Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Side 25
J3V Sport
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 25
Urslitakeppnin í DHL-deild karla í handbolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Haukar hafa
titil að verja og þeir hefja titilvörn sína að Ásvöllum gegn erkifjendunum í FH. Bikarmeist-
arar ÍR eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn KA og rimma Vals og HK á eftir að vekja
athygli. Einnig verður gaman að sjá hvernig Fram gengur gegn
DV Sport fékk tvo af efnUegustu þjálfunun landsins - þá Gi
st Jóhannsson, fyrrum þjálfara Gróttu/1
VflLUR - HK
GÚSTISEGIR:
„Þetta er klárlega sú rimma sem er mest
spennandi fyrir fram. Mér finnst HK vera
með betri mannskap en Valur er með
betra lið og sterkari liðsheild. Ég hallast
að því að Valur vinni 2-1 í hörkuleikjum.
Reyndar kæmi ekkert á óvart efHK
sigraði en ég hefsamt meiri trú á
Valsmönnum."
GUNNISEGIR:
„Það er mjög erfitt að spá íþessa
viðureign. HK hefur valdið töluverðum
vonbrigðum eftir áramót. Það hefur
fjarað undan
þeirra leik
eftir
bikarúrslitin.
Þeir eru
gríðarlega
vel
mannaðir
og eiga að
geta farið
alla leið en %
ég spái samt
Val sigri, 2-1,
en allir leikirnir
munu ráðast
með einu til
tveimur
mörkum.
Þetta er
jafnasta
rimman í átta
liða
úrslitunum."
ÍR-KA
GUNNISEGIR:
„Mér líst ansi vel á þessa viðureign. Það
eru reyndar smá meiðsli í herbúðum ÍR
en ég held að það breyti engu. Þeir eru
einu númeri ofstórir fyrir KA. Það er
spurning hvort þeir
vinni 2-0 eða 2-1 en
ég ætla að leyfa mér
að tippa á 2-0. ÍR
vinnur á Akureyri.“
GÚSTISEGIR:
„Þetta fer 2-1 fyrir ÍR. Ég
hallast að því að
heimavöllurinn ráði úrslitum í
þessari rimmu. Reyndar er
Ingimundur Ingimundarson
tæpur í liði ÍR en ég hallast
samt að þvi að þeir séu
sterkari. Þeir eru
hungraðir að
fara alla
leið ogsvo
er ÍR bara
með betri
mannskap
heldur en KA-
liðið. KA er ekki
eins sterkt og
undanfarin ár."
...... ...JÉ
GUNNISEGIR:
„ÍBV vinnur þessa rimmu 2-
0 og fer létt með Fram.
Það er mikill getumunur
á þessum liðum. ÍBV er
með svaka breidd og eru
gríðarlega sterkir. ^
Það kæmi mér
ekki á óvart ef
ÍBVmætir
Haukumi
úrslitum. Það
yrði
svakarimma."
GÚSTISEGIR:
„Framararnir eru
með ungt og
skemmtUegt lið
sem kemur til með
að springa út eftir
svona tvö ár. Ég
held að ÍBV sé of
stór biti fyrir þá
eins og staðan er í
dag. ÍBV tapar ekki
svo auðveldlega á
heimavelli en ég
ætla samt að spá því
að þessi rimma fari í
þrjá leiki en ÍBV
vinnur, 2-1.“
, Kempa/
GÚSTISEGIR:
„Ég hallast að þvíað Haukar vinni 2-0. Auðvitað verða þetta
hörkuleikir þar sem tvö Hafnarfjarðarlið eru hér á ferðinni en Haukar
eru einfaldlega einu númeri ofstórir fyrir FH. Haukar eru geysilega
sterkir og ég hef trú á því að annað
, hvort Haukar eða ÍBV hampi
' íslandsbikarnum."
GUNNISEGIR:
„Þetta er Hafnarfjarðarslagur afbestu
gerð en ég held að Haukarnir klári
þessa rimmu, 2-0. Haukarnir eru alltaf
bestir á þessum tíma
ársins og eru búnir að vera
á góðri siglingu síðustu
vikur. Ég held að þetta verði frekar
1 auðvelt hjá Haukum þó FH sé með nokkra
reynslumikla menn. Ég heftrú á því að
Haukarnir fari langt. Mér finnst þeir
liklegastir eins og staðan er i dag."