Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Sport W Birkir ívar Guð- mundsson og Björgvin Páil Gúst- avsson léku báöir mjög vel meö ís- lenska landsliöinu yfir páskana. Á lokadeginum kórónuðu þeir frammistöðu sína. 57 íslensk varin skol Markverðirnir risu upp um páskana ver hér eitt af þeim Páll Gústavsson n tók frá austurrlsku landsliOs- ik 21 árs liðsins I Laugardalshólhnm DV-mynd Pjetur um páskahelgina. Það hefur verið löngum talað um að í íslenskan handbolta vanti markmenn og það hafi oft á tíðum staðið íslenska hand- boltalandsliðinu fyrir þrifum. Engar slíkar gagnrýnisraddir heyrðust þó um helgina enda voru markverðir íslensku landslið- anna tveggja í miklu stuði í leikjunum og áttu mikinn þátt í því að ísland vann fimm af sex landsleikjum sínum þessa þrjá daga. Markverðir íslensku liðanna vörðu alls 137 skot yfir helgina eða 44% skotanna sem á þá komu og 22,8 skot að meðaltali í leik. Viggó Sigurðsson hefur eftir helg- ina yfir að ráða tveimur frábærum markvörðum ef marka má frammi- stöðu þeirra Birkis ívars Guðmunds- sonar með A-landsliðinu og Björg- vins Páls Gústavssonar með 21 árs landsliðinu. Saman sýndu þeir markvörslu í heimsklassa og sáu til þess að uppskera helgarinnar var ánægjuleg. Lokadagurinn var samt ótrú- legur. Fyrst lokaði Björgvin Páll marki sínu fyrir lánlausar skyttur austurríska unglingalandsliðsins sem misnotuðu alls 53 skot í leiknum þvl auk þeirra 36 sem Björgvin Páll stoppaði þá fóru með- al annars sjö skot í slagverkið og önnur fimm í íslenska varnarvegg- inn. Björgvin varði 22 af skotum sín- um í seinni hálfleik og þá komu 5 af 15 mörkum austurríska liðsins úr hraðaupphlaupum en á meðan varði HK-ingurinn lipri nær öll skot frá austurrísku skyttunum sem sáu á löngum stundum engar leiðir færar fram hjá stráknum úr Digranesinu. Kaflaskipt tímabil Björgvin Páll byrjaði ekki fyrsta leikinn gegn Hollendingum en kom inn á í hálfleik og leit ekki til baka eftir það. Þetta tímabil hefitr verið kaflaskipt hjá honum en Björgvin hefur átt mjög góða leiki í vetur og svo misst dampinn inn á milli. Fyrir vikið hefur hann ekki komist inn í myndina hjá nýja landsliðsþjálfar- anum. Það vlll nú svo til að Viggó Sig- urðsson þjálfar einnig unglinga- landsliðið og fékk þvf frábæra frammistöðu Björgvins Páls um helgina beint í æð. Strákurinn ætti því að öllu jöfnu að fá aftur tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu mánuðum. í A-landsleiknum á eftir varði Birkir ívar Guðmundsson hvað eftir annað á mikilvægum tímapunktum í eins marks sigri íslenska liðsins og tók á endanum alls 21 skot, þar af tvö víti. Birkir ívar varði mjög jafnt yfir allan leikinn og sýndi með þess- um stöðugleika um helgina að hann hefur nýtt sér vel langþráð traust landsliðsþjálfarans Viggó Sigurðs- son sem er sá fyrsti sem hefur gefið Birki ívari tækifæri til þess að fóta sig með landsliðinu. Sjálfstraust frá Viggó Allt frá dögum Þorbjörns Jens- sonar í landsliðsþjálfarastólnum þegar Birkir ívar fékk sín fyrstu tæki- færi með landsliðinu hefur hann í raun aldrei fengið það vinnu- umhverfi sem hann greinilega þurfti til þess að ná upp nægjanlegu sjálfs- trausti og öryggi um hlutverk sitt í liðinu. Þessu hefur Viggó breytt, Birkir ívar stóð sig vel í Túnis og enn betur í þessum landsleikjum við Pól- verja og hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður íslenska liðsins. Þaðeralla vegaljóst að markvarslan er ekki lengur vandamál íslensku liðanna því þarliggur nú einn af styrkleik- umlið- anna. Roland Valur Eradze lék ekkert um helgina vegna meiðsla en er góð við- bót við markvarðarhópinn og sam- an ættu hann, Birkir ívar og Björgvin að geta myndað sterkt markvarða- teymi íslensku markverðirnir vörðu samtals 57 skot á páskadag og það er örugglega einsdæmi í sögu íslensku landsliðanna. Það er líka ljóst að markvarslan er ekki lengur vanda- mál íslensku liðanna því þar liggur nú einn af styrkleikum liðanna þökk sé upprisu þeirra Birkis ívars Guð- mundssonar og Björgvins Páls Gúst- avssonar. Tilkoma Bergsveins Bergsveinssonar í starf aðstoðar- þjálfara Viggós hefur greinilega haft mjög jákvæð áhrif á markverði liðsins sem eru orðnir lykilmenn í íslensku landsliðunum. ooj@dv.is BIRKIR IVAR UM HELGINA Birkir Ivar < vel með íslensk vináttulandsleikjunum ( Pólverjum eða alls 58 sk leikjunum þremu Markvarsla e 1. lelkur 28 varin/2 viti (47%) 2. lelkur 9 varin/O víti (38%) 3. leikur 21 varin/2 víti (41%) Mai Langskot Gegnui Hom L(na Hraðaupphl. Vltl Samtals 27 varin (64%) 9 varin (38%> 8 varin (40%) 6 varin (20%) 58 varin (43%)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.