Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 18
318
FRE YR
komast með sæði frá stöðinni, en fyrir-
hugað er að hún láni nautkálfa sína um
tíma á slíka staði.
Á því svæði, sem nú er mjólkursam-
lagssvæði Eyjafjarðar, munu vera um 2500
kýr samtals og þeim fjölgar frá ári til árs.
Er hér því ærið verkefni framundan þótt
stöðin hafi ekki önnur hlutverk en gervi-
sæðingu nautgripa. En eiginlega ættu Ey-
firðingar ekki að láta staðar numið við
það, ef vel tekst á þessu sviði. Starfssviðið
ætti að ná til allra greina búfjárræktar-
innar og þarna ætti að verða líffræðileg
og hagnýt kynbótastöð héraðsins.
Eins og sakir standa er enginn ráðu-
nautur hjá Nautgriparæktarsambandinu.
Hin venjulega ráðunautsstarfsemi er tengd
stöðinni og má vera að heppilegast reynist
að halda því fyrirkomulagi framvegis
þannig, að bæði hin eiginlega kynbóta-
starfsemi og eftirlit með afurðamagni ein-
stakra kúa hafi miðstöð hér.
Stöðin hóf starfsemi sína í maímánuði
í vor og var þegar búið að sæða um 250
kýr um miðjan september. Þátttakan er
almennust á Akureyri því að þar hefir
þarfanauti verið fargáð og allar kýr eru
sæddar samkvæmt samningi við kúaeig-
endur.
Árangurinn af sæðingunni hefir hingað
til reynst mjög góður, þar eð um 80 af
hundraði sæddra kúa eru með kálfi eftir
fyrstu sæðingu.
Er það mun betri árangur en sums stað-
ar annars staðar gerist, en þess ber að
minnast í því sambandi, að sumarið er
sá tíminn, sem vænta má hins bezta ár-
angurs.
Hvert fyrirkomulag verður um rekstur
stöðvarinnar í framtíðinni er enn ekki
fullráðið. Á meðan verið er að hrinda
starfseminni af stokkunum, hafa mjólkur-
framleiðendur samþykkt þá fjáröflunar-
i
leið, að fyrsta árið verður tekinn hálfur
eyrir af hverjum mjólkurlítra, sem kemur
til mjólkursamlagsins, enda verður sæð-
ingin þá framkvæmd meðlimum SNE að
að kostnaðarlausu, þeim er þess óska.
„Hvat er jpat undra
er ek áti sá . .?"
Leið mín lá um Hvanneyri í sumar.
Nokkrir nautgripir, frá skólabúinu, voru
á beit skammt frá veginum. Þótti mér
kynlegt að halann vantaði á þá flesta.
Ég hafði nýlega lesið smágrein í tíma-
ritinu „Úrval“ þar sem sagt var frá kyn-
blöndunartilraunum, á tilraunarstöð land-
búnaðarins í Albertafylki í Ameríku, sem
reyndi að kynblanda hinn villta vísund
við ræktað nautgripakyn og tókst það
með allgóðum árangri. Kom mér því fyrst
í hug að hér gæfi að líta óþekkt kynblönd-
unarafbrigði , t'. d. hreindýra og nautgripa,
er sameinaði að einhveriu leyti einkenni
beggja tegundanna. Þessi tilgáta reynd-
ist þó röng. Málið var miklu einfaldara.
Halarnir höfðu verið stýfðir af kálfunum.
Kvað þetta gert til þess að nautgripirnir
óhreinkuðu sig ekki í fjósinu.
Ef skólastj órinn telur þessa „nýsköpun“
— halastýfinguna — snjallræði og bú-
hnykk, sem ætla má að hann geri og raun
ber vitni um, þá má furðulegt heita að
hann skuli ekki nú þegar hafa hafið „fag-
legan“ áróður til útbreiðslu þessarar ný-
ungar. Hefði það verið í góðu samræmi við
ritgerð hans í búnaðarblaðinu Frey no.
7—8, 1944, þar sem hann fjölyrðir mjög
um nauðsyn „faglegs“ áróðurs til efling-
ar landbúnaðinum.
Ekki vek ég þó máls á þessu hér, til