Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1946, Qupperneq 24

Freyr - 01.11.1946, Qupperneq 24
324 FRE YR meira kjötmagn í landinu, en verðlags- nefnd landbúnaðarafurða hafði reiknað með, og var talið að verðJ'öfnunargjald hefði þurft að vera hærra. Varðandi verðjöfnunargjald þessa árs kom fram svohljóðandi tillaga, er sam- þykkt var með öllum atkvæðum: Búnaðarráð samþykkir að verðjöfnunargjald á kindakjöti af þessa árs framleiðslu megi verða allt að kr. 1,50 pr. kg. Á fundunum kom fram erindi þess efnis, að framvegis yrði leyft að selja mjólk og mjólkurvörur úr Dalasýslu á verðjöfnun- arsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. í þessu sambandi kom fram svohljóðandi tillaga: Búnaðarráð samþykkir að mjólkurverðlagssvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar verði fært út og að Dalasýsla verði innan þessa verðjöfnunarsvæðis hér eftir. Bændur í Dalasýslu verði starfandi inn- an Mjólkursamlags Borgarfjarðar. Tillaga þessi var samþykkt með öllum atkvæðum. Svohljóðandi tillaga var borin fram og samþykkt með 20 samhljóða atkvæðum: Út af bréfi atvinnumálaráðuneytisins frá 17. des. 1945. þar sem óskað er umsagnar Búnaðarráðs um þingsályktunartillögu um skipulag á fram- leiðslu kindakjöts fyrir innlendan markað, ályktar Búnaðarráð að nauðsynlegt sé að hefja undirbún- ing að skipulagningu landbúnaðarframleiðslunnar og beinir þeirri áskorun til Alþingis og ríkisstjórn- ar, að skipuð sé nefnd til endurskoðunar afurða- sölulaganna og heildar athugunar á framleiðslu- málum landbúnaðarins. Hafi nefndin lokið störf- um svo fljótt, að Alþingi geti gengið frá nýrri lög- gjöf um þessi mál fyrir næsta verðlagsár. Telur Búnaðarráð eðlilegt að þessi endurskoðun fari fram í sambandi við 11. gr. laga um verð- lagningu landbúnaðarafurða frá 19. marz 1946. Nefnd sú sem fjallaði um hagnýtingu markaða m. fl. bar fram eftirfarandi til- lögur, sem allar voru samþykktar í einu hljóði: a. Búnaðarráð beinir þeim tillögum til verðlags- nefndar, að hún beiti sér fyrir því við ríkis- stjórn og S. í. S. að gerðar verði ýtarlegar til- raunir um hraðfrystingu kindakjöts og slátur- afurða, bæði fyrir innlendan og erlendan mark- að og öflun markaða innanlands og utan. b. Búnaðarráð beinir því til verðlagsnefndar að hún beiti sér fyrir því að framkvæmdar verði hið fyrsta bætiefnarannsóknir á íslenzku dilka- kjöti, svo og gildi þess að öðru leyti sem fæðu. Telur ráðið í því efni rétt, að leitað verði til dr. Skúla Guðjónssonar, sem hins þekktasta fræði- manns í þeim efnum. c. Búnaðarráð beinir til verðlagsnefndar eftirfar- andi, varðandi markaðsöflun fyrir mjólkur- afurðir: 1. að hafin verði ýtarleg rannsókn á því, á hvern hátt bezt muni vera að greiða fyrir innanlandssölu á ostum t. d. með fram- leiðslu fleiri ostategunda, auglýsingum o. þ. h. 2. að betur verði nýttir ýmsir markaðsstaðir fyrir mjólk og mjólkurafurðir, en hingað til hefir verið. 3. að hafin verði rannsókn á því, hvort tiltæki- legt sé að koma hér á framleiðslu þurkaðs ostefnis til iðnaðar innanlands og utan. 4. að beita áhrifum sínum til þess að fyrirskipað verði, að eingöngu verði notað smjör til viðbits í sjúkrahúsum, veitingahúsum og öðrum opinberum matsölustöðum. Nefnd sú, er gera átti tillögur um gæöa- flokkun og verðflokkun landbúnaðaraf- urða, lagði fram svohljóðandi álit: a. Flokkun kindakjöts: 1. Búnaðarráð telur ekki æskilegt eða heppi- legt að breyta þeim lögum og reglum, sem um það gilda, en telur nauðsynlegt að meira samræmi náist í framkvæmd þeirra, sérstak- lega að því er snertir gæðamatið. Vill ráðið í því sambandi benda á, að það telur nauð- synlegt að efna til námsskeiða fyrir kjöt- matsmenn í landinu, svo oft sem föng eru á og telur æskilegt að beitt verði áhrifum til að fá því máli framgengt. Að því er snertir mat á stórgripakjöti, telur Búnaðarráð að

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.