Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Blaðsíða 21
DV Sport FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2004 21 Veigar Páll Gunnarsson er óðum að festa sig í sessi hjá liði sínu Stabæk í Noregi og nú er orðið kristal- ljóst að hann mun ekki spila á íslandi í sumar. Hann hefur verið í finu formi í æfingaleikjum liðsins að undanförnu og í fyrsta leik tímabilsins um helgina hélt hann uppteknum hætti og skoraði gott mark. „Ég fer ekki leynt með það að á ákveðnum tíma var ég að reyna að komast heim, en nú er ljóst að ég verð hér í að minnsta kosti ár í viðbót,” segir Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður hjá Stabæk í Noregi sem nú spilar í 1. deildinni þar í landi eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á síðasta ári. Mörg íslensk lið voru á höttunum á eftir Veigari í vetur þar sem vitað var að hann væri ekki sérlega spenntur fyrir því að leika í norsku 1. deildinni en nú kveðst hann vera búinn að sætta sig við að vera áfram hjá Stabæk þar sem markmiðið er einfalt - að komast strax aftur upp í efstu deild í Noregi. Veigar segir ýmislegt til í því að Stabæk hafi skellt á hann fáránlega háum verðmiða sem hafi fælt frá íslensku liðin sem voru á eftir hon- um. Var upphæðin í því samhengi sögð nema allt að 10 milljónum króna, verð sem jafnvel fjársterkustu félög íslands, KR, FH og Valur, voru ekki tilbúin að reiða fram. „Það er rétt að þeir vildu fá eitt- hvað fyrir mig sem er kannski alveg eðlilegt því ég er samningsbundinn liðinu. En aðalástæðan var samt sú að þeir sögðust ætla að nota mig. Og þeir eru að standa við það, þjálfar- inn hefur fulla trú á mér og lítur á mig sem byrjunarliðsmann. Það gengur rosalega vel núna og ég er að finna mig vel,“ segir Veigar Páll sem hefur verið að leika sem annar fram- herjinn í leikkerfinu 4-4-2 hjá Sta- bæk. Hann skoraði nokkuð grimmt í æfingaleikjum Stabæk fyrir tímabil- ið og í fyrstu umferð deildarinnar sem fram fór um helgina hélt Veigar Páll uppteknum hætti og skoraði fyrra markið í 2-2 jafntefli gegn Bryne. „Okkur gekk mjög vel í æfinga- leikjunum og það ríkir mikil bjart- sýni fyrir tímabihð. Við vorum að keppa gegn sænskum úrvalsdeildar- liðum og hðum í efstu deUd á Noregi og höfum verið að vinna marga leiki. Af 14 æfingaleikjum erum við aðeins búnir að tapa tveimur," segir Veigar PáU. Ætlum okkur beint aftur upp Stabæk er spáð efsta sæti í norsku 1. deUdinni af flestum norsk- um fjölmiðlum og telja þeir Uðið, ásamt Sogndal sem einnig féU úr efstu deUd á síðustu leiktíð, búa yfir miklum yfirburðum hvað varðar mannskap. „Ég held að það sé ýmis- legt tU í því og ef aUt er eðUlegt eig- um við að komast beint aftur upp. „Það gengur rosalega vel núna og ég er að finna mig vel." Það er klárlega markmiðið." Veigar PáU á tvö ár eftir af samn- ingi sínum við Stabæk sem gæti reyndar breyst fari svo að félagið nái ekki að vinna sér sæti í efstu deUd á á þessari leUctíð. „Það má segja að félagið tjaldi öUu tU núna og ef félag- ið kemst ekki upp þá má gera ráð fyrir að það verði að leysa einhverja leikmenn undan samningi vegna fjárhagslegra ástæðna. Þá er líklegt að ég verði einn þeirra leikmanna," segh Veigar en bætir því við að hann hugsi h'tið sem ekkert um þau mál. „Nú reyni ég bara að hjálpa Stabæk eftir fremsta megni að komast í efstu deUd á ný.“ Vill í landsliðið á ný Veigar PáU viðurkennir að það hafi nokkra ókosti í för með sér að spUa ekki í efstu deUd í Noregi. Það komi honum vissulega ekki tU góða þegar kemur að vah á landsUðinu og virtist Veigar tU að mynda ekki vera inni í myndinni hjá landsUðsþjálfur- unum fýrir leUdna gegn Króatíu og ítahu á dögunum. „En ég hef að sjálf- sögðu ekki gefið landsUðssætið upp á bátinn. 1. deUdin í Noregi er bara nokkuð sterk og ég tel að hún sé heldur betri en LandsbankadeUdin heima á íslandi," segir Veigar og bæt- ir við í léttum tón að þetta Stabæk-Uð myndi sennUega vinna Uð KR. „Ég er enn sami leikmaður og ég var hjá KR á sínum tíma og ekkert verri í fótbolta þótt ég sé að spUa í lakari deUd en í fyrra. Ég er Iaus við meiðsU og er í toppformi." vignir@dv.is „Ég hefað sjálfsögðu ekki gefið landsliðssætið upp á bátinn. 1. deildin í Noregi er bara nokk- uð sterk og ég tel að hún sé heldur betri en Landsbankadeildin heima á íslandi." Veigar Páll Nýtur llfsins I byrjunar- liðinu hjá Stabæk og er ekki á leið I íslensku knatt- spyrnuna í sumar. aluöru fjallahjól 1000 kr. afsláttur af öllum hjálmum verð núna frá 1.990 kr. Gripshift [Alstell 6061) Rockadile AL 19.900 kr. untour 75 mm Shimano C051 Meö öllum Mongoose alvöru fjallahjólum fylgir standari keðjuhlíf og bjalla álstell 60611 Suntourframdempari 75mmlShimano 21 gírar | Argerð BOOS MOTO Micro 12' Argerð SOCDS MOTO Micro 16' __( 12.900 kr) www„ gap. is farðu inn á gap.is og skoðadu tiiboð dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.