Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Qupperneq 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 13 Kynlífsráð með SMS Dönsk ungmenni á aldr- inum 13-20 ára sem eru af erlendum uppruna geta nú fengið ráðleggingar um kynlíf gegnum smáskilaboð eða SMS. Þau geta sent skilaboð í tiltekið númer um kynsjúkdóma, getnað- arvarnir eða hvað er „eðli- iegt“ kynlíf og fengið svar um hæl. Tilgangurinn með þessu er að fræða unglinga af erlendum uppruna um kynsjúkadóma og varnir. Elsta klámið fundið 7200 ára styttur af pör- um í samförum fundust við fornleifaupp- gröft í Þýska- landi. Þýskir fornleifafræð- ingar telja sig hafa fundið elsta klám í heimi. Fyrst fannst karlmaðurinn en mánuði síðar kvenmaður- inn. Stytturnar pössuðu saman og telst víst að þetta sé klám frá steinöld. Þetta hrekur að hluta þá kenn- ingu að kynlíf hafi verið tabú á steinöld. Prinsinn frestar brúðkaupinu Karl Bretaprins hefur frestað brúðkaupi sínu vegna jarðarfarar Jóhann- esar Páls páfa sem fer fram á föstudaginn. Karl ædaði að giftast Camillu Parker Bowles á föstudaginn en frestar brúðkaupinu fram á laugardag. Hann mun mæta í jarðarförina sem fulltrúi bresku konungsfjöl- skyldunnar í staðinn fyrir móður sína. Camilla verður ekki í för með Karli. Bannað að heita Zeppelin Á heimasíðu dómsmála- ráðuneytísins kemur fram að mannanafnanefnd hefur hafnað nöfnunum Zeppel- in, Sólimann, Vídó og Bjamar. Karlmannsnöfitin Finngáikn, Jámsíða, Gígja og Ísmaíl hafa ekki hlotið samþykki nefndarinnar. Mannanafnanefnd hefur svo hafiiað kvenmanns- nöfnunum Anndrá, Marís, Ýri og Örn. Hægt er að prenta út beiðni til manna- nafrianefndar á heimasíðu ráðuneytisins. 117 kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hafa nú safnast saman í Vatíkaninu til að koma sér saman um eftirmann Jóhannesar Páls páfa II. Þrýstings hefur gætt úr öllum áttum og hafa háværar raddir borist frá Afríku og Suður-Ameríku um að næsti páfi eigi að vera úr þeirra röðum. Francis Arinze Ekki hefurpáfi verið þeldökk- urlmeiraen 1500ár. hafa stuðning tveggja þriðju til að verða kosinn sem páfi. Farið er eftir aldagömlum aðferðum við að kjósa páfann, á svokallaðri Kardínálasamkomu. Kardfnála- samkoman er leynileg og hafa kardínálarnir ekki samskipti við neinn nema hver annan á meðan á henni stendur. Þeir eru lokaðir inni í ákveðnum parti af Vatíkan- inu og fara ekki þaðan út fýrr en komið hefur í ljós hver verður páfi. Kosning getur staðið yfir í marga daga áður en komist er að niðurstöðu. mönnum það muni vera næsta páfa til framdráttar tíf að brúa bil- ið milli trúarbragða. Hann þykir íhaldssamur þegar kemur að sið- ferðismálum en er róttækur tals- maður fátækra og vill nútíma- væða samskipti milli landa til muna. Veðbankar hafa opnað í London þar sem hægt er að veðja um hver verður næstí páfi. Arinze er þar númer tvö en erkibisk- upinn af Mílanó, Dionigi Tettem- anzi, trónir á toppnum. Ævaforn kosningaaðferð Seinna í mánuðinum hefst kjör páfans og þarf kardináli að Allir kardinálarnir sem munu kjósa næsta páfa voru skipað- ir af Jóhannesi Páli sem var alla tíð afar íhaldssamur. Mikið hefur verið rætt um að þeir verði páfanum tryggir og kjósi páfa sem myndi vera Jóhannesi Páli að skapi þó að háværar raddir berist frá löndum utan Evrópu um að tími sé kominn til að brjóta upp hefðina. Einungis þrír þeldökkir menn hafa gegnt stöðu páfa, sá síðastí fyrir meira en 1500 árum. Vax- andi styrkur kaþólsku kirkjunnar í Afríku og Suður-Ameríku hefur virkað sem vatn á myllu þeirra sem kreijast þess að páfinn verði ekki frá Evrópu eða Bandaríkjun- um og nú er svo komið að Francis Arinze, biskup frá Nígeríu, þykir afar líklegur til að hreppa páfa- stóhnn. íhaldssamur í siðferðismálum Francis fæddist í Nígeríu en menntaði sig í London. Hann er sérfræðingur í íslam og finnst Slóvenska ríkissjónvarpið hætti við þátt Lygafrétt um landsliðið olli uppnámi Fyrirsæta gáfaðri en kjarneðlisfræðingar Ákveðið var fýrir stuttu að hætta við að sýna slóvenskan sjón- varpsþátt sem átti að sýna fram á að fyrirsæt- ur væru heilalausar með öllu. Þegar á reyndi reyndist sú kenning ekki eiga fót fyrir sér. Sló-' venska fyrirsætan og fyrrverandi ungfrú heimur Iris Mulej reyndist hafa hærri greindarvísitölu en meðalkjarneðlisfræð- ingur. Meðal þess sem ,ris MuleJ Tókfyrirsætustörf mælt var hjá Iris var fram yfir nám ung að aldri. rúmgreind, stærðfræði- kunnátta og hæfni í að leysa þraut- ir. Niðurstaðan var að Iris mældist með 156 stig. Hún hætti í skóla 16 ára til að freista gæfunnar í fyrir- sætubransanum. Iris þessi er, fyrir utan fegurðartitilinn, þekkt í heimalandi sínu, og sjálfsagt víðar, fyrir að hafa óvenjulegan og opinberan áhuga á hóp- kynlífi. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla að einn af hennar æðstu draum- um sé að sænga með karlmanni og þremur konum. Talsmaður Iris segir að slóvenska sjón- varpið íhugi nú að gera þátt um gáf- aðar fyrirsætur. Aprílqabb qerði Króata geggjaða Minnstu munaði að aprílgabb króatískrar veffréttastofú endaði með skelfingu síðastliðinn föstudag þegar þúsundir manna og kvenna mót- mæltu vegna þess á götum útí. í frétt- inni var því haldið fram að vera kynni að króatíska landsliðinu f fótbolta yrði meinuð þátttaka í heimsmeist- aramótinu í fótbolta á næsta ári. Sagt var að ástæðan væri að landið hefði ekki enn afhent hershöfðingjann Ante Gotovina, sem eftirlýstur er vegna stríðsglæpa í átökunum á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Haft var eftir Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspymsambandsins, að þar sem Króatar hefðu sýnt að þeir létu sig knattspymu miklu skipta væri tilvalið að banna þeim þátttöku á HM í fótbolta 2006 nema þeir af- Ekkl bara leikur Stuðningsmenn fótbolta- liða virðast margir hverjir ekki alveg heilir á geöi þegar kemur að uppáhaldslþrótt þeirra. hentu Gotovina. Þúsundir manna flykktist út á götur þegar fréttin fór í loftíð og mótmæltu FIFA og hrópuðu stuðningsorð fyrir Gotovina. Frétta- stofan sá sig tílneydda að leiðrétta fréttina mun fyrr en gengur með aprílgöbb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.