Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 11
Óvænt for-
mannsefni
Á miðvikudagskvöldið
var haldinn aðalfundur
Starfsmannafélags Suður-
nesja (STFS) þar sem kosið
var í trúnaðaremb-
ætti hjá félaginu.
Athygli vakti að
sitjandi formanni,
Ragnari Emi Péturssyni,
barst mótframboð frá Brynj-
ari Harðarsyni sem er starfs-
maður í einum grunnskóla
bæjarins. Eitt hundrað og
tuttugu manns mættu á
fundinn og féllu atkvæði á
þann veg að 5 skiluðu auðu,
45 kusu Brynjar og 70 veittu
Ragnari Emi áframhaldandi
formennsku. Sitjandi með-
stjómendur og varastjóm
var öO endurkjörin án mót-
framboða.
Vogar í
Hafnarfjörð
Lögð hefur verið fram
tillaga um að greidd skuli at-
kvæði um sam-
einingu Hafn-
arfjarðar og
Vatnsleysu-
strandarhrepps
eigi síðar en 8.
október næst-
komandi. Þetta
kom ffam í
bréfi frá nefnd
um sameiningu sveitarfé-
laga sem lagt var fram á
fundi bæjarráðs Hafnar-
fjarðar í vikunni. Bæjarráð
samþykkti að vísa málinu til
bæjarstjómar og mæla með
skipun tveggja fulitrúa í
samstarfsnefnd með fulltrú-
um Vatnsleysustrandar-
hrepps vegna undirbúnings
og sldpulags fyrir kosning-
una.
Skipstjóri svekktur eftir að stórslasaður sjómaður beið í átta tíma eftir læknishjálp
„Atvik eins og þetta minnir okkur á að við megum ekki sofna á
verðinum," segir Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri hjá Land-
helgisgæslunni
Vegna reglna um hvúdartíma gat
þyrla Landhelgisgæslunar ekki sótt
stórslasaðan sjómann um borð í
togarann Snorra Sturlusson VE sem
var við veiðar um hundrað mílur
vestur af Vestmannaeyjum um síð-
ustu helgi. Áhöfn þyrlunnar hafði ver-
ið við æfingar og var búin að sprengja
leyfilegan flugtíma og því þurfti að
kalla til þyrlu varnarliðsins. Átta tíma
tók í það heila að koma sjómannin-
um, Sigurði Árna Tryggvasyni, undir
læknishendur.
Kristinn Gestsson, skip-
stjóri á Snorra Sturlusyni
segir þetta allt of langan
tíma. Ekki sé hægt að
bjóða ungum mönn-
um, sem skilja við fjöl-
skyldu sína og vini tll að
stunda sjóinn, upp á at-
vinnuörygi af þessari
gerð.
Undir þetta
tekur Ben-
óný
Ás-
geirsson hjá Landhelgisgæsluni.
„Þetta er ekki óskastaða," segir hann
og bendir á að þetta sé ekki í fyrsta
skipti sem ekki er hægt að verða við
ósk um aðstoð vegna reglna um
hvíldartíma:
„Auðvitað er hægt að leita til vam-
arliðsins en viðbragðstími þeirra er
mun lengri en hjá okkur. Auk þess er
erfitt fyrir okkur að vera beiningar-
menn þeirra. Landhelgisgæslan ætti
að vera í stakk búin til að takast á við
útköll hvenær sem er.“
Benóný segir að til þess að það
verði hægt þurfi að manna þyrlu
gæslunnar með aukaáhöfn sem
gæti þá verið kölluð út
við aðstæður eins og þeim sem sköp
uðust síðustu helgi.
Sævar Gunnarsson
formaður Sjó-
mannasam-
bandsins segir
að það sé með
öllu óásætt-
anlegt að sjó-
maður sem
slasist við vinnu
sínu þurfi að þrauka
sárkvalinn í átta tíma
áður en hann kemst undir læknis-
hendur.
„Þetta er ófullnægjandi
þjónusta við sjómenn þessa
lands og nauðsynlegt að
bæta úr þessu hið
fyrsta," segir Sævar og bendir á að
það sé erfitt fýrir aðstandendur sjó-
manna að vita til þess að ör-
yggismál þeirra séu í jafii
miklum ólestri og
raun beri vitni.
andri@dv.is
TF-LÍF Gatekki bjargað
sjómanninum vegna
regina um hvildartíma.
Sævar Gunnarsson Formaður
Sjómannasambandsins segir Land-
helgisgæsluna veita sjómönnum
ófuiinægjandi þjónustu.
Sigurður Árni Tryggvason Sjó
maðuráSnorraSturlusyniVE
stórslasaðist og þurfti að bíða i
átta tíma eftir læknishjálp.
AburdoruerRsmidjon
Er garðurinn þinn
áburðarþurfi?
Beinn sími söludeildar: 580 3232
www.aburdur.is