Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1946, Side 24

Freyr - 01.09.1946, Side 24
266 FRE YR fyrir mánaðarmót ágúst-sept. Af heyjum er fengurinn 1100—1200 hestburðir, kornupp- skeran er áætluð um 140 tunnur, kartöflu- uppskera 200—250 tunnur og svo ýmislegt annað smávegis, sem er í tilraunum, svo sem grasfræ, grænfóður og fleira. Með fáum orðum sagt: Uppskeran á Sámsstöðum stendur ekki í þetta sinn að baki því, sem gerizt í öðrum löndum á lanjgtum suðrænna breid'darstigi. Þetta getur lánazt hér á landi, en auðvitað því aðeins að búskapurinn sé stundaður með atorku, og að byggt sé á bæði þekkingu og reynslu. Ég hygg að ekki sé ofmælt þó að sagt sé, að hér fari allir þessir eiginleikar saman hjá þeim, sem standa fyrir búsfor- ráðum. Slíka menn þurfum við marga hér á landi. „Fögr er Hlíðin“, mælti Gunnar, þegar hann leit til baka á leiðinni í útlegðina. ,Heim vil ek aftr snúa“. Það var fegurð Fljótshlíðarinnar og ást Gunnars á land- inu, sem töfraði og togaði í hann, svo að hann vildi heldur heima vera en fara, hvað sem annars koma vildi. Það er sól og sumar, þegar ég ek um Fljótshlíðina í þetta sinn og ég skil vel, Klemenz og Ingólfur Þorsteinsson slá því föstu, aö uppskerutími hafranna sé í vcendum. að fegurð hlíðarinnar hlýtur að töfra þá sem þar eru upp aldir. Sólin baðar akra og engi og skín á reisu- legar, mjallhvítar byggingar, þegar ég ek heim að Sámsstöðum. Heima við íbúðarhúsið vex gróður sá, sem prýða þarf hvert íslenzkt sveitaheim- ili. Trén eru ekki gömul en þau eru þrótt- mikil og í örum vexti og runnarnir gefa fullþroskuð ber á þessu sumri. Innan dyra yrkir húsmóðirin jörðina í jurtapottum og upp úr þeim vaxa fjöl- breyttar tegundir gróanda, sem teygir stöngla og blöð móti birtunni og til lofts. En umhverfis bæinn breiðir landið sig með líðandi halla niður að ánni, sem nú er því nær þurr. „Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda“, kvað Jónas. í sumar hefir fyrir- hleðsla fyrir Þverá verið fullgerð, til þess að hindra frekara landbrot, af hennar völdum, en orðið er í Fljótshlíðinni. Fyrir landareigninni eru því árfarvegir og sand- ar, sem vonandi gróa upp innan skamms. Þá verður landnámsmanninum á Sáms- stöðum fengið nýtt verkefni til meðferð- ar, að nema það land og hagnýta á við- eigandi hátt. í dag eru það hinir fyrrnefndu 40 ha., sem eru til nytja, en þeir skiptast þannig, að 30 ha. eru graslendi, í 4 ha. var sáð byggi og í 3 ha. höfrum, á þessu sumri. Þá er 1 y3 ha. kartöfluakrar, en frærækt og tilraunir þekja um 2 ha. lands. Á Sámsstöðum er ekki aðeins rekinn venjulegur íslenzkur búskapur, heldur er þar og stunduð tilraunastarfsemi. Þeim, sem þekkir nokkuð til þess, hve vinnu- frek tilraunastarfsemi er, er það torskilin gáta, hvernig Klemenz annar öllum þeim fjölþættu störfum, sem þar er að leysa, svo liðfár sem hann er. Hér er sem sé skortur á vinnuafli eins \

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.