Freyr - 01.11.1946, Blaðsíða 26
FftEÝIi
32é
það mál sé ekki nægilega undirbúið til þess
að gera ákveðnar tillögur í því, en vill
beina því til verðlagsnefndar að undirbúa það
og framkvæma, eftir því sem hún telur fært
og heppilegt.
2. Mat á mjólk og mjólkurafurSum:
Búnaðarráð sér ekki ástæðu til að gera neinar
tillögur til breytinga í því efni. þar sem ráðið
telur, að það mál sé í góðum höndum sem er
mjólkurbúanna, sem ráðinu er kunnugt um að
vinna að áframhaldandi umbótum á því sviði
með bættum og auknum tækjum og með hlið-
sjón af þeirri reynslu, er þau fá með ári
hverju.
3. Búnaðarráði er kunnugt um það, að mat á
kartöflum er þegar komið til framkvæmda í
nokkrum kaupstöðum landsins, en telur æski-
legt, að slíkt mat næði yfir allar kartöflur sem
seldar eru í landinu. Mat á grænmeti er nú í
höndum gróðurhúsanna, sem það framleiða og
er það samræmt fyrir milligöngu sölumiðstöðva
þeirra. Telur Búnaðarráð að líku máli sé að
gegna um það, sem mat á mjólk og mjólkur-
afurðum og sér því ekki ástæðu til að gera nein-
ar tillögur 1 því efni. Hinsvegar vill Búnaðar-
ráð benda á það, að æskilegt væri að komið yrði
á mati á gulrófum sem ætlaðar eru til sölu, og
ákveðið verðlag á þeim.
4. Um mat á ull og gærum sér Búnaðarráð ekki
ástæðu til, eða tök á að gera tillögur til breyt-
inga, en telur það gleðiefni að verkun á ull er
nú óðum að færast í betra horf en áður var.
Allar þessar tillögur voru samþykktar
með samhljóða atkvæðum.
í sambandi við víðtækar umræður um
kjötsölufyrirkomulag á árinu 1945—46 var
eftirfarandi samþykkt með samhlíóða at-
kvæðum:
Að gefnu tilefni beinir Búnaðarráð eftir-
farandi til verðlagsnefndar:
1. að stefnt verði að því, að kjötbirgðir verði að
íullu seldar, er slátrun hefst næsta haust.
2. að haga svo ákvörðun verðjöfnunargjalds. að
tryggt megi telja, að verðjöfnunarsjóður
hrökkvi til útgjalda þeirra, er á hann verða
lögð, svo að ekki þurfi að færa milli ára
halla, eins og nú.
3. að vinna að því að ríkissjóður greiði halla þann,
er orðið hefir hjá verðjöfnunarsjóði á þessu
ári.
4. Verði svipað fyrirkomulag og nú er um niður-
greiðslur á kjöti til neytenda, en kjötbirgðir of
miklar, er líður á næsta vor, til sölu á venjuleg-
um innanlandsmarkaði, og útflutningsverð ekki
hærra en nú. verði bændum gefinn kostur á að
kaupa fyrir ekki hærra verð en neytendur bæj-
anna raunverulega greiða, allt að því magni er
annars yrði að selja fyrir lægra verð á erlend-
um markaði. Ætti slíkt að gera hvort tveggja
í senn: auka innanlands neyzluna að miklum
mun og um leið stuðla að hærra meðalverði en
fást mundi, ef útflutningur yrði mjög mikill.
Þá var eftirfarandi tillaga samþykkt meö
18 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarráð telur að fyrirkomulag á niðurgreiðslu
kjötverðs til neytenda á framleiðslu ársins 1945,
hafi verið óheppilegt og dregið verulega úr sölunni,
þar sem bæði að ákvörðunin kom of seint fram,
svo og hitt að verulegur hluti þjóðarinnar var úti-
lokaður frá hlutdeild í niðurgreiðslu, ásamt því að
engin trygging er fyrir því, að allir þeir sem niður-
greiðslu njóta neyti kindakjöts. Beinir Búnaðarráð
því eindregið til verðlagsnefndar að beita sér fyrir
því að þetta endurtaki sig ekki, heldur verði á-
kvæðin um niðurgreiðslu birt samtímis verðalgs-
ákvörðuninni og að niðurgreiðsla nái jafnt til neyt-
enda í landinu og verði framkvæmd með einskon-
ar skömmtunarfyrirkomulagi.
Svohljóðandi tillaga í tveimur liðum var
samþykkt:
Búnaðarráð beinir því eindregið til verðlags-
nefndar, að svo miklu leyti sem henni er mögu-
legt, að fá því framgengt:
1. að verðskrá landbúnaðarafurðir í haust í sam-
ræmi við sex-mannanefndarálitið, að við-
bættum öllum hækkunum, er síðan hafa
orðið samkvæmt landbúnaðarvísitölu, þar
með talin vísitöluhækkun ársins 1944, 9,4%,
sem felld , var niður þá og síðan.
2. að beita sér fyrir því við ríkisstjórnina og Al-
þingi, að útflutningsuppbætur fáist greiddar
á þann hluta kjöts og mjólkurafurða, sem
þurfa kann að flytja úr landi, svo að bænd-
ur geti fengið fyrir þessa vöru fullt sex-
mannanefndarverð, ásamt vísitölu.