Freyr - 01.11.1946, Side 16
316
FREYR
Norðurlandabúa. Veldur því skortur á
vinnuafli, einkum við landbúnaðarstörf.
En ráðninga- og ferðaskrifstofur land-
búnaðarins á Norðurlöndum hafa nú tekið
upp þá starfsemi, sem lá kyrr á stríðsár-
unum, að hlutast til um ferðir og dvalir
ungra manna og kvenna á vixl milli
landanna.
Hefir Búnaðarfélagi íslands boðizt hlut-
deild um þátttöku í þessari starfsemi, og
er því þess að vænta, að með milligöngu
Búnaðarfélagsins annars vegar og hinna
nefndu opinberu stofnana hins vegar,
verði hægt að sinna óskum nokkurra
bænda, er hyggja að ráða til sín Norð-
urlandabúa til landbúnaðarstarfa. Ferða-
skrifstofurnar rannsaka ætið gaumgæfi-
lega alla pappíra þeirra hlutaðeigenda,
sem óska að ráðazt á vegum þeirra og senda
ekki úr landi aðra en þá, sem hafa hæfi-
leika í samræmi við þær kröfur sem gerð-
ar eru. Þá hefir og Dansk-íslenzka félagið
í Kaupmannahöfn í hyggju að annast
milligöngu um ráðningu Dana hingað ef
ástæður leyfa eins og gerðizt á árunum
fyrir stríð. En hvernig sem hlutunum
verður ráðstafað á þessu sviði, þá er eitt
víst, að fyrirætlanir og ákvarðanir geta
allar að engu orðið nema unnið sé að mál-
unum með nokkrum fyrirvara.
Sambands Nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar.
Fyrir 10 árum hófst starfsemi sú á
Norðurlöndum, sem nefnd hefir verið
„gervisæðing búfjár“. Starfsemi þessi hef-
ir á nefndum slóðum rutt sér mjög til
rúms og beint allri kynbótastarfsemi í
nýja farvegu. Hún er í því fólgin, að all
fjölbrotin tækni er notuð til þess að safna
sæði karldýranna, varðveita það undir á-
kveðnum heppilegum geymsluskilyrðum og
skipta því í smáskammta til sæðingu
kvendýranna.
Á þennan hátt er hægt að hagnýta af-
burða skepnur til kynbóta miklu betur
en ella. Hrúturinn eða nautið geta á þenn-
an hátt eignast langtum fleiri afkvæmi en
ef náttúrleg frjóvgunaraðferð er notuð.
Starfsemi sú, sem hér um getur, hófst í
Danmörku árið 1936 og hefir náð svo mik-
illi útbreiðslu þar í landi, að talið er að
um 500 þúsund kýr muni frjóvgaðar með
gervisæðingu árið 1946.
Höfðu dýralæknar framkvæmdir með
höndum fyrstu árin, en nú eru búfræði-
kandidatar og eftirlitsmenn nautgripa-
ræktarfélaganna menntaðir til starfsem-
innar.
Á öðrum Norðurlöndum er gervifrj óvgun
einnig hafin, en hvergi svo langt á veg
komin sem í Danmörku. í Englandi, Rúss-
landi og Ameríku er þessi kynbótastarf-
semi einnig orðin all útbreidd.
Tveir íslenzkir búfræðikandidatar hafa
numið sérstaklega þau störf er tilheyra
hlutverkum þeim, sem tengd er þessari ný-
tízku-kynbótastarfsemi. Hjörtur Eldiárn
nam störf þessi í Englandi en Sverrir Arn-
grímsson í Danmörku.
* *