Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR2. MAÍ2005
Menning DV
Ritfregn
Gáruð vötn
Mál og menning hefur gefið út
í kilju skáldsöguna Gáruð vötn
eftir Kerstin Ekman í þýðingu
Höllu Sverrisdóttur og er það
þriðja verkið eftir þess virtu
sænsku skáldkonu
sem birtist í ís-
lenskri þýðingu.
Gáruð vötn er
fjölskrúðug og heili-
andi saga, þar sem
sögusviðið er
Stokkhólmur og
Osló, Vermaland og
Feneyjar. Hún hef-
ur hlotið mikið lof gagnrýnenda
og lesenda um alla Evrópu.
Kerstin Ekman er einn dáðasti
og vinsælasti höfundur Norður-
landa. Á íslensku hafa áður komið
út eftir hana
Atburðir við
vatn, en fyrir
hana hlaut Kerstin Ekman Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs, heillandi og hörkuspenn-
andi krimmi. Fyrsti hluú þess
rómaða þríleiks sem nú heldur
áfram í Gáruðu vatni, Miskunn-
semi Guðs, kom út í fyrra.
Um söguna segir útgefandi:
„Seinni heimsstyrjöldin setur
sinn svip á líf heimamanna í
Svartvattnet í Norður-Svíþjóð. í
þessari sögu er Myrten, dóttir Hil-
levi Halvarsson orðin fullvaxta.
Þegar hún heldur til Stokkhólms
tekur hún með sér leyndarmál
sem ekki einu sinni Kristín fóstur-
sysúr hennar þekkir. Enn sem fyrr
er Kristín, sem hefur átt afar erfitt
í stríðinu, sú sem reynir að leita
upp úr djúpi gleymskunnar og
tengja gamla tíma og nýja. En
minningamar sökkva hægt og
hægt eins og steinar og það nýja
lætur hærra en fuglasöngur og
lækjarniður.'1
Bókin er 408 bls. og er leið-
beinandi verð kr. 1.799.
Sumarsýning
opnuð njá Yzt
í gær var opnuð sumarsýning í
gallerí og listversluninni Yzt að
Laugavegi 40. Þar er í boöi mikið
úrval grafflcverka Sigrid Valtin-
gojer sem nýlega sýndi í Ásmund-
arsal við góðar undirtektir. Einnig
er Tolli fastagestur á Laugavegin-
um með olíuverk sín. Mireya
Samper sýnir skúlptúr og verk
unnin með blandaðri tækni, Elías
B. Halldórsson er Uka með sínar
Ijómandi ol-
íumyndir,
Páll á Húsa-
Tolli er meðal
þeirra sem selja
verk sfn hjá Yzt
felli sýnir
meöal annars
svellþrykk,
Elísabet
Olka olíu-
myndir,
Kristín Þorkelsdóttir vatnslita-
myndir. Þá eru í boði sjaldgæfir
gripir eftir Guðmund frá Miðdal:
bæði olíu- og vatnslitamyndir, og
einnig eftir hann og samstarfsfólk
hans í Listvinahúsinu sem hann
rak frá 1930-1960 er úrval leir-
muna úr íslenskum leir. Hjá Yzt er
opið kl 12-18 á virkum dögum og
12-17 á laugardögum í sumar.
Norman Mailer selur
handritasafn sitt
Bandaríski rithöfúndurinn
Norman Mailer sem orðinn er átta-
tíu og tveggja ára hefur selt skjöl sfn
og handrit úl Háskólans í Texas fyr-
ir tvær og hálfa miljón dala. Skjala-
safiúð tekur til 900 kassa af handrit-
um, vélritum og um tíu þúsund
bréf. Norman Mailer var áberandi í
bandarísku menningarlífi frá unga
aldri og var feyki afkastamikill:
hann er þekktastur fyrir stríðssögu
sína The Naked and the Dead og
vann seinna Pulitzer fyrir lýsingu á
átakamiklum tímmn sjötta ára-
tugarins f The Armies of the Night.
Meðal verka hans frá síðari hluta
ferils hans má nefna The Ex-
ecutioner’s Song og umdeilda ævi-
sögu Marilyn Momoe. Sala á hand-
ritasöfhum sem þessu tryggir há-
skólanum forgang í rannsóknum á
Mailer og höfundarverki hans.
Mailer lýsú áhyggjum sínum yfir
ástandi mála í Texas þegar tilkynnt
var um gjöfina, en safnið við há-
skólann er öflugt. Hann sagði ekki
hafa dregið úr vilja sínum að selja
safiúð þangað að á stríösárunum
hefði hann hloúð þjálfún sína þar.
Apótekarinn eftir Haydn og Goldoni var frumsýndur hjá Óperustudíó á föstudags-
kvöld. Sigurður Þór Guðjónsson skemmti sér vel á sýningunni
Þetta er í annað sinn
sem íslenska óperan og
Listaháskólinn bjóða
upp á samvinnu um óp-
eruflutning. Að þessu
sinni var nemendum
ýmissa tónlistarskóla í
hljóðfæraleik, myndlist
og hönnun boðið að
vera með.
Það var góð hug-
mynd að flytja óperu
efúr Jósef Haydn. Þær
sjást sannarlega ekki
oft á sviði óperuhús-
anna og er reyndar
ekki hlaupið að því að
kynnast þeim eftir
öðrum leiðum. Þetta
verk er hefðbundin
gamanópera og mjög
eftir bókinni eins og
komist var að orði í
blaðaviðtali vegna
sýningarinnar. En
Haydn kann sannar-
lega til verka, alveg
frá forleiknum og til
loka verksins. Per-
sónurnar eru skýrar
og aríumar og sam-
söngvarnir bjóða
upp á söng sem er
ekkert barnameð-
færi og hljómsveitarleikurinn lumar
á ýmsum snjöllum uppátækjum.
Húmorinn er smellinn og jafnvel
frumlegur sem ekki kemur á óvart
Þetta var mjög vel heppnuo
sýning og sannar hve tónlistar-
skólarnir okkar eru agaðir og
metnaður þeirra mikill.___________
þegar Haydn er annars
vegar. Gifúngaratriðið, sem er
reyndar bara gabb með tveimur
bókurum, er algjör snilld. Samsöng-
ur elskendanna í síð-
asta þætti er það líka
og sömuleiðis tyrkjag-
lens sönghópsins.
í áðurnefndu
blaðaviðtali kom fram
að flytjendurnir voru
strax settir í þann gír að
setja upp óperusýn-
ingu á prófessjónal hátt
og engar afsakanir
teknar gildar. Þetta
gekk fullkomlega upp.
Sýningin mátti ekki að-
eins heita hnökralaus
heldur var sviðfram-
koman hreinlega örugg-
ari á ýmsa lund en við
eigum að venjast í ís-
lenskum óperusýning-
um. Leikur hljómsveitar-
innar var einnig traustur
og fallegur. Vel tókst að
tryggja samfellu í þeim
tveimur persónum sem
deila söngvurum þó auð-
vitað hefðu söngvaramir
samt hver sinn tónlistar-
lega og raddlega persónu-
leika. Atriðin með söng-
hópnum voru einstaklega
fnskleg og skemmtileg.
Einsöngvaramir stóðu sig
allir með stakri prýði. Þeir
vom glaðbeitúr, ákveðnir
og músikalskir. Hörku lið. En vita-
skuld vom þeir ekki ávallt fljúgandi
mælskir í söngnum eins og eðlilegt
Óperustúdíó íslensku
óperunnar og Lista-
háskóla íslands 2005.
Gamanóperan Apótekarinn (Lo
Speziaie) eftir Haydn, byggð á
leikriti eftir Carlo Goldoni. Leik-
stjóri: Ingólfur Niels Árnason.
Söngvarar: Þorvaldur Þorvalds-
son, Erlendur Elvarsson, Guð-
björg Sandholt, Sólveig Samú-
elsdóttir, Jóna Fanney Svavars-
dóttir og Ólafía Línberg Jens-
dóttir. Sönghópur og hljómsveit
Óperustúdiósins. Stjórnandi:
Kurt Kopecky. Islenska óperan
29. apríl.
Ópera
er með nemendur en þó var undra-
vert hve langt þeir komust í þeim
efnum. Ekki dró snjall og einfaldur
sviðsbúnaður og hönnun úr áhrifum
sýningarinnar. Þetta var mjög vel
heppnuð sýning og sannar hve tón-
listarskólamir okkar em agaðir og
metnaður þeirra mikill. Við megum
vænta mikils af íslensku óperunni í
framtíðinni og íslenskri sönglist al-
mennt með svona góðu fólki. Og
fólk ætú ekki að láta þessa sýningu
framhjá sér fara.
SlgurBur Þór GuBjónsson
Ofurhetjur myndasagna eru í sókn á hvíta tjaldinu. Myndasögurisinn Marvel
ætlar nú að leggja í framleiðslu eigin kvikmynda.
i mt,
c
Tilkynnt var í New York á
fimmtudag að myndasöguveldið
Marvel Enterprises ætíi að hefja
ffamleiðslu á kvikmyndum byggð-
um á einhverjum af þeim fimm-
þúsund myndasöguhetjum sem
fyrirtækið hefur skapað á sfnum
langa ferli í myndasögubransanum.
Til þessa hefur stórveldi mynda-
sögublaða Bandaríkjanna látið
duga að leigja söguhetjur sínar
sjálfstæðum ffamleiðslufyrirtækj-
um sem síðan hafa lagt í gerð kvik-
mynda á borð við Spiderman.
Merkjavara
Vfst hefur Marvel grætt vel á
áhættusömum stórmyndum, en
gróðinn hefur verið stærri hjá ffam-
leiðendum og dreifingarfyrirtækj-
mn vestanhafs. Nú er mál að linni,
sýnist þeim hjá Marvel. Þeir æúa nú
sjálfir að græða á kvikmyndum og
ekki síður á öllu því fylgidóú í
merkjavöru og leikföngum sem nú
orðið skapa jafnvel meiri hagnað en
kvikmyndimar sjálfar.
Marvel hefúr alla tíð verið New
York-fyrirtæki. Þeir hafa nú gert
samning við Paramount um gerð
tíu mynda á næstu átta árum, en
fýrirtækið fær aðeins dreifingar-
þóknun, Marvel heldur efúr öllum
leyfisrétti fyrir aukaffamleiðslu.
Meðal þeirra sem brátt komast á
hvíta tjaldið em hetjur á borð við
Kaftein Ameríku, Nick Fury, Aven-
gers-Iiðið, og Thor, það ljóshærða
vöðvatröll.
Samið við aðalmann
Það auðveldaði þessa ákvörðun
að Marvel gekk ffá málum sínum
við teiknarann og höfúndinn Stan
Lee sem gekk til liðs við Marvel
1939 og átti stóran þátt í velgengni
fyrirtækisins. Lee hafði sótt mál
gegn fyrirtækinu og heimtað hlut í
væntanlegum hagnaði. Hann fær
tíu milljónir dala í forgjöf.
:\ i
i \ i
Það er Merrill
Lynch Commercial
Finance sem fjár-
magnar þessa fjár-
fesúngu með láni
uppá rúmar 500
miljónir dala gegn
veði í kvikmyndun-
um. Áæúaður kostn-
aður við hverja
mynd er á bilinu 45
til 180 milljónir doll-
ara. Enginn þeirra
verður bönnuð börn-
um sem ætú að auka
markaðsmöguleika
myndasögurisans
verulega.
Myndasögublað með Capta-
in Marvel hinum yngri
Mikill
hagnaður
Fordæmi fyrir samskiptum
þeirra við risana ætm að vera hvetj -
andi. Spider-Man og Spider-Man 2
sem Sony framleiddi drógu 1.6
i !
milljarð dala í kass-
ann í heiminum.
Þriðja mynd serí-
unnar er væntanleg
2007. Tíu myndir
byggðar á ýmsum
hetjum fyrirtækis-
ins eru þegar í
undirbúningi, fyrir
utan þær tíu sem
Marvel æúar að
framleiða á eigin
spýtur.
Marvel hefúr
áður valdið styr á
markaði. Fyrir-
tækið var nærri
gjaldþroti 1998. Fyrir-
tækið er á markaði.
Bréfin tóku stökk strax á fimmtudag
og ef menn vilja fjárfesta þá eru
bréfin núna seld á 9.52 dali. Hækk-
uðu þann daginn 1,7%. Myndasög-
urnar halda áfram að leggja undir
sig hvít tjöld og skjái