Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 33
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 33 Ástleitni í Það verður gigg í Iðnó fyrir tangó-liðið í kvöld og fátt betra að gera en skvera sér í dansskó og draga fram kjóla. Að vanda verður danssalurinn opnaður kl. 20 og fyrsta klukkutímann verður boðið upp á leiðsögn fyrir þá sem ekkert kunna eða þurfa að láta aðeins leiðbeina sér í sporunum, en kl. 21 stígur Tangósveit lýðveldins á stokk og leikur til kl. 23. Sveitin er skipuð þeim Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Tatu Kantomaa bandoneonleikara, Ástvaldi Traustasyni harmónikuleikara, Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara og Gunnlaugi T. Stefánssyni kontrabassaleikara. Eins og kirnn- ugir vita er þetta ástríðufuU sveit og á það til að gera sveigjurnar djúpar I hita leiksins. Þetta er þriðja tangókvöld í Iðnó í vetur en þau eru að jafnaði haldin fyrsta þriðju- dag hvers mánaðar þó nokkrir hafi dottið úr. Miðaverð er kr. 1.000,-. Boðið er upp á léttar veitingar og má vænta að herrar geti leitt dömur sínar út í vorsvalann og notið Tjarnarbakkans. Tangó í Iðnó Þriðja tangó-kvöldið er Ikvöld og njóta gestir styrkrar leiðsagnar Tangó- sveitar lýðveldsisins. Þaö styttist í kvikmyndahátíð. Þegar hefur verið tilkynnt um fimm erlenda gesti sem koma hingað til að kynna verk sín; Dani, Svíi, Brasilíumaður og tveir Ameríkanar koma fram og greina frá viðfangsefnum sínum. Hópur erlendra gesta mun sækja okkur heim við upphaf Kvikmyndahátíðar. Koma þeir úr ýmsum hornum heimsins en allir eru þeir karlmenn. Hvar eru konurnar hefur áður verið spurt um íslenska kvik- myndaiðnaðinn, en forráða- menn IIFF eru sýnilega ekki mikið uppá kvenhöndina þegar þeir bjóða gestum. Hér að neðan er gerð grein fyrir helstu gestum sem verða hér fyrstu viku hátíðarinnar. Walter Salles leikstjóri opnunar- myndar hátíðarinnar, Motorcycle Dairies, er fæddur 1956 í Rio de laneiro. Faðir hans var vel stæður bankamaður og Salles ólst upp í Frakklandi og Bandaríkjunum uns hann sneri heim unglingur til Bras- il-íu. Salles var alinn upp I skugga brasílísku Cinema Novo-bylgjunni á 7. og 8. áratugnum. Hann gerði sína fyrstu leiknu kvikmynd árið 1991, spennumyndina A Grande Arte, en ferill hans lenti í biðstöðu þegar hagkerfi Brasilíu hrundi skömmu fyrir aldamótin. Salles fékkst þá við gerð heimildarmynda fyrir evrópsk-ar sjónvarpsstöðvar en ákvað að snúa aftur á heima- slóðir 1995 til að gera kvikmyndina Terra Estrangeira. Myndin fjallar á óbeinan hátt um afleiðingar þess- ara efnahagslegu hrakfara þjóðar- innar og hlaut gríðargóðar viðtökur um allan heim - og kom Salles á kortið. Það var svo með næstu mynd sinni, Central do Brasil, ffá 1998 sem endurreisn brasilískrar kvikmynda- gerðar er fullkomnuð og Salles inn- siglaði stöðu sína sem einn athyghs- verðasti og virtasti leikstjóri heims. Myndin hlaut þrenn aðalverðlaun í Berlín og tvær Óskarstilefningar. Næstu tvær myndir voru Pri- meiro Dia, O og Abril Despedagado 2001. Því næst ffamleiddi hann meistarastykkið City of God og þá var komið að þeim langþráða draumi hans að gera kvikmynd um ferðalag Che Guevara. Robert Red- ford er framleiðandi Motorcycle Di- aries. Það er að sögn ekki síst honum að þakka að myndin var gerð á spænsku í Suður-Ameríku, en ekki á ensku í Hollywood. Danskurgúrú Frægur danskur handritshöfund- ur og kennari, Mogens Rukov, mun halda 3ja daga námskeið fyrir kvik- myndagerðarmenn og aðra áhuga- menn á íslandi í tengslum við hátíð- ina. Námskeiðið mun verða í fyrir- lestraformi dagana 14., 15., 16. apríl frá 13 til 17. Mogens mun á námskeiðinu vísa sérstaklega til myndanna Fest- en, Taxi Driver og Mullholland Dri- ve en þær verða sýndar í Regnbog- anum dagana 11., 12. og 13. apríl, kl 20 á vegum IIFF. Þeir sem skrá sig á námskeiðið munu einnig fá frían aðgang að sýningum á kvikmynd- unum. Skráning er á veffangið hjortur@icelandicfilmcentre.is og hefur aðsókn verið afar mikil. Verð er 5.000 kr. og eru innifaldar sýningarnar á kvikmyndunum þremur. Fyrirlestrarnir verða á ensku og haldnir á Kaffi Reykjavík. Mogens fæddist árið 1943 og hefur lengst af kennt handritsgerð við Danska kvikmyndaskólann og er hann af mörgum talinn eiga stóran þátt í þeirri velgengni sem danskar kvikmyndir hafa notið síðustu árin. Hann hefur skrifað þó nokkur handrit sjálfur, meðal annars Festen ásamt Tomas Vinterberg og einnig verið ráðgjafi og „handritslæknir" á fjölmörgum myndum. Sænsk stjarna Bjom Almroth er einn af fjórum aðalleikurunum í nýjustu kvilonynd Lukas Moodysson, Ett haal i mitt hjarta sem vakið hefur gríðarlega athygh undanfarið og sjokkerað marga. Myndin fjallar um fjórar utangarðsmanneskjur; son, pabba og tvo vini hans - sem kúldrast í lít- ilfi blokkaríbúð við drykkju og annan óUfiiað, en eiga sér drauma eins og og aðrir og ákveða að heima- gerð klámmynd sé rétta leiðin tfi að slá í gegn. Bjorn leikur soninn sem þarf að horfa upp á pabba sinn og tvo vini hans heUa sér út 1 gerð klámmyndar og aUt það sem á eftir fylgir. Bjorn er fæddur 1986 og því aðeins 19 ára að aldri og þetta er hans fyrsta kvik- myndahlutverk. Hann stundar leUc- Ustarnám og hefur tekið þátt í nokkmm leiksýningum. Bjorn Alm- roth mætir á sýningu á A Hole in my Heart föstudaginn 8. aprU kl. 22 í Háskólabíói. Hvað í fjandanum veit ég? Mark Vincente er einn þriggja leikstjóra WHAT THE #$*! DO WE KNOW? Hér er á ferðinni stórmerki- leg mynd, mynd sem enginn vUdi framleiða og enginn vUdi sýna. Mynd um tUgang Ufsins og skammtafræði! Þeir náðu þó að koma henni 1 sýningu í þremur borgum og á endanum var hún sýnd um gjörvöU Bandarflcin og komst hátt á vinsældarlista. Það er erfitt leið að skUgreina myndina; blanda af leikinni mynd, heimUdarmynd og teUcnimynd með ótrúlegum tæknibreUum. Mark Vicente er fæddur 1965 og er aðal- lega þekktur kvikmyndatökumaður. Hann hefur tekið þrettán kvikmynd- ir en What The #$*! er fyrsta kvik- myndin í fuUri lengd sem hann leik- stýrir sjálfur. Mark mætir á sýningu laugardaginn 9. aprfl kl. 20 1 Regn- boganum. Skæruliði sjálfstæðra kvik- mynda Lloyd Kaufman, stoftiandi og for- sprakki Troma, sjálfstæða fram- leiðslufýrfitækis sem verður með sérstaka sýningadeUd á hátíðinni verður gestur IIFF. Mun hann svara spurningum gesta í Regnboganum á myndum hans fyrstu helgi háu'ðar- innar þar sem hann kynnir myndir sínar. Hann fer héðan beint tU Prag til að koma fram í feluhlutverki 1 nýjustu mynd EU Roth, HOSTEL. EU er mikiU lslandsvinur og aðalsögu- persónan 1 nýju myndinni er íslensk, leikin af nýrri stjörnu, Eyþóri Guð- jónssyni. „Spurt & svarað"- sýningar með Lloyd Kauftnan verða tU- kynntar síðar. Dagskrá er óðum að skýrast og er sýnUegt af því sem þegar hefur verið birt um hátíðahaldið í íslenskum fjölmiðlum að á hátíðinni verður mikið gamán, mikið fjör. Ljóð, málm- urog gler í tengslum við sýningu sína vestanhafs sem opnar 1 New York á miðviku- dag, hefur Steinunn Þórarins- dóttir myndhöggvari gefið út litprentaðan bækling sem líta má á sem yfirlit um feril henn- ar síðari árin. í bæklingnum eru myndir af hátt 1 þrjátíu verkum eftir Steinunni frá síð- ustu árum, bæði vegg- og standmyndum, ýmist steyptum 1 ál eða stál með ívafi af gleri. Þá fylgir tUvitnasafn um verk hennar og ritgerð eftir Ólaf ■ . i if Gíslason list- fræðing um verk hennar og ítarieg ferilskrá sem leiðir í ljós hversu verk hennar hafa farið víða á þeim nær aldarfjórðungi sem hún hefur verið að eftfi að hún lauk námi sínu í myndlist á Englandi og ítalíu. IPV-útgáfa hefur gefið út tvær ljóða- bækur nú 1 vetrarlok. Hvar endar maður? eftir lónas Þor- bjarnarson er 58 bls. og hefur að geyma yfir fjörutíu ljóð frá síðustu árum en hefur sent frá sér sex ljóðablækur, síðast Hliðargötur fyrir fjórum árum. lónas Þorbjarnarson er fæddur á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk 6. stigs prófi í klassískum gítarleik frá Nýja Tónlistarskólanum 1982, BS- prófi í sjúkraþjálfun frá Há- skóla íslands 1985, og lærði heimspeki við H.í. 1988-1990. Hann hefur starfað sem landvörður, blaðamaður, þjónn og sjúkraþjálfari, en fengist að mestu við ritstörf frá 1989. Hann hefur sent frá sér sex ljóðabækur. Ljóð hans hafa verið þýdd á ensku, kínversku, frönsku og galisísku. Þá sendir lóhann Páll frá sér nýja ljóðabók eftir Njörð P. Njarðvflc sem lengi hefur verið á þeim forlögum sem lóhann hefur rekið. Njörður er nú sest- ur 1 helgan stein og lætur ekki deigan síga. Njörður P. Njarð- vflc er doktor 1 íslenskum bók- menntum og hefur veriö pró- fessor viö Há- skóla íslands 1 allmörg ár. Seinni árin hefur Njörður auk kennslu og ritstarfa verið 1 for- ystu 1SPES, alþjóðlegrar bamahjálpar sem rekur heimili fýrir munaðarlaus börn í Affflcurflcinu Togo. Njörður hefur fengið fjölda viðurkenn- inga fyrir skáldskap sinn og störf að mannúðarmálum. Hann hefur komið víöa við á sínum fræði- og rithöfundar- ferli: samið ævisögur og skrá- sett örlagasögu sonar sfns, samið barnabækur og skáld- sögur. Aftur til steinsins er 64 bls. og hefur að geyma tæplega fjömtíu ljóð, meðal annars ljóðabálk sem sækir efrii sitt í minni úr Eddufræðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.