Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 3
Alþýðuhetjan Agnes
Agnes Bragadóttir blaða-
maður Erhérá skrifstofu sinni
„Það má nú segja að ég sé að niðurlotum
komin,“ segir Agnes Bragadóttir sem er mað-
ur vikunnar að þessu sinni.
Agnes hefur með skrifum sínum um sölu
Símans vakið upp eldmóð hjá þúsundum ís-
lendinga sem vilja eignast hlut í því sem þeir
réttilega éiga.
Þúsundum tölvupósta hefur rignt yfir Ag-
nesi og
Maður vikunnar
í. u -í--. —m i j)egar
hafa hundruð lýst sig reiðubúin að leggja
fram fé til að tryggja að Síminn haldist meðal
þjóðarinnar.
„Þetta er ofboðslega skemmtilegt, adrena-
línið streymir um æðarnar og þó maður sé
þreyttur hlýtur maður að jafna sig á því,“ seg-
ir Agnes. „Auðvitað kom þetta mér í opna
skjöldu en eftir á að hyggja er kannski ekki
skrýtið að þetta hitti svona í mark. Af þessum
þúsundum tölvupósta sem ég fæ segja flestir:
Þú skrifaðir það sem við vorum að hugsa. Svo
kannski var ég bara á réttum tíma þó þetta sé
náttúrlega nýlunda fyrir mig.“
Nýlunda því Agnes er vanalega hinum
megin borðsins. Hún hefur hlotið verðlaun
fyrir blaðamennsku og oftar en ekki grafið
upp mál sem skóku þjóðina. Nú er hún í
hlutverki fréttaefnisins en ekki fréttamanns-
ins.
„Manni finnst þetta nánast fáránlegt. Ég
hef áður unnið sem talsmaður friðargæsl-
unnar á Sri Lanka og talað í útvarpi og sjón-
varpi en það var allt annað hlutverk. Ég var
bara talsmaður en ekki fréttaefnið. Nú þegar
kastljósið beinist að mér h'ður mér nánast
eins og umskiptingi!"
En verður þetta þá ekki minnisstæð vika
fyrir hörkukvendið Agnesi Bragadóttur? „Ég
vona nú að það verði meiri hasar í næstu
viku,“ segir hún og hlær.
Spurning dagsins
Hvernig lýst þér á Hildi Völu og Stuðmenn?
Frábær söngkona sem
á skilið þetta tækifæri
„Mér líst mjög vel á þaö, hún er
frábær söngkona og ég er sáttur
við að hún fái þetta tækifæri, þó
maður sakni Röggu hefðu
þeir getað gert verr."
Guðmundur Einarsson sjómaður.
„Mér líst ekki
vel á það því
mér fannst
Ragga Gísla
betri."
Þóra Lilja
Ragnarsdótt-
ir, nemandi íVersló.
„Bara ágæt-
lega, bara
nokkuð fínt þó
maður hefði
vilja að Ragga
Gísla héldi
áfram."
Matthías Árni Ingimarsson,
verðandi nemi.
„Mér líst bara
ágætlega á
það þó hún sé
alls ekki betri
en Ragga Gísla
þáerþetta
gott fyrir fram-
haldið."
Vilhjálmur Halldórsson
nemi.
„Mér líst rosa-
lega vel á það,
það er frábært
að fá hana þó
hún verði
aldrei önnur
Ragga. Hún á
eftirað standa sig vel."
Þóra Guðjónsdóttir félags-
ráðgjafi.
Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var um nýja söngkonu
Stuðmanna á dögunum eftir að Ragnhildur Gísladóttir ákvað að
leggja míkrafóninn á hilluna með hljómsveitinni, en í hennar stað
mun Idolstjarnan HildurVala Einarsdóttir koma.
Kátir nemar ÞrösturLeó
og bekkjarféiagar hans úr
leiklistarskólanum við
Tjörnina í apríl 1984.
„Þarna vorum við
á þriðja árinu okkar í
leiklistarskólanum
og við vorum að fara
að frumsýna Reykjavik
er perla, ef ég man rétt. Þetta
var árið 1984,“ segir Þröstur Leó
Gunnarsson leikari. Hann segir
þetta hafa verið svakalegt fjör og
gekk leikritið svo vel að það var tek-’
ið upp fyrir sjónvarpið.
„Það var mikill galsi í okkur
þama, rosalegur spenningur líka
A6 fá börnin Að fábörnin eríagt
um það þegar einhver fær restar ef
einhverju, til dæmis dreggjarnar úr
könnu eða flösku. Orðasambandið er
fengið úrheyskaparmáli. Það síðasta
afrifgörðum í
heyflekk kall-
aðist börn og
að fá börnin var sagt um
þá sem lentu í að raka
þessar leifar saman.
Málið
Gamla myndin
fýrir að fara í fýrsta sinn í sjón-
varpið," segir Þröstur. Um þessar
mundir leikur hann í Koddamann-
inum sem er nýfrumsýndur og líka í
Edith Piaf sem gengur fyrir fullu húsi
í Þjóðleikhúsinu.
ÞAÐ ER STAÐREYND..
að ekkert efni sem berst inn fyrir
jóndeild svarthols i geimnum á
þaðan afturkvæmt.
.Rólegheitin íSeðla- ÉMn
bankanum höfðu þó
sinar jákvæðu hliðar. Vgg V
Ég hafði betri tima en Wb \
nokkru sinni fyrr til að *
sinna áhugamálum
minum og fjölskyldu.
Ég fór að spila golfog fékk tíma til að
sinna skógræktinni i Borgarfirði..."
Steingrimur Hermannsson segir frá
„rólegu" árunum i Seðlabankanum i
ævisögu sinni.
ÞEIR ERU BRÆÐUR
Kjaftaskurinn & trommarinn
Andri Freyr Viðarsson, útvarpsmaður á X-FM
ogáður X-inu 977, eryngri bróðir Birkis
5 Fjalars Viðarssonar, fyrrum trommara
Stjörhukisa og söngvara i I Adapt. Andri
og Birkir eru synir Viðars Júlís Ingólfsson-
ar, bifreiðastjóra og plötusnúðs á Reyðar-
firði, og Unnar Ölversdóttur, skrifstofukonu
og fyrrverandi handavinnukennara í Reykjavík.
Birkir dvelur nú við hjálparstörf djúpt i frumskógum
Kosta Rlka þar semhann aðstoðar meðal annars munaðarlaus börn
en Andri brúkar munn og míkrafón íútvarpsþættinum Capone. Bræðurnir voru
um tíma ísömu hljómsveit, Bisund, sem var íöðru sæti Músíktilrauna Tónabæjar árið 1998.
STEINAR WAAGE
> SANDALAR
1STIGVEL
■ UNGBARNASTRIGASKÓR
MIKIÐ ÚRVAL AF BARNASKÓM
BALLERINA
• STRIGASKOR
KRINGLUNNI - S: 568 9212