Freyr - 01.09.1946, Page 25
PREYR 267
Uppskeran er byrjuð.
og annars staðar, þó að hér verði að telj-
ast fyrirmynd íslenzks landbúnaðar í
flestu. Meðal annarra þjóða eru fyrir-
myndarstaðir landbúnaðarins svo eftir-
sóttir af þeim, sem hyggja að gera land-
búnað að ævistarfi, að menn vinna gjarn-
an kauplaust á slíkum stöðum um stund, á
meðan þeir eru að læra vinnubrögðin og
starfsaðferðirnar. Eiginlega er það rauna-
legt dæmi um skort á áhuga meðal tilvon-
andi bændaefna hér á íslandi, að þau
keppast ekki um að komast að Sámsstöð-
um til dvalar og starfs um tíma.
Manni verður á að spyrja, hvers vegna
ekki er svo um búið, að þeir, sem nám
stunda í bændaskólum landsins, skuli
vinna á tilraunastöðvunum um ákveðinn
tíma. Og eiginlega ætti það að vera sjálf-
sögð skylda, að þeir sem hyggja að verða
leiðbeinendur á sviði jarðræktar hér á
landi, starfi á Sámsstöðum, eða öðrum
tilsvarandi stöðum, áður en þeir hefja
leiðbeiningastarfsemi.
Á Sámsstöðum er að minnsta kosti
hægt að læra það, sem ekki veröur
lært annars staðar hér á landi, en það er
kornrækt með tilheyrandi sáðskiptum.
Þar að auki er tilraunastarfsemin, en
hún er talsvert umfangsmikil. Um 20 teg-
undir af byggi eru þar í tilraunum og