Freyr - 01.11.1946, Síða 10
310
FRE YR
um hafa sýklarnir oftast aðsetur í eggja-
kerfi hænanna, en þá sjaldan hanar bera
í sér sýklana, er þá helzt að finna í goll-
urshúsinu og stundum í eistunum. Hænur
geta lifað lengi með þessa sýki, eins og
ekkert sé að. Varpið helzt nokkurn veginn
eðlilegt a. m. k. framan af, en sá galli er
á, að sum egg þeirra eru menguð sýklum,
og eru þeir þá í rauðunni. Séu nú þessi
egg höfð til neyzlu, kemur það ekki að
sök, en ef þeim er klakið út, erfa urigarnir
sóttkveikjuna, og þá „byrjar ballið“. Flestir
ungarnir verða að lúta í lægra haldi fyrir
sýkinni, en sumir lifa af, eins og áður er
sagt, og hringrásin hefst að nýju. En þar
með er sagan ekki öll. Ungar, sem koma
heilbrigðir úr eggjunum, geta hæglega
sýkzt af jafnöldrum sínum, og breiðist
veikin þannig ört út í unga hópnum. En
eftir því, sem ungarnir komast á legg og
þroskast, vex mótstaða þeirra gegn sýk-
ingu.
Þó að veiki þessi sé skæðust í ungunum,
segir hún einnig til sín í fullorðnum fugl-
um. Kemur það stundum fyrir t. d., að
hægfara veiki í hænu brýzt út í bráða
sýki, og einnig getur það átt sér stað, að
fullvaxnir fuglar verði fyrir sýkingu, þó að
það sé að vísu ekki algengt. Er slíkrar
smitunar helzt að vænta, ef heilbrigðir
fuglar eru parrakaðir mikið saman við
sýklabera, og aðbúnaður er slæmur að öðru
leyti.
Sjúkdómseinkenni.
í ungunum koma sjúkdómseinkennin
fram með ýmsu móti. Sumir drepast þó
svo ungir, að engra einkenna verður vart,
deyja meira að segja einatt í eggjunum.
Hinir, sem hjara nokkra daga, verða daufir
í bragði, híma lúpulegir í hnipri með lokuð
augu, halda sig þráfaldlega í hlýjunni
undir ungafóstrunni eða hjúfra sig undir
móðurina. Þeir hreyfa sig mjög lítið, eru
sinnulitlir um það, sem fram fer kring um
þá, narta öðru hvoru í matinn án lystar.
Stundum ískrar í þeim eymdarlega, eins
og væri af sársauka. Margir fá skitu, og
á gumpinn kemur þá hvítur, límkenndur
klessingur, sem storknar þar. Af þessu er
dregið eitt af nöfnum sjúkdómsins, eins
og áður er sagt, en þó mun einkenni þetta
ekki vera með öllu einskorðað við þennan
sjúkdóm. Er talið, að það geti einnig staf-
að af öðrum kvillum.
Ungar, sem lifa veikina af, eru oftast
nokkurn tíma að ná sér, en að jafnaði
losna þeir aldrei við sýklana til fulls. Að
öðru leyti vaxa þeir og þroskast eðlilega,
og sjaldan er hægt að sjá nokkur ákveðin
sjúkdómseinkenni á fuglum með þess kon-
ar langvinna sýkingu. Þeir endast þó
venjulega verr til varps, og stundum kem-
ur fram bráða sjúkdómsformið, sem lýsir
sér að ýmsu leyti svipað og í ungunum.
Líffærabreytingar.
Þegar allt er með felldu, eru jafnan inn-
an í ungunum, eftir að þeir koma úr eggj-
unum lítilsháttar leifar af eggjarauðunni
Þetta hangir á mjóum sepa við garnirnar
sem rauðgul kúla og er ungunum forða-
næring. Þessi forði eyðist upp á fáum dög-
um og hverfur. Þegar krufnir eru ungar,
sem klakizt hafa út úr sýktum eggjum,
kemur oft í ljós, að þessi rauðukúla er
óeðlileg útlits, stundum korpnuð eða
hrukkótt og innihaldið eðjukennt, gul-
grátt og gruggað. Ekki er þetta einhlítt
einkenni í öllum ungum, sem drepast úr
hænsnataugaveiki, en aftur á móti er oft
hægt að sjá ýmsar aðrar líffærabreytingar,
einkum þó í lungunum. Þar myndast
stundum örlitlir nabbar eða hnútar, sem
fara stækkandi eftir því, hvað ungarnir
lifa marga daga með sýkina. Svipaðir nabb-