Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ2005 Fréttir DV Prestar fá ekki kvöldverð Formönnum norrænu prestafélaganna sem verða í Skagafirði í sumar á árleg- um fundi mun ekki verða boðið í kvöldverð af hálfu byggðaráðs Skagafjarðar. Séra Guðbjörg Jóhannes- dóttir á Sauðárkróki hafði skrifað byggðaráðinu bréf og leitað eftir því að sveit- arstjórnin byði hinum nor- rænu gestum í kvöldmat. „Byggðaráð sér sér ekki fært að verða við erind- inu,“ var svarið svo prest- arnir þurfa að fara eitthvert annað í mat. Fluqvöllur víki á Selfossi Bæjarráð Ár- borgar heldur fast í fyrri ákvörðun sína um að flugvöll- urinn á Selfossi víki af núverandi stað fyrir íbúða- byggð „efþörfer á í framtíðinni“, eins og það er orðað. Kemur þetta fram í svari bæjarráðs við erindi Flugklúbbs Selfoss: „Bæjar- ráð Iítur hins vegar með miklum velvilja til þess að flugvöllur verði í sveitarfé- laginu og býður upp á samstarf við flugklúbbinn um að finna nýjan stað fyr- ir framtíðarflugvöll." Lýst eftir pallbifreið Lögreglan á Selfossi auglýsir eftir Mitsubishi- pallbifreið, líklega af gerð- inni L-200. Talið er að öku- maður hennar hafi í gær- morgun bakkað á rauða fólksbifreið sem lagt hafði verið á virkjanasvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Kolviðarhól á Hellisheiði. Hann ók í burtu eftir atvik- ið. Pallbifreiðin er svört að ofan og neðan með gráu í miðjunni og svokallaða skel á pallinum. Lögreglan telur jafnvel líklegt að öku- maður pallbifreiðarinnar hafi ekki tekið eftir ákeyrsl- unni. Helga Jónsdóttir borgarritari gekk i Samfylkinguna til aö styöja vinkonu sína Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur til formanns. Helga er framsóknarkona og fyrrverandi að- stoöarkona Steingríms Hermannssonar Þegar Helga fékk SMS meö boði í pulsupartí Össurar Skarphéðinssonar vaknaði grunur um aö kjörskrá flokksins heföi verið lekiö út. Sandra Franks, starfsmaður Samfylkingarinnar, var rekin vegna málsins. skipd um dokk fvrir Ingibjörgu Starfsmaðurinn sem rekinn var frá Samfylkingunni, Sandra Franks, hefur kært flokkinn til Persónuverndar vegna uppsagn- arinnar sem hún telur óréttmæta. Hún átti í miklu taugastríði í gær og treysti sér ekki til að koma í símann. Hana grunaði ekki, frekar en aðra, að saklaust boð í pulsupartí gæti reynst svona dýrkeypt. Það voru starfsmenn Össurar Skarphéðinssonar sem skipulögðu sumargleðina á sumardeginum fyrsta. Aðeins skráðum stuðnings- mönnum össurar í flokknum var boðið en einhver SMS rötuðu til „rangra“ aðila. Þannig fékk Helga Jónsdóttir borgarritari skilaboð um að mæta í pulsupartíið. Hún hafði áður skráð sig í Samfylkinguna í gegnum kosningamiðstöð Ingi- bjargar, sem er náin vinkona henn- ar, með skilyrði um að nafni henn- ar yrði haldið til hlés. Kvartaði við flokkinn Sú varð ekki raunin. Helga kvart- aði við stjórn flokksins og vöknuðu um leið grunsemdir um að kjörskrá stuðningsmanna Ingibjargar hefði verið lekið í herbúðir Össurar. Stef- án Jón Hafstein setti rannsókn af stað og fljótlega beindust spjótin að Söndru Franks, starfsmanni kosn- ingamiðstöðvar Samfylkingarinnar og varaþingmanni fyrir flokkinn. í ljós kom að hún hafði sent kjörskrá flokksins í tölvupósti heim til sín. Þar með þótti ástæða til að láta hanafara. Mikið álag Sandra Franks var ekki í ástandi til að tjá sig um málið í gær. Eigin- maður hennar sagði símann ekki hafa stoppað á heimili þeirra vegna málsins. Sandra hefur kært flokk- inn til Persónuverndar þar sem hún telur brot á einkalífi sínu að farið hafi verið í gegnum tölvupóstinn. Hún hefur viðurkennt að hafa sent póstinn heim til sín en segir það hafa verið vegna mikilla anna. Hún vildi geta unnið á tveim- ur vígstöðvum. Mesta athygli hlýtur þó að vekja innganga Helgu Jónsdóttur borgarritara í Samfylkinguna. Framsóknarkona skiptir um flokk Helga er af framsóknarætt- um, faðir hennar sat á þingi fyrir Framsókn, og á sínum tíma starfaði Helga sem aðstoðarmaður Stein- gríms Hermannssonar í forsætis- og utanrfk- isráðuneytinu. Hún hefur síðustu ár ver- ið borgarritari og staðgengill borgar- stjórans í Reykja- vflt þar sem hún og Ingibjörg þróuðu með sér ý nána vináttu. Wk Á síðasta ári lenti Helga í deilu við Árna Magnússon félagsmála- ráðherra þegar hún fékk ekki stöðu ráðuneytisstjóra. Ekki er víst hvort það tengist inn- göngu hennar í Samfylk- inguna en ekki náðist í I Helgu f gær. simon@dv.is Helga Jónsdóttir borgarritari Gekkl Samfylkinguna til að styðja vinkonu slna Ingibjörgu en var boðiö I pulsupartl Össurar. Verið hress, ekkert stress, bless! Fáir fögnuðu meira endurkomu Hermanns Gunnarssonar í íslenskt sjónvarp á dögunum en Svarthöfði. Hermann steig á stokk í þættinum „Það var lagið“ og beið það erfiða verkefni að taka við af hinum ógnar- vinsæla Idolþætti. Svarthöfði sat ávallt límdur við tækið á miðviku- dögum í denn þegar Hemmi stýrði hinum geysivinsæla viðtalsþætti „Á tafl með Hemma Gunn". Hemmi átti íslensku þjóðina með húð og hári á þeim tíma og svo virðist sem það sama sé uppi á teningnum í dag. Þjóðin, með Svarthöfða í broddi fylkingar, flykkist fyrir framan sjón- & Svarthöfði varpið á föstudögum til að fylgjast með Hemma stýra söngþætti sem er lélegri en tárum taki. Falskt fólk í hrönnum gerir sig að fi'ffl í sjón- varpssal en eftir stendur Hemmi, hress, keikur og langflottastur. Það er ekki ofsögum sagt að Hemmi eigi níu líf í fjölmiðlum. Hann mætti á sínum tíma dauðadrukkinn í beinar fótboltaútsendingar og átti þar oft frábæra spretti. Hann dó næstum í Tælandi en reis upp á nýjan leik, sköllóttur og flottur, og hefiir síðan Hvernig hefur þú það? Ég bara hefþað,“ segir SigurOur Gröndal, fjallamaðurog gítarleikari.„Það ergottað vera á fjöllum, miklu betra en aö vera fastur á Ijósum I bænum. Iþessum töluðum orðum er ég að elda mat handa línumönnum á vegum Ræktunarsambands Flóa og Skeiöa. Þeir eru að vinna I llnum hér á hálendinu og eru algerir snillingar. Svo fer núað bresta á með hestaferðum sem ég verð eitthvaö viðriðinn.“ átt hvert bein og hverja taug í ís- lensku þjóðinni. Hemmi er kóngur- inn í íslensku sjónvarpi, það sýndi hann í nýrri fjölmiðlakönnun Gallup. Allt sem hann snertir verður að gulli og það er ekki síst fyrir það hversu jákvæður og skemmtflegur hann er. Hann er síhlæjandi og brosandi, ber virðingu fyrir öllum og uppsker í samræmi við það. Megin- þorri íslensku þjóðarinnar mætti taka sér Hemma tfl fýrirmyndar. Þá yrði þjóðfélagið ögn skemmtflegra og hressara. Verið hress, ekkert stress, bless! voru einkunnarorð Hemma á sínum tíma. Svarthöfði gerir þau orð að sínum. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.