Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1946, Side 36

Freyr - 01.09.1946, Side 36
278 FREYR Svo lauk þessu sumri og haustið er geng- ið í garð. — Þegar þetta blað berst í hendur lesenda er heyönnum sjálfsagt alls staðar iokið en haustannirnar steðja að frá öll- um hliðum, því að margt er það sem ganga þarf frá áður en veturinn byjar. Sumarið hefir verið í röð hinna betri um land allt. Heyskapurinn hefir gengið rneð ágætum og eftirtekjan er mun meiri en vænta mætti, samanborið við mann- afla þann, sem á er að skipa. Þar sem þurrkarnir voru langvinnastir í júní spruttu harðlend útengi nokkuð seint, en ræktað land hefir verið vel sprottið, herma fregnir hvaðanæfa af landinu. í seinni slætti hefir eftirtekjan að vísu verið dálítið misjöfn, en hún er mjög háð því, hve ríflegan skammt bændurnir hafa haft af tilbúnum áburði. Því miður var nokkur brestur á honum í þetta sinn, einkum þar sem ræktun fer fram í stórum stíl. Út- heysfengur er víða talinn með rýrasta móti í þetta sinn. Stafar það af því, að fjöldi bænda hefir ekki séð þess neinn kost aö safna vetrarforða á grassnauðum engjareitum, enda er það ekki arðbær at- vinna nú um stundir. Það er nú kapps- mál þorra bænda að hraða túnræktinni svo að sem verða má, og losna sem fyrst að mestu eða öllu við útengja-heyskapinn. ★ Nýjasta tœknin til aðstoðar við hey- vinnuna er komin á nokkra staði og hafa verkin verið leikur á þeim stöðum, sam- anborið við hinar eldri aðferðir. Ræktaða landið er slegið með vélknúnum sláttu- útbúnaði og átengdri heyskúffu, er safnar grasinu saman, en það er strax flutt í hlöðu, sem í eru súgþurrkunartæki eða það er sett í votheyshlöðu; þar er hey- fengurinn fljóttekinn. Á Bændaskólanum á Hvanneyri hefir verið notuð sú aðferð við votheysgerðina, að heyið er flutt heim grasþurrt, því er mokað í heyskurðarvél, sem er sam- byggð blásara, en hann þeytir söxuðu hey- inu upp í votheyshlöðurnar. Útbúnaður þessi er af amerískri gerð og sá fyrsti af þessu tagi hér á landi. Hefir það reynst rnjög hagkvæm aðferð að fylla hlöðurnar á þennan hátt. Hvernig votheyið verður, sem fóður, mun reynslan leiða í ljós á komandi vetri, en þar sem loftið pressast úr heyinu og heyið þjappast mjög fljótt saman í gryfjunni, má ætla að það verði eins og vothey á að vera. ★ Það er með Jeppa-bílana eins og drátt- arvélarnar, að færri fá þá en vilja. Fréttaritarar úr ýmsum áttum greina frá gagnsemi þeirra við bæði að- og fráflutn-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.