Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 15 Loksins Loksins Duran Duran! Fimmmenningarnir frá Birm- ingham eru á leiðinni tii landsins! Eftir 20 ára bið er loksins, loksins komið að því. Duran Duran munu halda tónleika hérlendis. Loksins, loksins hefur poppheimurinn fatt- að að ísland er efnislegur veruleiki en ekki matarsletta á landakorti. komu hér aðeins poppsveitir á borð við Mammouth, Adamski, Quireboys, Skid Row og síðast en ekki síst Robbie Jackson (sem var hvorki meira en minna en yngsta systir Michael Jackson). Þetta voru allt frekar óþekktar sveitir sem aðeins færustu poppfræðing- ar vissu einhver deili á. Þessir leið- inlegu tónleikar fóru oft fram í rigningu og roki innan um flaksandi ís-kólaauglýsingar og drukkin ungmenni. En nú er öldin önnur. í stað rigningasumarsins mikla kom tónleikasumarið mikla. Sveitir á borð við Korn og Metallica heimsóttu aðdáendur sína í fyrrasumar en nú er skrefið gengið alla leið; Fimmmenning- arnir geöþekku Simon Le Bon, Nick Rhodes, Roger Taylor, Andy Taylor og John Taylor munu trylla hér landslýð allan. Hljómlist pilt- anna frá Birmingham hefur fýrir löngu síðan skapað sér heiðurs- sess í hugum fslendinga. Lög á borði við Hungry Iike the Wolf, My Own Way og Union of the Snake þekkja allir sem á annað borð hafa gengið í Milletúlpu. Ég mun fyrir mína parta mæta í snjóþvegnum gallabuxum með kveik-jara tilbú- in í vasanum, reiðubúin til að tendra gasloga við undirleik bestu hljómsveitar í alheiminum þegar þeir flytja hið tregafulla kveikjara- lag Save a Prayer. Tónleik-ar Dur- an Duran marka áJcveðin vatnaskil í íslenskri sögu. Nú fýrst getum við hort fram á veginn vitandi það með vissu að við erum jafningar annarra en ekki eftirbát-ar. Sauð- kindin (eins ágæt og hún nú er) er merki gamla tímans. Langsspilið sömuleiðis. Hljóðgerfillinn er framtíðin. HVERNIG ER... Eitt stórt vandamál í smábátaútgerðinni Þreyttur á að vera gabbaður Óli Jón hrmgdi: Fyrsti apríl er dagur sem ég hef aldrei botnað upp né niður í. Sjálfur er ég fæddur þegar ísland var enn undir dönsku krúnunni og þessi dagur hefúr verið mér erfiður síð- ustu árin. Fyrir nokkrum árum fór ég með trékross sem ég hafði smíðað og ætlaði að mótmæla í Kópavogs- kirkju. Ég hafði séð að eitthvað erlent hamborgarafyrirtæki hefði farið í mál við kirkjuna vegna þess að hún líktist emmi sem væri í merki fyrirtækisins. Þegar á staðinn var komið mætti mér hópur manna með kvikmyndavélar og allir hlógu að mér, gamla manninum. í ár var ég svo aftur gabbaður þegar ég ætlaði að mæta í grillveislu á Bessastöðum eftir að hafa lesið mikla grein um opið hús hjá þeim hjónum í DV. Ég bý nú hérna úti á Álftanesi og langaði að fá mér göngutúr á Bessastaði og kannski eina pylsu. Mér finnst asnalegt af íslenskum fjölmiðlum að plata okkur gamal- mennin með lygum af þessu tagi. Það er þreytandi og asnalegt að fjöl- miðlar sem reyna ávallt að njóta trausts almennings séu að ljúga vís- vitandi af lesendum. Ég er þreyttur á að vera gabbaður og ætla að hætta að lesa blöðin og horfa á fréttirnar. Alla vega frá lokum mars fram í miðjan apríl svo að ég fari nú ekki í fleiri fýluferðir. Darwin opinberar þróunarkenninguna Þrátt fyrir að vera upplýstur um þá staðreynd að vísindamenn sem komu með róttækar kenningar á þessum ú'ma voru útskúfaðir eða þaðan af verra, hélt Darwin ótrauð- ur áfram að birta sínar kenningar. Hann beið hins vegar með það í nokkur ár að birta þróunarkenning- una en þegar hann ffétti af því að annar vísindamaður var farinn að birta svipaðar kenningar kláraði hann Uppruna tegundanna. Þegar hann gaf út bókina í heild sinni í nóvember 1859 seldist hún upp og árið 1872 var búið að gefa út 6 upplög af bókinni. Darwin dó árið 1882. Charles Darwin Vargiftur maður og eignaðist 7 börn. Uppruni tegundanna Upphafleg út- gáfa þessarar bókar sem birti kollvarp- andi kenningar um þróun mannsins. ... að vera fyrsta glasabarn á íslandi? „Það er bara ágætt, sko. Þetta hefur vakið nokkra athygli hjá fólki en ég er mjög sáttur með þetta. Ég vissi fyrst aldrei almennilega hvað þetta var en hef komist að því meira og meira í gegnum tíðina. Er þetta ekki einhver svona glasafrjóvg- un eða eitthvað svoleiðis? Ég fædd- ist ekkert í glasi heldur var þetta glasafrjóvgun þó ég sé kallaður glasa- barn.“ Er sjaldan í glasi „Ég er sjálfur sjaldan í glasi, nánast ekki neitt. Æth það sé ekki bara vegna þess að ég var svo mik- ið í glasi þegar ég var ungur. Ég tek þessu voðalega létt og fólk er sturídum að grínast með þetta í kringum mig. Mér var reyndar strítt smá þegar ég var í grunnskóla. Það voru einhverjir hálfvitar sem sáu mig í sjónvarpinu á tíu ára affnæl- inu og þá var svolítið verið að skjóta á mann. Nú er þetta allt bara á léttu nótunum og ég tek þessu bara vel. Það var búið að reyna þetta nokkrum sinnum áður en kom að mér. Ég þakka mömmu algjörlega fyrir þetta allt saman enda var hún sterk, henni þykir líka rosalega vænt um mig.“ Líkar vel í Verzló „Ég byrjaði í Verzló í haust og líkar það mjög vel. Það kom eiginlega aldrei neitt annað til greina en ég setti samt Kvennó sem annað val. Ég hef aðeins tekið þátt í félagslífinu en stefni á að gera meira af því enda mjög skemmti- legt. Allur minn tími fer í að spila fótbolta með Fram þar sem ég spila í ffamlínunni. Ég bý á Seltjarnar- nesi og ólst þar upp, mér finnst líka mjög skemmtilegt að hanga með strákunum og gera grín. Núna sit ég bara hérna á marmaranum í Verzló og spila playstation enda kosningar í gangi. Svo verður mað- ur að taka sig á f skólanum því ég hef misst mikið úr vegna anna í fót- boltanum." W. Wkn « tmUu. 1 siisaisssíxí »=________________ Ég er sjálfur sjald- an f glasi, nánast ekki neitt. Ætíi það sé ekki bara vegna þess að ég var svo mikið í glasi þegar ég var ungur. Gaiöar H. Björgvinsson skrifar. Arthúr Bogason er dragbítur á smábátaút- gerðinni. Lé- legur foringi og treggáfað- ur ef dæma má eftir skrifum, ræðum og háttalagi. Lesendur Þessum orðum hefi ég þó ekki nema eitt til sönnunar, þar sem mér hefir ekki þótt skrif hans þess virði að geyma þau. Þetta stóra atriði hefur valdið hin- um strjálu byggðarlögum á strönd- inni óbætanlegu tjóni. Arthúr blés af aflatoppstillögu mína; 10 tonn á stærðartonn báts og 10 % aflagjald af uppviktuðu aflaverðmæti sem renna átti til ríkissjóðs og vera eyrnamerkt heilbrigðiskerfinu. Reyndar var einn vinur minn að austan búinn að reifa svipaða hugmynd áður, en það vissi ég ekki um en sama er hvaðan gott kemur. Arthúr blés þetta af. Hann átti ekki hugmyndina. Hugmynd þessi hefði nefnilega leyst Arthúr af hólmi. Kerfið orðið sjálfbært. Afætur óþarf- ar. Tillaga mfn hlaut sigur á átaka- fundi 1995, 27 atkvæði meðfallin, 21 á móti. Það lýsir ekki greind að standa gegn lýðræðislegri kosningu. Að síðustu þetta Hvers vegna allur þessi fjöldi á þingi? Hvað gerir stjómarandstaðan? Sem minnst. Jú hún flakkar með í utanlandsferðir á kostnað almenn- ings. Hver ræður öllu í raun? Hann heitir Davíð Oddsson. Við skulum bara vera hreinskilin. Við höfum hvorki hæfileika, kjark né þrótt til að gera neitt af viti og að eigin frumkvæði. Hugleysi er íslendingum í blóð borið. Of fáir em með franska blóðblöndun. Fyrir réttum 146 ámm sendi Charles Darwin fyrstu þrjá kaflana í Uppruna tegundanna til útgefanda sinna. Hann sagði sjálfur að bókin yrði áhrifamesta bók sem nokkm sinni myndi vera útgefin. Hann þró- aði kenningu I dag eru 11 ár nðin síðan Kurt Kobain framdi sjálfsmorð með því að skjóta sig í höfuðið. sína í leyni 1 Qölda ára en hann hafði ver- ið mikill áhuga- maður um nátt- úruvísindi síð- an hann var krakki, þrátt fyrir að kennarar hans reyndu að draga úr þessum áhuga hans og beina honum á aðrar brautir. Faðir hans var þekktur og mikils metinn læknir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.