Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1946, Side 10

Freyr - 01.09.1946, Side 10
252 FREYR Númer III. tafla. Útk om a á við við kindum húðpróf. líffæraath. 7 + -4- 15 + ++ 16 + +++ 21 + ++ 24 (+) (+) - 25 + (æ) 26 + + 28 + + 29 ( + ) + + 35 + + 51 + + + 52 + (+) 55 ( + ) + . 57 + JL 63 (+) (æ) 65 + + 12 (+) 4- 22 (+) 23 (+) 37 + 46 (+) 4- 54 (+) 4- 56 | 4- 76 (+) 4- 78 4- 4- 79 + 20 -r- + + 31 ~t—1—!“ 53 (4-) 64 -f 70 -T- + + + anlega af þeim ástæ'ðum ekki fram við húðprófun. 10 kindur koma fram við húð- prófun, án þess að nokkrar sjúklegar breytingar finnist í innyflum þeirra. Lík- legt má telja, að nokkur hluti af þessum hópi hafi verið á byrjunarstigi sjúkdóms- ins. Þessi reynsla, sem nú hefir verið minnzt á, leiddi til þess, að gerðar voru síðastlið- inn vetur húðprófanir með aviantubercul- ini á milli 30—40 þús. fjár víðs vegar um Austurland, í Rangárvallasýslu, Skaga- firði og Eyjafirði. Húðprófanir þessar yoru að mestu leyti framkvæmdar af mönnum innan viðkomandi sveita. Nokkrir þeirra höfðu áður meiri eða minni reynslu við slík húðprófunarstörf, en auk þess ferð- aðist ég um þessi landssvæði og æfði á 2. hundrað manns við að húðprófa fé og þekkja sjúklegar breytingar í innyflum sauðfjár af völdum garnaveiki. Menn þess- ir virtust yfirleitt fljótir að komast upp á lag með að húðprófa féð og sýndu mikinn áhuga á starfinu. f þessum hópi voru þriár stúlkur, og reyndust þær að sjálfsögðu engu síðri til starfsins. Markmið með húðprófunum þessum var 1) að fá nánari hugmynd um útbreiðslu garnaveikinnar í þessum sveitum, 2) að leitast við að tína úr sjúkar kindur, umfram allt þar, sem veikin var í byrjun og því meiri möguleiki fyrir menn að hindra frekari útbreiðslu hennar, 3) að undirbúa, að slíkar prófanir verði framkvæmdar í enn stærra stíl strax í sláturtíð á þessu hausti. Árangurinn af þessari starfsemi virðist hafa orðið vonum fremri. Ýmsar upplýs- ingar fengust um útbreiðslu garnaveikinn- ar, hvarvetna þar sem prófanirnar voru framkvæmdar. Meðal annars komu fram allmargir fjárhópar, þar sem veikin var aðeins í byrjun, og ekki er líklegt, að hennar hefði orðið vart án prófunar jafnvel svo árum skipti, en það er eitt þýðingar- mesta atriðið í baráttunni gegn útbreiðslu sjúkdómsins að verða hans nógu fljótt var, og mun síðar nánar að því vikið. Á- hugi og skilningur bænda á því að fram- kvæma þarf slíkar prófanir sem allra mest að haustinu eða í slátúrtíð hefur raunar alltaf verið fyrir hendi. En reynslan í fyrravetur sýndi þeim, að það er tiltölu- lega kostnaðarlítið og auðvelt fyrir þá að

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.