Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 26
268 FRE YR ræktun. Að sjálfsögðu eru þær misjafnar að kostum og afkastamagni. Færeyskt bygg, sem kallast „Höjvigs Sigurkorn“, virðist skara fram úr öðrum tegundum þar. Að uppruna er það „landsort“, reynt á Sámsstöðum í fyrsta sinn 1945 og þrosk- aðist þá prýðilega þrátt fyrir úrkomusamt sumar. Reynslan virðist benda á, að Höjvigs Sigurkorn sé sú sterkasta tegund, sem hér hefir verið prófuð og gefi uppskeru svip- að og Dönnesbygg. Af höfrum eru 5 tegundir í ræktun og tilraunum, ásamt og hveiti, rúg og gras- fræi. Af túnvingli einum er ekki minna en 20 stofnar í tilraunum. Áður en horfið er frá garði á Sámsstöð- um hlýt ég að skyggnast inn í nýja bygg- ingu, sem reist hefir verið skammt frá íbúðarhúsinu, nær þjóðveginum. Þetta er íbúðarhús fyrir vinnufólkið. Á þessu sviði er Klemenz eins framar- lega og þeir, sem taldir eru oddvitar þeirrar hreyfingar á Norðurlöndum, er beita sér fyrir því, að búa vinnufólki í sveitum sjálfstæð heimili, þar sem gift fólk getur lifað sjálfstæðu fjölskyldulífi í sérstakri íbúð eins og gerist í bæjunum, enda þótt það sé vinnufólk í annarra þjónustu — við landbúnaðarstörf. Hér hefir verið reist hús yfir tvær fjöl- skyldur, sem gert er ráð fyrir að þar vilji dveljazt og skapa sér lífsframfæri við landbúnaðarstörf á Sámsstaðabúi. Slík stefna þarf að verða ráðandi hér á landi. Hún getur orðið til þess að hefta flóttann úr sveitinni. Mun ekki hægt að veita við- unandi lífsskilyrði og heilbrigt uppeldi þeirri kynslóð, sem elzt upp við slík kjör? Það er spurningin, sem ég velti fyrir mér þegar ég ek frá Sámsstöðum eftir þjóðveginum, sem girðir „Hlíðina fögru“. G. Smíðaskólinn að Hólmi Smíðaskólanum á Hólmi var sagt upp 22. júní s. 1. Almenn samkoma var þar á staðnum við það tækifæri. Að lokinni skólauppsögn voru skoðaðir smíðisgripir nemenda og síðan stiginn dans fram eftir nóttu. Hafði þá skólinn staðið frá ára- mótum. Nemendur voru úr Vestur-Skaptafells- sýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Reykjavík og Dalasýslu. Þetta var fyrsta árið, sem skólinn starf- ar og má fullyrða, að vel hafi tekizt með byrjunina. Smíðisgripir nemenda vöktu sérstaka athygli allra er sáu. Kennslu í verklegum efnum annaðist forstöðumaður skólans, Valdemar Run- ólfsson, sem jafnframt kenndi teikningu. íslenzku og stærðfræði kenndi sr. Gísli Brynj ólfsson, Kirkj ubæj arklaustri. Þótt reynsla af þessu skólahaldi sé stutt, bendir hún ótvírætt í þá átt, að sveitunum geti orðið mikill styrkur að þessari stofn- un. — Ekki hefir enn verið ákveðið hið endan- lega fyrirkomulag á skóla þessum á Hólmi, en reynsla síðasta vetrar gefur bendingu um það, hvernig því takmarki verður náð, að stofnunin verði að sem beztum og al- mennustum notum fyrir sveitirnar. Sá er tilgangur Búnaðarfélags íslands, er hefir falið sérstakri nefnd að hafa hönd í bagga um allt, er við kemur þessari stofn- un. — í nefndinni eiga sæti búsettir menn í Vestur-Skaptafellssýslu og er formaður

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.