Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 2. MAÍ2005 Fréttir DV Af Hard Rock ásafn Vegna væntan- legrar lokunar Hard Rock í Kringlunni hafa margir lýst áhyggjum sínum yfir framtíð minj- anna sem á staðn- um hafa verið en nú hefur verið rætt við Poppminja- safn íslands í Reykjanesbæ. Til þess að tryggja að munir í eigu íslenskra poppara, sem þeir hafa falið staðn- um til varðveislu, verði vel varðveittir og á stað þar sem þeim verður fullur sómi sýndur er verið að skoða þennan möguleika um hugsanlega varðveislu minjanna þótt ekkert hafi verið ákveðið í þeim efiium ennþá, en frá þessu er greint á heimasíðunni reykjanesbaer.is.- FL-Group hættirvið ol- íufélögin Forsvarsmenn Reykja- nesbæjar og FL-Group (Flugleiðir) hafa undirritað viljayfirlýsingu þar sem ráðgerð er uppbygging mannvirkja í Helguvík til innflutnings, geymslu og flutnings eldsneytis á veg- um FL-Group. Hingað til hafa olíufélögin á landinu þjónustað Flugleiðir með flugvélaeldsneyti og hefur það verið um 20% af heild- arinnflumingi eldsneytis til landsins og mun því inn- flutningurinn draga veru- lega úr hagnaði olíufélag- Shadows í Krikanum Hin fom- fræga breska gítarhljóm- sveit The Shadows held- ur eina tón- leika í Kaplakrika í Hafnarfirði þann 5. maí næst komandi. Tónleikarnir em liður í lokatónleika- ferðalagi sveitarinnar um Evrópu. Á þessari tónleika- ferð er The Shadows skipuð uppmnalegum liðsmönn- um, þeim Hank Marvin, Bmce Welch og Brian Bennett, auk annarra með- spilara og leika þeir öll frægustu lög sín. Tónleika- ferðin heitir „the final tour“ og er ætlað að binda enda á glæstan feril hljómsveitar- innar. Örfáir miðar em enn til á þessa stórtónleika. Það vakti athygli vegfaranda þegar Atli Helgason, fangi á Litla-Hrauni, dældi bens- ini á sjálfsafgreiðslustöð og keypti bragðaref. Atli segist hafa verið í stuttu leyfi til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Sjálfur ók hann um borgina með konu sinni og stjúpdóttur. Hraðinn og stressið í borginni kom honum á óvart. fltli dældi bensíni og keypti brogðaref „Það er rétt ég var viðstaddur útför ömmu minnar fyrir helgi en hún var búin að vera lengi veik,“ segir Atli Helgason fangi á Litla- Hrauni. Atli Helgason Fór íjaröarför, dældi bensíni og keypti bragðaref. Atli segir fangelsiskerfið bjóða föngum upp á að sækja um leyfi og þeir geti fengið það uppfylli þeir ákveðin skilyrði: „Ég sótti bara um eins og aðrir og fékk leyfi. Menn verða að njóta ákveðins trausts til að fá leyfið,“ seg- ir Atli. Það kom honum margt á óvart í þessari stuttu bæjarferð. „Hraðinn var mikill og breytingarn- ar mjög miklar." Tók bensín og keypti ís „Mér var ekið firá Litla-Hrauni á Skólavörðustíg og þar biðu konan mín og stjúpdóttir eftir mér,“ segir Adi. „Við ókum beint í kirkjuna, þaðan í Gufuneskirkjugarð og svo í erfidrykkjuna. Þar hitti ég fólkið mitt, en ég hafði ekki séð mörg þeirra ansi lengi. Eftir erfidrykkjuna ókum við beint aftur á Lida-Hraun.“ Á leiðinni upp á Litía-Hraun þurftí Atíi hins vegar að taka bensín. „Og ég keypti bragðaref handa stjúpdóttur minni. Það er nú allt og sumt,“ segir Atíi en ferð og ískaup Atía vöktu athygli vegfarenda sem voru hissa á að sjá hann utan fang- elsismúranna. Getur sótt um bæjarleyfi að ári Erlendur Baldursson hjá fang- elsismálastofnun ríkisins segir að í lögum sé heimild til að leyfa föngum að vera við útför náinna ættingja: „Það á við ef börn, foreldrar eða ömmur og afar látast en ekki vini, kunningja eða fjarskylda ættingja. Það er óskráð regla að við gerum' allt sem við getum til að verða við óskum fanga í þessum efnum og þeir geta sótt um að fá að sækja út- förina," segir Erlendur. Atli hefur þegar afplánað fjögur og hálft ár af dómi sínum. Það er því ekki fyrr en í fyrsta lagi að ári sem hann getur sótt um hefðbundið bæj- arleyfi. Atíi segir að þennan eina dag í Reykjavík hafi hann fundið fyrir miklum hraða og stressi. Hann hafi forðast gatnamót sem ekki hafi verið til þegar hann fór inn í fangelsi en honum finnst umferðin miklu þyngri en áður. „Ég var líka f hálfgerðum vand- ræðum með að taka bensín því ég kunni ekki á dæluna þegar ég þurfti að dæla sjálfur. Ætli ég hafi ekki misst tvö- eða þijúhundruð krónur í göt- una því ég yfirfyllti bílinn,“ segir hann en áður hefur Atli fengið að skreppa í bæinn vegna veikinda ætt- ingja. Ánægjulegt að hitta frænd- garðinn Hann segir að þrátt fyrir að hann „Ég var líka í hálfgerð- um vandræðum með að taka bensín því ég kunni ekki á dæluna þegar ég þurfti að dæla sjálfur." hafi verið við útför ömmu sinnar hafi verið mjög ánægjulegt að hitta allan frændgarðinn. Fólk hafi tekið hon- um afar vel og fagnað honum. „Ég er svo laus við að vera feim- inn við fólk og ef fólk er óöruggt þeg- ar það hittir mig þá hverfur það alveg því ég gef ekki færi á því og er bara eðlilegur," segir Atíi sem segist hafa verið afar glaður að hafa fengið tæki- færi til að hitta fólkið sem honum þykir vænst um, annars staðar en innan múranna. bergijot@dv.is Benedikt og Jóhannes Páll Nýi páfi ætlar að tala afsvölum páfaibúðarinnar á sunnudög- um eins og fyrirrennarinn. Sunnudagshugyekjan endurvakin í Vatíkaninu Nýr páfi frumsýndur Benedikt XVI páfi talaði í gær til tugþúsunda sem staddir voru á St. Péturstorginu í fýrsta sinn. Hann sagðist ætla að halda áfram þessari hefð sem fýrirrennari hans, Jóhann- es Páll II, bryddaði upp á í páfatíð sinni. Benedikt talaði af svölum páfaíbúðarinnar en hann fluttí inn í hana á laugardaginn. Hann blessaði Hvaö liggur á? fólkið sem var saman komið á torg- inu og óskaði meðlimum grísk-kaþ- ólsku rétttrúnaðarkirkjunnar gieði- legra páska. Páfi sagðist einnig hafa óbeit á stríðum, fátækt og veikindum heimsins og sagðist biðja sérstaklega eftir friði, sátt og samlyndi í Afríku- rrkinu Togo, þar sem íbúar búa við „sársaukafullar innanríkisdeilur". liggur núáað Ijúka þriðja bindinu afævisögu Halldórs Laxnes," segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor. „Er hér í Þjóðarbókhlöðunni að grúska í gömlum bréfasöfn- um og blöðum enda markmiðið að draga fram í dagsljósið áhugaverðar staðreyndir. Ég reyni nú að vera hérna í bókhlöðunni til sjö á hverju kvöldi eða þar til maður er rekinn út með harðri hendi!" Andi Live Aid svífur yfir vötnum Geldof skipuleggur tónleika gegn fátækt Bob Geldof er byrjaður að skipuleggja tónleika í anda Live Aid til að beina sjónum leiðtoga G8 að fátækt í heiminum. Fundur G8, leiðtoga voldugustu ríkja heimsins, verður haldinn í Skotíandi í byrjun júlí. Skýrsla, sem Geldof kom að og leggur til að lagðir séu rúmir þrjú þúsund millj- arðar á ári í hjálparstarf og niður- fellingu skulda, verður tekin fyrir á fundinum. Geldof hefur áður sagt að Live Aid verði aldrei endurtekið en þar sem líklegt er að skýrslan safni ryki hefur frést að hann vilji nú gera enn stærri tónleika en síð- ast. Live Aid árið 1985 Talið er að einn og hálf- ur milljarður hafí horft á útsendinguna. Bob Geldof Vill halda enn stærri tónleika en siðast. „Þeir sem koma að Band Aid hittast á næstu vikum til að sjá hvort þetta sé raunhæft," segir talsmaður Harvey Goldsmith, sem var einn skipuleggjendanna á sín- um tíma. „Bob veit að þetta er mik- ilvæg tímasetning. Bæði vegna þess að G8 fundurinn er haldinn, Bretar eru í forsvari í Evrópusam- bandinu og það eru tuttugu ár frá því Live Aid var haldið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.