Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 17
DV Fjölskyldan Annasamt kvöld hjá áströlskum mjólkurbónda Dóttir oq kálfur á sama kvöldi Mjólkurbóndi í Ástr- alíu átti annasamt kvöld fyrir ekki svo löngu. Þaö hófst á því að hann hljóp til aO hjálpa viö fæöingu kálfs sem var nærri kafnaöur i fæðingunni. Allt gekk þó vel á endanum. Stuttu síöar hófust samdráttarverkir hjá konunni og tveimur timum eftir aö hafa tekiö á móti kálfanum var hann staddur á baðher- berginu sínu aö taka á móti sinni eigin dóttur. „Þetta gerðist allt svo snögglega aö þaö hreinlega gafst ekki tími til aö vera i einhverju óðagoti," segir bóndinn Andrew Sartori.„Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt." Dótturinni lá það mikið að koma í heiminn að ekki gafst tími til aö aka á fæðing- ardeildina. Þess istaö þurfti Andrew sjálfur að taka á móti henni og naut hann hjálpar tengdamóður sinnar og sjúkraliða sem var i símanum. „Hann stóö sig frábærlega vel,"segir eiginkonan og móöirln nýbakaða.„Það gafst ekki einu sinni timi til að sjóða vatn." Stúlkubarnið var sklrt Erica og heilsast mjög vel. Hiö sama má segja um kálfinn ný- fædda. Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi segir að besta hjálpin sem foreldrar fatlaðra barna geti fengið sé frá foreldrum í svipaðri aðstöðu Besti stuoningurinn trn öðrum foreldrum 14. SImIaJl, eý BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ ^ slml 553 3366 - www.oo.ls Innilokuðum ketti gefið í gegn- um bréfalúguna Þegar maöur einn sem býr i Lundún- um hilt i vikulangt fri ekkl fyrir löngu gerði hann sér ekki grein fyrir þviaöá heimili hans væri köttur ná- granna sins. Kötturinn, Lucky, hafði villst frá heimili sínu en ekki lengra en til nágrannans þarsem kötturinn mun hafa sofnaö rétt áöur enn maö- urinn hélt í fríiö. Eigandi Luckys, tveggja barna móðir, komstþvi ekki til kattar síns og þurfti þess i staö aö lauma kattamat og ísmolum inn um bréfalúguna svo aö kötturinn svelti ekki. Lögreglan sagöi henni aö hún gæti ekkert gert, hún yröi aö biöa eftir heimkomu Ibúöareigandans. Engum sögum fórafþvi hvernig téö- um manni brá viö þegar hann kom heim en gera má ráö fyrir aö heimili hans hafi veriö í annarlegu ástandi eftir vikudvöl kattarins. „Það er alltaf áfall að eignast fatlað barn og það er mjög mikil- vægt að það sé viðurkennt og það sé vel hugað að þessum foreldrum. Oft verður manni hugsað til þess að ef það er brotist inn í verslun eða banka fær fólk áfallahjálp, sem ég tel af hinu góða, en það er slæmt að það er ekkert þannig sem fer sjálf- krafa í gang þegar foreldrar eignast fatlað barn. Það er því miður alltof tilviljunarkennt hvaða hjálp fólk fær hverju sinni og það ber að laga,“ segir Hrefna Haraldsdóttir foréldraráðgjafi hjá Sjónarhóli en hún hefur mikið unnið með for- eldrum barna með sérþarfir. Foreldrar og fagfólk Oft er rætt um að nauðsynlegt sé að samræma betur vinnubrögð fag- fólks á sjúkrastofnunum og viðhorf foreldra sem eignast fadað barn en nýlegar rannsóknir sýna að á með- an foreldrar reyna að skapa sem já- kvæðasta mynd af barni sínu og möguleikum í framtíðinni hættir fagfólki oft mikið til að einblína á þá skerðingu sem barnið býr við. Hrefna segir nauðsynlegt að ný sjónarmið fái að komast að enda sé öllum hollt að endurskoða sína vinnu og hugmyndafræði hverju sinni. Ástæða til að gleðjast . „Foreldrar lenda oft í erflðri bið þegar grunur vaknar um fötí- un og þar til greining hefur fengist. í starfi mínu hefur mér sýnst að besti stuðningurinn sem þessir foreldr- ar geta fengið sé frá öðrum foreldr- um sem hafa svip- aða reynslu og eru Alltaf ástæða til að gleöj- ast þegar barn fæðist Hrefna segir að þvimiður lendi foreldrar fatlaðra barna alltof oftlþvl að fólk verði vandræðalegt og vitiekki hvort eigi að óska þeim til hamingju eða ekki. Ólíkur skilningw foreldra og fa9'®!"s sköla Islands, stohtJOJ og byggtr « » e. i sögur foreldra fat aörau 9^. fram að nnkm ^ M(J|I U11n/d - « bawa og fag«'kssofn nd9na fog(ego af- stöáu. fyrirlesarm , Dr. Da" . Bre,ta„ og heh ^ ^ Sænsk barnabikiní valda usla Sænskur framleiðandi bikinía fyrir ungar stelpur hefur afturkall- að vöru sína úr norskum verslun- um eftir að norskur ráðherra gagn- rýndi vöruna harðlega, sagði að það væri ekki viðeigandi fyrir svo ungar stelpur að ganga í fatnaði sem líktist brjóstahaldara. „Það er ótrúlega heimskulegt að farmleiða og selja bikiní-sundföt fyrir eins árs gömul stúlkubörn,“ sagði Laila Daavoey, barna- og fjölskyldu- málaráðherra Noregs. „Það er ver- ið að markaðssetja barnæsloma. Börn eru ekki fullorðnar konur. Bikinísundföt tengja börn við kyn- ferði. Þessu verðum við að hafna alfarið." Sænski framleiðandinn Lindex sagðist myndu afturkalla úr verslunum bikinítopp fyrir eins tíl tveggja ára stúlkur. Talsmaður fyrirtækisins sagði að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að málið var skoðað innan fyrirtækisins og væri ekki tengt yfirlýsingum ráð- herrans norska. Barnabikinf A um blöskrar að ungartelpuríb sundfötum. tilbúnir að miðla af henni. Tel ég það bestu aðstoðina sem fólk fær í þessum sporum. Auðvitað er erfitt fyrir fólk að heyra að barnið þeirra sé fatíað og oft skapar umhverfið óöryggi. Það kemur til að mynd oft fyrir að eng- inn veit hvort eigi að óska nýbökuð- um foreldrum til hamingju eða ekki og það setur nýbakaða foreldra í mjög óþægilega stöðu. Fyrst og fremst verður fólk að muna að það var lítið barn að fæðast og yfir því er ástæða til að gleðjast." t Totus tuus (AUur þinn - einkunnarorð páfa) Með sorg í huga en jafnframt þakklæti fyrir trúa þjónustu hans minnumst við Jóhannesar Páls II. páfa. Hann leiddi kaþólsku kirkjuna frá 2. október 1978 til 2. apríl 2005 sem staðgengill Jesú Krists á jörðu. Við munum minnast hans í heilagri sálumessu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 18:00. Allir þeir sem vilja kveðja hinn heilaga föður eru hjartanlega velkomnir til þeirrar athafnar. Reykjavik, 3. apríl 2005, Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.