Freyr - 01.09.1946, Side 11
FREYR
253
láta framkvæma slíkar haustprófanir þrátt
fyrir hinar miklu annir á þeim tíma árs.
Eins og fyrr getur, hefur allverulegur hóp-
ur af fólki fengið æfingu í að framkværoa
prófanirnar.
Athuganir þessar og prófanir voru m. a.
framkvæmdar allvíða á Austurlandi fyrra
hluta vetrarins, og var þá talsverðu slátrað
af því fé, sem sýndi jákvæða eða vafasama
útkomu við húðprófun.
Af 43 kindum af Völlum og úr Breiðdal,
sem reynzt höfðu jákvæðar eða vafasam-
ar við húðprófun og ég hafði tækifæri til
að athuga innyflin úr, fundust einkenni
um garnaveiki í 32. Engar breytingar
fundust í 11 kindum.
Gísli Guðnason frá Selnesi í Breiðdal,
sem er mjög vanur slíkum athugunum,
sendi mér upplýsingar um útkomu við
garnaskoðun, sem hann framkvæmdi á 89
kindum, er valdar höfðu verið til slátrun-
ar með húðprófun. Hann fann sjúklegar
breytingar í 61 af þessum kindum en
engar í 28 þeirra.
Páll Jóhannesson á Stöð skrifar mér um
19 kindur, sem eins var ástatt um og hann
athugaði innyflin úr. Reyndust skemmdir í
14 þeirra, en í 5 fann hann engar sjúkleg-
ar breytingar.
Aðrar upplýsingar, sem mér hafa borizt
um útkomu við slátrun, benda í líka átt.
Þess ber að geta, að á Austurlandi var
sums staðar ekki slátrað öllum kindum,
sem sýndu jákvæða húðprófun, en þær
frekar valdar, sem höfðu verra útlit eða
lakari þrif.
Við þessar húðprófanir, sem nú hefur
verið getið, var dælt 0,1 ccm. af aviantu-
berculini í skinn á hægra læri kindarinnar,
en útkoman athuguð þrem sólarhringum
seinna. Það kom greinilega í ljós, að ekki
mátti líða skemmri tími milli dælingar og
lokaaflestrar. Engin hreinsunarlyf voru
notuð, og virtist það hvergi koma að sök.
Við aflesturinn var ekki notaður húð-
þykktarmælir, en aðeins þreifað eftir húð-
fellingunni, og þannig gerður samanburð-
ur á húðinni á stungustaðnum og á til-
svarandi stað á vinstra læri. Gæta þarf
þess, að næg birta sé við aflesturinn, því
að oft sjást greinilegar litabreytingar á
húðinni kringum stunguna, og einnig er
húðin þar gjarnan hrjúfari vegna bjúg-
myndunar í henni. Ekki virtist aflestur-
inn á nokkurn hátt óákveðnari eða meira
um vafatilfelli, þó að húðmælingum væri
sleppt.
Þær breytingar á framkvæmd húðpróf-
ananna, sem nú hefur verið getið, ganga
allar í þá átt að gera verkið einfaldara
en auk þess að spara húðprófunarefnið.
Eins og nú stendur á, er engin von til
þess að takast megi með öðru móti að
framkvæma eins víðtækar húðprófanir á
sauðfé og þörf krefur. Mun síðar nánar
vikið að 'þessu. Framh.
Guðmundur Gíslason.
Verkalaun í Svíþjóð.
Núgildandi samningur um kaup og kjör
starfsfólks, við landbúnaðarvinnu í Sví-
þjóð, mælir svo fyrir, að vinnudagurinn
sé 9 y2 stund að sumri en 8 stundir að
vetrinum. Á laugardögum er aðeins unnið
til kl. 12.
Miðað við mánaðar- eða vikukaupið,
verður það á klukkustund: Ráðsmaður kr.
1.31, yfirfjósamaður 1.40, vinnumaður 1.24.
Þetta kaup er talið óhagstætt fyrir fram-
leiðandann og svo er sagt, að hann beri
ekki svona mikið úr býtum fyrir vinnu
sína.
En til þess að fara ekki hjálpar á mis
hafa sænskir bændur sætt sig við þetta
til bráðabirgða að minnsta kosti.