Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 2005 Fjölskyldan DV 1 - .?■ M Hætti eftir 3903 daga í röð ÍDV á þriðjudögum 82 ára bandarlskur sklöakappi, Paul Schipper að nafni, fór á skíði á hverjum degi sem hægt var f 24 ár, eða samfleytt í 3903 daga. Upphaflega byrjaði hann að gera þetta I samfloti við félaga slna sem ákváðu að reyna að fara á hverjum degi tímabilið 1980-81. Hann var sá eini sem fór alla 174 dagana og slðan þá hefurþetta verið ástrfða hjá Schipper, sem er flugmað- ur á eftirlaunum. A þessum 24 árum hefur ýmislegt komið upp á, hann hefur tvlvegis frestað mikitvsegum iæknisaðgerðum fram á sumar til að missa ekki afdegi og i eitt sinn kleifhann sjálfur upp sklöabrekkuna á miðnætti svo hann gæti keyrt um nóttina tii að verða viðstaddur útskrift sonar slns úr háskóia daginn eftir. Hann keyrði til baka um kvöldiö og var mættur I brekkurnar næsta dag.A endanum varþað hins vegar flensa sem varð til þess að Paul neyddist til að slappa afheima fyrir. Nú skiöar hann aðeins þegar hann langar til. þri tin burt Pelinn þrifinn og lyktí Eftir mikla notkun á pelanum getur komið ólykt úr honum, jafn- ve^ Þ° svo hann sé soð- inn og sótthreinsaður reglulega. Þá getur verið gott ráð að þrífa hann sér- staklega með það í huga að ná lyktinni burt. Mat- arsódinn er kraftaverka- duft og er sérstaklega virkur á lykt. Blandaðu 250 ml af volgu vatni við eina teskeið af matarsóda og hristið hressilega í pelanum. Þrífið venju- lega eftir á. Þá er líka hægt að grípa til stærri aðgerða og þrífa marga pela, túttur og jafnvel pelabursta í sömu lotunni. Takið eins stórt ílát og þarf (stóra skál eða pott) og blandið 5 matskeiðum af matar- sóda út í hvern lítra af volgu vatni. Látið sitja í yfir nótt og lykt fortíðar- innar er horfin um morguninn. 1 25002 74 1 351 o Fá börn strikamerkingar? Svo gæti farið að sæðisfrumur og frjóvgunaregg verði i framtlðinni merkt strikamerkingum. Yrði það tilþess að koma i veg fyrir að misskilningur ætti sérstað, likt og gerðist i Bretlandi þeg ar hvitir foreldrar eignuðust tvibura sem voru dökkir á hörund eftir að hafa gengist undir tæknifrjóvgunaraðgerð. Verið er að skoða alla möguleika til að gera merkingar sem allra bestar og eru strikamerkingar einn möguleikinn sem verið er að skoða. Yrði þá viðkomandi ilát merkt og færi einhvers konar við- vörunarkerfi í gang ef merkingarnar samsvöruðu sér ekki þegar aðgerðin færi fram. Lestur er bðrn- um mikilvægur Efþú átt ungt barn er mikilvægt að það læri sem fyrst mikilvægi og gildi þess að lesa. I dag eru börn með svo greiðan að- gang að sjónvarpi og tölvuleikjum að þau leita aldrei neitt annað til að skemmta sér heima fyrir. Það erþvímikil- vægt að börnin fái einnig að kynnast hversu gaman þaö er að lesa góða bók. Það eru margar góöar og gildarleiöirtilað kenna barninu skemmtanagildi lesturs en þegarþau eru það ung að þau geti ekki lesið sjálfer sjálfsagt að lesa fyrir þau og með þeim. Og reyna einnig að nota öli tækifæri til þess, til dæmis fyrirsagnir á blöðum I mat- vörubúöinni, myndasögur I dagblööum og þar fram eftir götunum. Þeir sem hafa alið manninn í sveitasælunni segja að sér líði hvergi betur. Undir það tekur ungur fjölskyldufaðir á Reyðarfirði, Heiðar IVIár Antonsson, sem segist ekki sakna menningarlífsins í Reykjavik. Honum þykir gott að geta alið upp sin börn á landsbyggðinni enda segist hann sjálfur vera sveitastrákur sem vilji hvergi annars staðar vera. ÁMiilaiist líf í sveitinni Draumur lyrir burmn „Maður er alltafí nátt- úrunni þegar maður á heima útálandi." Heiðar Már Antonsson er 27 ára fjölskyldufaðir sem býr með konu sinni og tveimur bömum þeirra á Reyðarfirði. Honum líkar vel við fjöl- skyldulífið fyrir austan. „Það gengur ljómandi vel hjá okk- ur,‘‘ segir hann. „Það eina er að það vantar leikskólapláss fyrir yngri stelpuna. Það stendur þó til bóta, það verður víst opnaður nýr leikskóh hér að loknu sumarleyfi.“ Hann og kona hans, Ellen Rós Baldvinsdóttir, eiga þær Bjarneyju Lindu, sem verð- ur 5 ára nú í aprfl, og Sóleyju Katrínu sem er eins og hálfs árs. Heiðar segir að það sé mikið um að vera á Reyðarfirði þessi misserin, enda er að rísa 1800 manna þorp rétt fýrir utan bæinn í tengslum við ál- verið. „Hér er allt á öðrum endanum, mikið mannlíf og mjög fjölbreytt," segir hann. „En hér er mjög gott að búa og ekki síst ala upp börn.“ Sjálfur er Heiðar uppalinn á Vopnafirði. „Það var frábært að vera þar. Þetta var í raun áhyggjulaust líf— það var öskrað á mann upp úr mið- nætti ef maður var ekki kominn inn. í raun er þetta ekki mikið öðmvísi á Reyðarfirði í dag, maður getur róleg- ur leyft börnunum að fara út að leika og maður getur verið viss um að það sé vel passað upp á þau. Ef maður sjálfur nær ekki að fylgjast með þeim öllum stundum em nágrannarnir og samfélagið allt með á nótunum. Þetta er auðvitað algjör draumur fýr- ir krakkana, sérstaklega núna þegar Heiðar Már og fjölskyldan Heiöar Már siiur meó eldri dóttur sína, fijnrn■ eyju Lindu, og Blen Rú: með Sóleyju Kalrinu. vorið er að byrja og aflir komnir út með hjólin. Maður sér strax mikinn mun áþeim.“ Þau Heiðar og Ellen em ung hjón með unga fjölskyldu. Hann segir að það sé eðlflega mikil breyting á þeirra lífi eftir að bömin komu í heiminn. „Eins og hjá öllum foreldr- um hefði ég haldið. Lífið stoppar á meðan maður hugsar um líf annarra - og fagna ég því.“ Heiðar vinnur sem lagermaður hjá BYKO og er í hlutastarfi sem sjúkraflutningamað- ur. „Ég á mjög góðan yfirmann og manni gefst afltaf tími til að eyða með fjölskyldunni. Sem er mikil- vægt.“ Eins og víða á landsbyggðinni em mörkin milli byggðar og náttúm mun óskýrari en j höfuðstaðnum. „Maður er alltaf í náttúmnni þegar maður á heima úú á landi. Eftir tíu mínútna göngutúr ertu kominn frá aflri mannabyggð. Það em mikil for- rétúndi. Við erum dugleg að fara saman í fjömna eða í göngutúr þegar veðrið er gott, það er ómetanlegt," útskýrir Heiðar. Parið unga hefur þó ekki alla tíð alið manninn fyrir austan og átú heima í Reykjavík þegar eldri dótúrin fæddist. „Það var ágætt að eiga heima í bænum. En þegar menn tala um að þeir vilji ekki missa af allri menningunni í bænum með því að flytjast út á land, þá er það mín reynsla að maður kann að meta þessa menningu mun betur þegar maður á ekki heima í bænum. Ég fór til dæmis sárasjaldan í bíó þegar ég átti heima þar en nú þegar við heim- sækjum höfuðborgina er það fastur liður. Annars er ég bara uppalinn sveitastrákur og h'ður mér best þar.“ eirikurst@dv.is Já og nei í uppeldi Uppeldi er ekki sjálflært og í raun má segja að það lærist aldrei. Það er stöðug sjálfskoðun sem útheimtir heilmikla orku og sjálfsaga. YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir . . Sértímar í kraftyoga ^ www.yogaheilsa.is Vertu ákveðin fátt vekur upp jafn mikið suð og þegar barn veit að stundum er gefið eftir reglunum og stundum ekki. Vertuákveðinnogstattuviö þær reglur sem þú hefur sett. Bregstu fljótt við efþú ætlar á annað borð að verðlauna barn- ið eða refsaþvl verðurþað að gerast eins fljótt oghægt er því annars er hætta áþvfað barnið tengi ekki milli orsaka og afleiöinga. Haltu ró þinni það erheilmikið átaksem felsti því að aga barn.Efþú þarft skaltu ekki hika við að taka þérsmá hlé og telja upp að 10, fátt virkar jafn illa I uppeldi og skammir foreldra sem hafa misststjórn á skapi slnu. Gerðu greinarmun á barninu og neikvæðri hegðun þess. Þegar barn hegðar sér illa og er refsað er mikilvægt að þvl sé gert grein fyrir þvl að foreldr- arnir elski það, það sé aðeins ákveöin hegðun sem þeir sætti Já sig ekki við. Hugsaðu áður en þú talarAnnars áttu þáhættuaðkoma með yfirlýsingar sem þú getur aldrei staðið við enda ekki ástæða til. Það sem þú segir á að vera fela i sér ákveðin skila- boð um þá hegðun sem þú krefst afbaminu án hótana eða særandi skamma. Skapaðu öruggt umhverfi Þú getur komið i veg fyrir aðungur landkönnuð- ur i ævintýraleit lendi í klandri með einföld- um ráðum, til dæmis með því að setja ör- yggislokur á skúffur og skáphurðir og með því aö setja hluti sem þér eru kærir á staði þar sem ör- uggt er að litla ævintýramann- eskjan nái ekki í þá. Hugsaðu fram i timann. Efþú lendir alltafl vandræðum með barnið á vissum stöðum, til dæmis f verslun, skaltu byrja á þvi að tala við barnið og segja því hvað það má ekki gera og hverjar afleiðingarnar verða ef þaðbrýtur afsér. Ekki láta undan Barnið reynir oft að væla, tuða, suða eða fá vilja slnum framgengtmeð skapofsaköstum. Efþú lætur undan þessari hegöun dregur barnið aðeins einn lærdóm af atburðunum og það er að væl, tuö, suð og skapofsi borgarsig. Ekki rífast við barnið Þú skalt reyna komast hjá þvíeinsogþú geturað lenda I valdabaráttu við barniöþitt.Huns- aðu mótmæli og svaraðu deiluorö- um með setnig- um eins og„afþví að ég segi það“. Ekki hækka róminn Foröastu fram f lengstu lög að öskra á barnið, það sýnir barninu að- eins að það er í lagi að missa stjórn á sér. Ekki uppnefna barnið Það er aldrei í lagi að kalla barn leti- haug eða öðrum særandi upp- nefnum. Nei Ekki gagnrýna barnið Hrósaðu þvl fyrirjákvæða hegðun og gerðu þvi Ijóst að þérþykir vænt um það þó þú liðir ekki ákveðna hegðun. Aldrei flengja eða slá barnið Líkamlegar refs- ingar skapa að- eins meiri reiði og gremju.Aövera gottforeldri út- heimtirmikla þolinmnæöi og sjálfsstjórn. Þú geturþetta.teldu upp að tiu og finndu betri lausn tilað vinna úr vandræðunum. Ekkigefa val- möguleika sem þú getur ekkistaðið við Það veitir barninu oft aðeins ástæðu til að deila við þig. í stað þess að segja„ertu til í að fara í hátt- inn núna?"skaltu segja„það erkominn háttatími".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.