njarðargötu, frá Hringbraut ogVatnsmýrarvegi að Sturlugötu, verður lokað vegna framkvæmda við færslu Hringbrautar 29. mars -20. apríl 2005. Ibúum í Skerjafirði og öðrum vegfarendum er bent á að fara um Hringbraut og Suðurgötu á meðan lokunin stenduryfir Aðkoma að Umferðarmiðstöð (BSI) verður frá Bústaðavegi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.Tekið er við ábendingum um það sem betur má fara við framkvæmdina í síma 563 2510. Nánari upplýsingar á www.rvk.is/fs Reykjavíkurborg Framkvæmdasvið VEGAGERÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.