Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 3
XLI. árgangur Nr. 17-18
REYKJAVIK, SEPTEMBER 1946.
Garnaveiki í saubfé
Helztu ráð til varnar aukinni útbreiðslu sjúkdómsins
JOHNINPRÓFANIR
Nú eru bráðum liðin átta ár, síðan fyrst
var byrjað að nota húðprófanir til útrým-
ingar garnaveikinni hér á landi. Johnin
frá einni stofnun í Englandi (Royal
Veterinary College) reyndist vel, og er
þessa nokkuð getið í bæklingi mínum um
þetta efni 1939 (3). Næstu árin voru fram-
kvæmdar húðprófanir á sauðfé í stórum
stíl með þessu húðprófunarefni. Virtist góð-
ur árangur af þessum prófunum fyrstu ár-
in, og í mörgum fjárhópum tókst svo vel
að hreinsa burtu garnaveika féð, að áhrif-
anna gætti árum saman. En efnið reyndist
ekki eins vel, þegar frá leið, og 1941 fékkst
endurtekin staðfesting á því, að það dugði
ekki lengur til þess að greina nema mjög
lítið brot af sjúka fénu. Þetta var til-
kynnt viðkomandi stofnun í Englandi og
leitað upplýsinga um ástæður til þeirrar
breytingar, sem virtist orðin á Johnininu.
Ekki tókst að finna neina slíka ástæðu,
en Níels Dungal prófessor, sem sigldi til
Englands, meðal annars vegna þessa máls,
fékk það persónulega upplýst, að slíkar
breytingar á árangri við húðprófanir af
Johnini, framleiddu nákvæmlega á sama
hátt, væru þekktar, án þess að hægt væri
að gefa nokkrar skýringar á fyrirbrigðinu.
Húðprófanirnar stöðvuðust nú alveg, þar
eð ekkert nothæft efni var fáanlegt, og
einnig höfðu margir bændur misst trúna á
þær vegna þessara mistaka. Árin 1938—
1941 var húðprófað á annað hundrað þús-
und fjár á öllu landinu.
Nú hefir garnaveikin breiðzt mjög út
um landið og um leið magnazt til mikilla
muna. Hvergi hefir tekizt að útrýma henni
með öllu, jafnvel þótt gripið hafi verið til
mjög róttækra ráðstafana, svo sem niður-