Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 8

Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 8
308 PREYR Hér skal þess aðeins getið, að Jósef átti sæti í yfirskattanefnd Skagafjarðarsýslu um 20 ára skeið. Formaður var hann í bún- aðarfélögum og lestrarfélögum bæði í Hóla- og Viðvíkurhreppi. Hreppstjóri var hann um skeið og gegndi oddvitastörfum. Jósef var algjör bindindismaður og var formaður í bindindisfélagi og I.O.G.T- stúku um og eftir aldamótin. Margt fleira mætti nefna um félagsmálastarfsemi Jósefs í héraði, þótt því verði sleppt hér. Að öllu slíku starfaði Jósef af alúð og trú- mennsku og bjargfastri trú á lýðræðis- skipulag í öllum þjóðfélagsmálum. Jósef Björnsson var þríkvæntur. Fyrstu konu sína, Kristrúnu Friðbjarnardóttur, missti hann eftir árs sambúð árið 1882. Jósef kvæntizt öðru sinni árið 1884, Hólm- fríði Björnsdóttur bónda á Ásgeirsbrekku, Pálmasonar. Hún andaðist eftir 10 ára sambúð. í þriðja sinn kvæntist Jósef 1898 Hildi Björnsdóttur, systur Hólmfríðar. Lifir hún mann sinn. Þessar konur allar munu hafa verið hinar ágætustu. Sá er þetta ritar, hefir aðeins haft kynni af frú Hildi og þekkir af eigin raun, að það er mikilhæf sæmdarkona, ágætlega gefin á allan hátt. Var frú Hildur samhend manni sínum í því að gera heimili þeirra hið prýðilegasta. Var ávallt unun að koma á heimili þeirra óg njóta þar kynna við hina mikilhæfu og skemmtilegu húsráð- endur. Jósef Björnsson eignaðist 14 börn og eru 8 þeirra á lífi. Öll hafa þau mikla hæfileika og myndarskap í hvívetna. Lengst af frá 1902, er Jósef gerðizt kennari við skólann á Hólum, bjó hann jafnframt búi að Vatnsleysu í Viðvík- ursveit. Vatnsleysa var rýrðar kot, þegar Jósef fluttizt þangað um aldamót. En hann ræktaði þar mikið tún og reisti stórt og vandað íbúðarhús á jörðinni. Vatnsleysa var því bezta býli þegar Jósef fluttizt þaðan, enda var jörðin þá, eða litlu fyrr, gerð að prestssetri fyrir Viðvíkurprestakall. Jósef fluttist til Reykjavíkur árið 1941 og dvaldi þar síðan. Hafði hann nokkru fyrr orðið fyrir þungu veikinda áfalli, sem flestir vinir hans óttuðust að myndi yfir- buga hann. En með undraverðu þreki og þrautseigju heppnaðist honum að rétta við aftur að nokkru leyti, þótt starfsþrekið væri eðlilega að mestu bilað. Hugur hans til Skagafjarðar og hve nátengdur því hér- aði hann var, kom greinilega í ljós við brottför hans úr héraðinu. Þá afhenti hann sýslubókasafni Skagafjarðar allt sitt mikla og góða bókasafn. Um leið og vér kveðjum Jósef Björnsson hinnztu kveðju, minnumst vér þess sér- staklega, að vér erum þar að kveðja síð- asta fulltrúa heillar kynslóðar, frumherj- ana íslenzku, sem hófu störf sín til við- réttingar landbúnaði vorum, eftir að Al- þingi fékk löggjafarvald 1874. Um þær mundir hófu allmargir ungir menn bú- fræðinám erlendis. Þessir menn vissu og skildu það, að dögun nýrrar aldar var í aðsigi. Þeir vissu að breyta varð um starfs- aðferðir við landbúnaðinn. Þeim var ljóst, að þær fyrirmyndir varð að sækja til annarra landa. Þeir brutu ís fordóma og vanþekkingar, leituðu eftir því bezta, sem þá þekktizt erlendis, fluttu nýmæli heim og leituðuzt við að gróðursetja þau í íslenzkri mold. Þessum frumherjum íslenzkrar búfræði og búvísinda eigum vér óendanlega mikið að þakka, já mikið meir en almennt er við- urkennt. Aðstaða þeirra og kjör voru öll þannig, að ekki var hent öðrum en bjartsýnum, dáðríkum hæfileika- og á- hugamönnum að marka spor til viðreisn- ar. Jósef Björnsson er hinn síðasti úr þeirri glæsilegu sveit ungra manna, sem á þessu tímabili komu til starfa með þjóð

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.