Freyr - 01.11.1946, Page 29
FREYR
329
annarra er næstir þeim koma í röðinni,
gefa tilefni til þess að hugleiða hvort ekki
muni viðeigandi að leggja stund á hrossa-
rækt hér á landi í því skyni að skapa gæð-
inga, til nota innan lands og utan.
í sannleika sagt og í stuttu máli sagt:
Þetta er sérstök bók, sem valið hefir verið
sára-yfirlætislaust og hversdagslegt nafn,
í samræmi við þá orðgnótt er hún geym-
ir hefðu nöfn eins og Þeysireiðar, Jóreykir,
Hlaðsprettir, Hófadynur eða önnur álíka
heiti verið betur viðeigandi. Og svo hefði
hún verðskuldað að vera prentuð á betri
pappír en raun er á.
★
Garðyrkjuritið 1946.
Garðyrkjuritið 1946 kom til meðlima
garðyrkjufélagsins í miðjum gróanda. Það
er í þetta sinn fjölbreytt að efni og frá-
gangur þess hinn bezti. Helmingur þess er
skrifaður af ristjóranum, Ingólfi Davíðs-
syni, mag. scient., er hefir tekið til með-
ferðar ýms atriði varðandi garðyrkjuna, á
félagslegum og faglegum grundvelli.
Veigamesta ritgerð hans er um fjölærar
skrautjurtir, sem ræktaðar eru hér á landi.
Sem við má búast af grasafræðingi, hefir
hann skipað þeim kerfisbundið í ættir og
tegundir, og lýsing af hverri jurt er skráð
svo vandlega, að hver sá er þekkir deili
á hinum einstöku hlutum jurtanna, kemst
vart í villu ef greina skal eftir lýsing-
unum.
Þá má nefna „Tómatahjal“ með skáld-
legri fyrirsögn og lýsingu á tómatajurt-
inni og ræktun þessa jarðargróða. Þá er
fróðleg grein um, Gróður, kulda og ryk,
eftir sama höfund.
Af öðrum ritgerðum Garðyrkjuritsins má
nefna: „Jarðhiti á íslandi og hagnýting
hans“ eftir Steinþór Sigurðsson. Er hér
gefið glöggt yfirlit yfir hitasvæði landsins,
heitar vatns-uppsprettur og vatnsmagn
þeirra.
Þá er grein um hraðfrysting grænmetis,
eftir Dr. Jakob Sigurðsson. Ennfremur rit-
gerðir eftir Sig. Sveinsson, N. Thyðjerg
og fleiri.
Garðyrkjuritið á áreiðanlega erindi til
fleiri manna en fá það nú. Það væri á-
stæða til þess, að búendur sveitanna hag-
nýttu hollræði þau, er það hefir að geyma
og gerðu sér að gagni þau góðu ráð, þvi
að hver sá gróður, sem upp er skorinn af
akri bóndans, er björg í búið, bústofni og
fólki til þrifa og heilbrigðisauka. En eins
og við er að búast, þarf mörg góð ráð að
gefa þeim, sem eru byrjendur í listinni.
Garðyrkjuritið er fyrst og fremst fyrir
garðyrkjumenn, en það þyrfti að ná til
þeirra líka, sem ennþá eru ekki orðnir það.
Efld garðyrkja og aukin neyzla garðávaxta
tryggir búsæld bóndans, því að „hollt er
heima hvat“.
★
Ársrit Skógræktarfélags íslands.
Ársrit Skógræktarfélagsins er að þessu
sinni 149 blaðsíður að lesmáli. Þriðjungur
þess er fróðleg ferðasaga, rituð af Hákoni
Bjarnasyni, skógræktarstjóra. Segir þar
frá för hans til Alaska haustið 1945.
Ferðasagan er prýdd mörgum myndum
frá þeim fjarlægu slóðum, sem, að því er
landslag snertir, minnir nokkuð á ísland.
Þá ritar skógræktarstj órinn yfirlit um 45
ára skógræktarstarf á fslandi og greinir
frá bæði athöfnum og árgangi á hinum
ýmsu stöðum.
Einar E. Sœmundsson, skrifar um Næf-
urholtsskóga og rekur í stórum dráttum
sögu landsvæðis á ofanverðum Rangár-
völlum, allt frá árinu 1104 fram á 19du
öld, en framhald ritgerðarinnar kemur á
næsta ári.