Freyr - 01.09.1946, Qupperneq 12
254
FRE YR
yi/innu
Sumri hallar og vetrarforða handa bú-
fénu er nú bjargað í garð. Með hverju ári
sem líður breytist eitt og annað í verka-
hring íslenzkra bænda, í háttum þeirra og
umhverfi. Stundum eru breytingarnar
örar, stundum hægfara.
Til daglegu starfanna eru bændum nú
í hendur fengin hjálparmeðul, sem gera
þeim kleift að breyta umhverfinu á stutt-
um tíma og afgreiða ákveðin störf á
skemmri stund en áður gerðizt.
Þetta gildir um heyvinnustörfin eins og
svo margt annað. Gamlir menn og mið-
aldra minnast þess enn, að bóndinn stóð
með alla vinnumenn sína við sláttinn 14
—16 klukkustundir í sólarhring. — í tíð
þeirra, sem nú lifa, voru vinnumenn á
sveitaheimilunum ................
Þá var gaman að vera við heyskap,
segja öldungarnir, sem lifa í endurminn-
ingum liðins tíma. Þá stóðum við 8 á
spildunni. Þá var búið í tjöldum, þegar
heyjað var á engjum fjarri heimilinu og
þá var bundið á tuttugu og fjörum hestum
og það var hlutverk hraustra og snar-
ráðra drengja að vera lestamenn. Þá var
nú gaman að lifa.
Frásögnin um hætti og athafnir í æsku
þeirra, sem nú eru öldungar, er blandin
rómantískri kennd, og líðandi stund getur
ekki jafnast á við þá tíma, frá sjónarmiði
þeirra.
Það er satt, þá var fleira í heimili í
sveitinni og heimilisstörfin ef til vill ekki
eins bindandi og erfið, enda þótt vinnu-
dagurinn væri langur um hásláttinn.
Þúfnakollarnir voru kroppaðir með
skammbeittum spíkunum eða flugbeittum
einjárnungunum, eftir því hve snjallir
einstaklingarnir voru að búa sér í hendur
verkfæri þau, sem tilheyrðu starfinu.
Svo kom sláttuvélin og jafnframt var
þúfunum fækkað.
í kargaþýfi var heyinu snúið, það var
drílað eða fangað, og loksins sett í sæti,
galta eða bólstra, þar sem greiðfæran
blett var að finna. Að síðustu var það svo
bundið í reipi og því bisað á klakk.
Sátur, baggar, hestburðir, kaplar, eða
Bítur Ijár í skára.