Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 27
DV Hér&nú ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 27 Kylie á leið í pásu Kylie Minogue ætlar aö halda upp á 37 ára afmælið sitt meö stæl þann 28. malnæstkomandi. Kylie mun halda tónleika Iheimaborg sinni Melbourne iÁstrallu en tónleikar hennar eru hluti afheims- tónleikaferöinni„Showgirl“. Kylie hefur sagt aö þessi tón- leikaferö veröi sú slðasta I langan tíma en hún hyggst taka sér frl og einbeita sér að öðrum málum aö sögn /istræns stjórnanda hennar og besta vinar, Williams Baker. Tónleikarnir veröa lokahnykkur ákveðins tímabils hjá Kylie en Kylie vill víst ekki feta sömu braut og kollegi hennar Cher. Kirsten og Jake upp að altarinu Kirsten Dunst og Jake Gyllenhaal eru sögð ætla að ganga í hjónaband. Parið hefur viðurkennt að hafa sett á svið sambandsslit sfn í fyrra til þess að losna við fjöl- miðlaumfjöllun um sig. Kirsten og Jake byrjuðu saman fyrir tveimur árum sfðan eftir Maggie systir Jake kynnti þau. Heimildir herma að þau ætli að gifta sig í New Jersey, þar sem Kirsten ólst upp. ma r Einar Bárðarson gengur að eiga unnustuna Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í sumar. Þátturinn Það var lagið, í umsjón Hemma Gunn, hefur farið vel í land- ann það sem af er. Aðstandendur þáttarins vinna nú hörðum höndum að því að viðhalda þessum vinsældum og smala því saman frægu og skemmtilegu fólki til að koma fram í þeim, en upptökur standa nú yfir. Hér & nú hafði af því spurnir að frágengið væri að þeir Bubbi Morthens og Björgvin HaUdórsson hefðu samþykkt að koma fram í þátttmum. Dalla Jóhannsdóttir dagskrárgerðarmaður staðfesti þetta í gær. „Það er varla hægt að gera þennan þátt án þeirra,“ sagði hún. Hinsvegar er ekki enn ljóst hvort þeir Bubbi og Bó muni mætast í einum og sama þættinum eða koma fram hvor í sínum þættinum. Eins og alþjóð veit lét Bubbi Björgvin hafa það óþvegið í einum . texta sínum fyrir fjölmörgum árum og Björgvin hefur síðan svarað á sinn einstaka þátt. Dalla sagðist hreinlega ekki vita hvort þeir myndu mætast, það myndi vissulega kæta marga sjónvarpsáhorf- endur en kæmi ekki í ljós alveg strax. Bubbi og Björgvin eru vænt- anlegir í upptökur fljótlega en ekki er lfklegt að þátturinn, eða þættirnir, með þeim líti dagsins ljós fyrr en líður að sumri. kominn heim „Það er Ktið að marka svona prufur. Það er verið að skoða fjölmarga," segir Ingvar E. Sigurðsson leikari, sem fór öðru sinni í áheymarprufú fyrir kvikmynd- ina DaVinci lykilinn á dögunum. Ingvar var prófaður f hlutverk albínóalaunmorð- ingjans, munksins Silasar, en framleiðslufyrirtækið að baki myndinni kallaði fjölda leikara til London til að finna rétta manninn í hlutverkiö. Myndin er f leikstjóm Ron Howard en með önnur aðalhlutverk fara Tom Hanks, Audrey Tautou og Jean Reno. Hvort Howard þykji Ingvar vera rétti maðurinn í munkinn kemur í ljós á næstu missurum og htið annað hægt að gera en bíða eftir tilkynningunni. Ingvar situr ekki auöum höndum á meðan. Þvert á móti. Þessa dagana er hann á fullu við hin ýmsu verkefni sem Vesturport-leikhópurinn er með á döfinni. Æfingar á leikritinu Woycheck em að hefjast en það fer á fjalimar f Borgarleikhúsinu í haust. Vestmport er m.a. einnig að undirbúa kvikmyndina Kvikyndi, sem Ragnar Bragason leikstýrir. Hún er komin á framleiðslu- stig og hefjast tökur í Reykjavfk um miðjan mánuðinn. Poppathafnamaðurinn Einar Bárðarson og kærasta hans Aslaug Thelma Einarsdóttir munu ganga í hnapphelduna í sumar. Ætlunin er að vígslan fari fram í júní í Skálholtskirkju. Það er séra Egill Hallgríms- son sem gefur skötuhjúin saman. Brúðkaupsveislan mun síðan fara fram í nágrenni við kirkjuna. „Þetta verður svona htið og fallegt sveitabrúðkaup í byrjun sum- ars. Við höfum boðið okkar allra nánustu vinum og ættingjum til þess að vera með okkur við þetta tækifæri," sagði Einar í samtafi við Hér & nú í gær. Hann vill ekki gefa neitt meira upp um brúðkaupið. Það er annars alltaf er í nógu að snúast hjá Einari. Nú heldur hugarfóstur hans, stúlknasveitin Nylon, upp á eins árs afinæh með útkomu dvd-disks sem inniheldur tónleika, það besta úr þætti þeirra á Skjá einum og viðtal Jóns Ársæls við þær úr Sjálfstæðu fólki svo eitthvað sé nefrit. Einnig kemur fyrsti diskur HÚdar Völu Einarsdóttur Idolstjömu út í byijun maí. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.