Freyr - 01.11.1946, Síða 37
Vinur mannsins og félagi. Einn traustasti máttarviðurinn
hefir þú verið í menningarlífi þjóðarinnar og þróun í þúsund ár.
^öorfntr góðí^íar
eftir ÁSGEIR JÓNSSON frá Gottorp, stílsnillinginn næstum sjötuga.
Hér Itafa bjargazt á síðustn stundu merkustu sagna-
þættir er þjéðin á í fárusn símim um norðlenzka
góðhesta.
Síðan dr. Broddi Jóhannesson flutti í útvarpið á síðastliðnum vetri þáttinn um Nótt
á Svignaskarði, og þjóðinni þar með gefinn kostur á að kynnast þáttum þessum, hefir
útkomu þeirra verið beðið með mikilli eftirvæntingu um land allt. Vegna erfiðleika á
útvegun pappírs, er upplag bókarinnar mjög lítið, og ættu menn því að tryggja sér hana
strax í dag.
Bókin er 407 bls. í stóru broti, auk mynda af ýmsum mönnum og hestum.
í eftirmála segir höfundurinn m. a.: .. Hestarnir hafa borið okkur á sínum fimu
og styrku fótum frá vöggunni til grafarinnar .... Feður og mæður okkar hittust á hest-
baki við hoppandi og hljómfagra lækinn eða við kyrrlátu lindina í faðmmjúka blöm-
hvamminum, þar sem Freyjukettir og ástarguðir með sínum töfrasprotum settu á hreyf-
ingu þær magnþrungnu kenndir, sem sameina karl og konu og sköpuðu nýtt líf, nýjan
blómknapp .. Þá var nú alkunna þeysireiðin og þrekraunin fyrir hestana, þegar
amma lagðist á sæng og von var á, að nýr íslendingur bættist í búið. En þá reyndi nú
fyrst á fjör og þrek hestanna, þegar börnin lögðust í barnaveiki eða afi í lungnabólgu,
og þetta gerðist innst inni í afdölum og heiðabýlum um hávetur við fannkingi, umbrota
færð, stórhríðar og jökulvötn .... Og að lokum: Ekki varð komizt af án aðstoðar hest-
anna við það kyrrláta ferðalag, þegar afi og amma voru flutt síðasta áfangann ....“.
Það hlýíisr að vera hjartiir geislahasigiir um legstað
þessarra horfira góðhesta.
„Kona gekk frá hesthúsinu heim að bænum með fötu í hendi .... hún kom frá því
að kveðja vininn sinn hinztu kveðju .... og sólin brosti gegnum þokutjaldið, eins og
hún vildi senda geisla sina í kveðjuskyni yfir þetta fræga fallna náttúrubarn, sem hún
hafði alið og fóstrað og gefið lífsmagn til hinztu stundar“.
Nú eru þeir horfnir, þessir yndislegu vinir, en minning beirra er skráð, sem einn
dýrmætasti gimsteinn íslenzkra bókmennta.
AÐALÚTSAIiA XOBÐBA H.F.
Pósthólf 101 — Reykjavík.