Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 21 Bllar DV DV Bílar Bílaútvarp sem skynjar hreyfingar ökumannsins Svo gæti farið í framtíðinni að þú skiptir um lag á geislaspilaranum í bílnum, eða um útvarpsstöð, ein- faldlega með því að Wnka kollin- um til hliðar. Er þetta tækni sem verið er að vinna í við háskólann í Glasgow í Skotlandi en nú í síðasta mánuði kom á mark- að í Japan tæki sem skynjar hreyfingu. Á þetta ekki ein- göngu við um bflatæki, heldur er það mun víðtækara. Tæknin byggist á að tækið stjómist af svokölluðu „hljóðskýi" sem skynjar hreyfingar og sendir skilaboð til tækisins. Þá þarf bara að passa upp á að kinka ekki kolli í takt við lagið, það er að segja ef þú vilt heyra það alveg til enda. Þarf að selja fleiri eintök Til þess að framleiðslukostnaður standi undir sér þurfa þúsund eintök af Rolls Royce-bifreiðum að seljast ári hverju. Síðasta ár seldust ekki nema 792 eintök og var þvi tap á rekstrinum. Rollsinn hefur löngum verið talinn kon- ungur bílanna enda útbúinn því- líkum lúxusbúnaði að annað eins þekkist ekki. Framleiðslan er í 1 eigu BMW og halda menn þar enn i vonina um að sala bílsins verði betri á komandi árum. 1 Keppinautur Rolls Royce, May- bach sem framleiddur er hjá Mercedes, seldi um 500 eintök V af sínum bíl en hafði einnig stefnt á þúsund. Þar segja menn hins vegar að fram- Oleiðsla bílsins skili hagnaði. Kvennavagnar íTókýó Frá og með mánu- deginum mun kon- um í Tókýó bjóðast að ferðast í sér- stökum kvenna- vögnum í lestum og sporvögnum þar í borg. Á þetta að koma í veg fýrir að hand- óðir karllandar þeirra fái sínu ffamgengt. Þreifingar karlanna eru nokkuð mikið vandamál, þá sérstaklega á anna- tímum þegar vagn- arnir eru yfirleitt troðfullir og ekki auð- velt að hafa hendur í hári þeirra handóðu. Hefur þessari ákvörðun skiljanlega verið fagnað og mun nú fremsti vagn í hverri lest vera eingöngu fyrir konur. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Virkar fjorhjola dril á jeppanum? Það kostar heilmikið að eiga bfl og því eðlilegt að fólk reyni að spara sér útgjöld. Hópur bfleig- enda sleppir því að fara með bfl- inn í km-skoðun, þ.e. þjónustu- skoðun sem framkvæmd er með vissu millibili. Ástæður geta verið ýmsar en yfirleitt kosta þjónustu- skoðanir talsvert, jafnvel tugi þús- unda króna. í sjálfu sér væri ekkert athugavert þótt þjónustuskoðun- um á löggiitu verkstæði væri sleppt ef bfleigandi teldi sig sjálfan geta innt þetta verk af hend og vissi að þar með verður þjónustu- bókin ógild og lækkar mat á uppí- tökuvirði bflsins við kaup á nýjum. Verri afleiðingar geta hlotist af sé þessu eftirliti, sem fólgið er í þjón- ustuskoðun fagmanna, sleppt. Sé um fjórhjóladrifinn jeppa að ræða er liður í þjónustuskoðun að prófa og tryggja að fjórhjóladrifið virki. Sumir jeppaeigendur hafa uppgötvað fyrir tilviljun að sú ör- yggiskennd sem fylgir því að vera á fjórhjóladrifnum bfl reyndist fölsk þegar á reyndi. Þegar til átti að taka reyndust sjálfvirkar driflokur á framhjólum óvirkar og jeppinn því bara með drif á afturhjólunum. Regluleg þjónustuskoðun dregur úr lflcum á að þetta gerist. Valdrif Til að auka spameymi eru fjór- hjóladrifskerfi í mörgum jeppum þannig að í venjulegum akstri er drifið einungis á afturhjólunum og nefnist valdrif til aðgreiningar frá sítengdu fjórhjóladrifi. Til að auka sparneytni valdrifs em driflokur hafðar á hjólnöfum framhjólanna - eins konar rillu-rennilokur sem tengja og aftengja öxlana þannig að hjólið snýr hvorki öxlum né drifi að ffaman þegar ekið er í afturhjóla- drifi (2H). Oft em driflokurnar sjálf- virkar og ýmist knúnar með sogi eða rafstraumi þannig að þær tengja öxlana framhjólunum um leið og fjórhjóladrif er valið með hnappi í mælaborði. í handbókum jeppa sem em með sjálfvirkar driflokur er undan- tekningarlaust mælt með að fram- drifið sé prófað a.m.k. einu sinni í mánuði með því að beita því og af- tengja nokknim sinnum til þess að koma í veg fyrir að lokurnar festist opnar. Ekkert fjórhjóladrif með fast- ar lokur Reynslan sýnir að oft em sjálf- virkar driflokur ekki nægilega þéttar og soga því í sig ryk, raka og jafiivel vatn þar til þær standa fastar. Með fastar lokur er ekkert fjórhjóladrif. Séu lokumar fastar geta hjólnafim- ar hafa rauðhitnað með tilheyrandi skemrndum hafi verið ekið lengri vegalengd með fjórhjóladrifið valið. Þeir sem hafa lent í þessum hremm- ingum, þegar verst stendur á, hafa gjarnan skipt á sjálfvirku lokunum fyrir handvirkar - jafnvel þótt þá þurfi að fara út úr bflnum til að tengja framdrifið (4H eða 4L). Og klikki framdrifslokurnar ekki þegar til á að taka getur raf- knúinn mótor sem skiptir á milli háa og lága drifsins í millikassan- um verið óvirkur og því ekkert lágt Sumir jeppaeigend- ur hafa uppgötvað fyrir tilviljun að sú öryggiskennd sem fylgir þvíað vera á fjórhjóladrifnum bíl reyndist fölsk þegar á reyndi, Þegar til átti að taka reynd- ust sjálfvirkar drif- • lokur á framhjólum óvirkar og jeppinn því bara með drifá afturhjólunum. fjórhjóladrif til staðar þegar mest á reynir. í jeppum með handvirk- an millkassa (stöng) er næsta algengt að skiptibúnaðurinn sé gikkfastur vegna notkunarleysis. Það er því ekki úr vegi fyrir eigend- ur fullvaxinna jeppa - með vor- ferðir framundan, jafnvel í aur- dmllu á blautum fjallavegum, að láta kanna ástand fjórhjóladrifsins - þannig að öryggið sé fyrir hendi en sé ekki bara ímyndin ein - sem mig grunar að sé tilfellið hjá fleir- um en margan gmnar. Leó M. Jónsson véla tæknifræöingur, www.leoemm.com. Reykjavík er ekki mengunarlaus borg. Því fer fjarri. Það er þó- nokkra daga á ári sem mengun af bílaumferð fer yfir viðmiðunar- mörk. Aðalástæðan er þó ekki útblástur, eins og margur gæti hald- ið, heldur nagladekk. Auk þess að tæta upp malbikið og vera helsta orsökin fyrir dýru viðhaldi vega og gatna í borginni er sú rykmynd- un sem á sér stað rakin til mikillar notkunar nagladekkja. Tryggvi Felixson er fram- kvæmdastjóri Landvemdar og segir að undanfarin ár hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr út- blæstri bfla en ekkert hafi verið gert vegna mengunar af völdum nagla- dekkja. „Reglulega em gerðar mæl- ingar á loftgæðum í Reykjavík og við förum yfir viðmiðunarmörk þó- nokkra daga á ári. Við eigum að starfa eftir Evrópuviðmiðum en það stefnir í að ástandið verði það slæmt að það fari út fyrir eðlileg viðmiðun- armörk. Stjórnvöld þurfa að bregð- ast við því,“ segir Tryggvi. „Það virð- ist vera mest af ryki í loftinu og bendir það til þess að mengunin komi upp úr malbikinu." Hann segir að vissulega verði að skoða þá hlið málsins sem snýr að umferðaröryggi, enda hafi verið gerðar fjömargar rannsóknir á því. „Niðurstöðurnar em ekki allar á einn veg en sumar benda ekki til þess að ökumenn auki öryggi sitt með því að aka á nagladekkjum. Það er Ijóst að þeir sem nota bifreiðar sínar svo að segja eingöngu í Reykja- vík hafi litla þörf fyrir nagladekk. Það er meiri þörf fyrir þau úti á landi þar sem er hálka og mikill hliðarvindur." Nagladekkjaskattur? Erlendis hafa yfirvöld reynt að sporna gegn notkun nagladekkja í þéttbýli og neftiir Tryggvi dæmi Osló í Noregi þar sem ökumenn þurfa að greiða gjöld fyrir að aka á slíkum dekkjum. „Þarna er sérstakur meng- unarskattur sem hvetur menn til Tryggvi Felixson Framkvæmdastjóri Land- verndar vill draga úr mengun afvöldum bila. þess að nota ekki nagladekk nema þeir telji að það sé þeim nauðsynlegt og auki öryggi þeirra mikið. Ég held að Reykjavíkurborg hafi ekki laga- heimild til að setja sérstakan dekkja- skatt á bfla, til þess þurfum við að breyta lögunum. Þar að auki væmm við í sumum tilfellum að mismuna borgarbúum frá landsbyggðinni þar sem þörfin fyrir nagladekk er aug- ljósari. Þá fara margir höfuðborgar- búar oft út á land á veturna þannig að þetta er ekki auðleyst mál. Ég held þó að hægt sé að fullyrða að nagladekk séu miklu meira notuð en nauðsyn krefur." Borgin hvetur til minni notk- unar Reykjavíkurborg hefur undan- farin haust birt'auglýsingar þar sem borgarbúar em hvattir til að skoða hvort þeir telji sig nauðsynlega þurfa nagladekk undir bifreiðar sínar. önnur hlið á þessu máli er sú að ökumenn vilja tryggja sig gagn- vart tryggingarfélögum sínum sem geta neitað að greiða fyrir tjón ef bfllinn var ekki á almennilegum vetrardekkjum. „Sumardekk eru mun harðari en vetrardekk og þegar þau lenda í frosti verða þau alveg glerhörð," segir Tryggvi. „Vetrardekkin halda mýkt sinni þrátt fyrir frostið. En val- kostirnir við nagladekk eru sífellt að verða fleiri og í mínu tilviki hafa loftbóludekkin sem ég fékk mér í haust reynst mér mjög vel.“ Hrein borg? Ekki er öll mengun í borginni rakin til noktunar nagladekkja en talið er að um fjórðungur ryk- mengunar komi ‘ úr útblæstri. Helmingur kemur úr malbikinu og eitthvað er um að efrii berist utan að, til dæmis frá hálendinu. „Það er eitthvað sem við ráðum ekkert við, allavega ekki til skamms tíma litið," segir Tryggvi. „Það er varla lengur hægt að hugsa um Reykja- vflc sem hreina og mengunarlausa borg. Það er jafnvel hægt að sýna fram á með aðferðum heilbrigðis- fræða að einhver fjöldi Reykjavík- Umferðin Geturveriðþung eins og við öll vitum. Mengun frá bllum feryfir viðmiðunar- mörk marga daga á ári. .JFH SL • MMIWa j j tta. L.JJ' 4 .. 1 — t urbúa verði veikur eða deyi jafnvel fyrir aldur fram á hverju ári vegna loftmengunar. Það hugsar enginn um málið á þeim nótunum en á til- teknum dögum segja heilbrigðisyf- irvöld í borginni að fólk sem ekki er hraust fyrir eigi ekki að vera á þeim stöðum þar sem loftmengun- in er mest. Það er oft löng leið frá því að viðurkenna að þetta sé vandamál þar til gripið er til ein- hverra aðgerða. Ef til vill bíða allir eftir því að stjórnvöld grípi í taum- ana en í raun og veru er þetta ákvörðun hvers og eins bfleiganda um hvert hans framlag til mengun- armála verður.“ Aðrir samgöngumöguleikar Tryggvi segir að margir bendi á saltið þegar umræðan berist að bflamengunarmálum. „Það er þó allt annað mál. Það er ýmislegt hægt að gera til að stuðla að meng- unarminni bflum og betri dekkja- kostum. Stjórnvöld geta notað fjár- hagslega hvata, sett nagladekkja- skatt og þar fram eftir götunum. Þá má einnig skoða möguleika sem draga úr notkun einkabflsins, svo sem með því að styrkja Strætó, bæta hjólreiðaaðstöðu og jafnvel hvetja fólk til að ganga styttri vega- lengdir. Mjög margar ferðir bflsins eru styttri en þrír kflómetrar og slíka vegalengd er mjög hollt að ganga. Menn mega ekki verða þræl- ar bflsins, hann á að vera þjónn- inn.“ eirikurst@dv.is Stúdentar kynna Volvo í Dallas Það styttist í alþjóðlegu bflasýninguna í Dallas í Texas-fylki Bandarflcj - anna og munu Volvo sýna þar sína bfla eins og margir aðrir ffamleiðend- ur. Volvo tekur þó aðra steftiu í kynningu sinna bfla en flestir aðrir og verða það stúdentar víðs vegar frá Svíþjóð sem muni standa fýrir svör- um á sýningunni. Hafa þeir þá gengið í gegn- um sérstaka þjálfun sem fyrirtækið hefur staðið fýrir í sam- starfi við sænska há- skóla. Hefur þetta reynst afskaplega vel og víða vakið athygli en 250 stúdentar hafa nú þegar gengið í gegnum þjálfunina og tekið þátt í sýningum í Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi, á Ítalíu, í Bandarflcjunum, Kína og víðar. Hætt viö framleiðslu sportjeppa frá Smart-línu DaimlerChrysler Sú tilkynning kom mörgum á óvart að DaimlerChrysler ákvað að hætta við framleiðslu á Smart- blæjubfl og -sportjeppa (SUV). 2006 árgerðin af síðarnefndu tegundinni hefði farið á Bandarflcjamarkað en þess í stað ákváðu yfirmenn hjá framleiðandanum að kynna fýrir bandarískum neytendum tveggja sæta Smart-smábflinn sem hefur vakið athygli víða í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa löngum verið þekktir fýrir kaggana sína og því héldu yfirmenn hjá Smart að það myndi ekki borga sig að reyna að selja bflinn þar. En þeir hafa fengið góð viðbrögð er þeir hafa sýnt bflinn á bflasýningum og ákváðu því að láta slag standa. Smart-k'nan er hluti af Mercedes Benz-deildinni innan Daimler- Chrysler og hefur fjárhagslega átt erfitt uppdráttar undanfarið. Þann 15. aprfl mun nýr aðalframkvæmda- stjóri deildarinnar taka við störfum, Rainer Schmúckle, og verður það undir honum komið að draga sam- an kostnaðarseglin og endurskipu- leggja Smart-h'nuna sem hingað til hefur ekki staðið undir sér. Búist er við að fýrstu Smart-bfl- arnir sem komi til Bandaríkjanna verði af 2007 árgerðinni en ljóst er að fýrstu skrefin verða tekin varlegá enda nánast ógerningur að spá fýrir um viðbrögð Kanans. Smart-smábfllinn Hefur vakiö athygli í Bvrópu en frgmleiðslan hefurþó ekki staðið undirsér. Væntanlegur á Bandarikjamarkað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.