Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 13. MAl2005 Sport DV Stjarnan í Garðabæ sýndi mátt sinn á miðvikudag þegar félagið gekk frá samning- um við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze en báðir léku þeir með ÍBV í vetur. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV segist ekki hafa getað keppt við þá peninga sem Stjarnan bauð mönnunum. Spurning dagsins Hvað segja Garðbæingar við nýjustu kaupum handboltadeildarinnar? Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, út- skýrir atburðarásina á miðvikudaginn í opinskárri yfirlýsingu á heimasíðu ÍBV. Þar segir Hlynur að Tite hafi fengið einstakt til- boð í íslenskri íþróttasögu og hann segist einnig vita hvaða fjár- sterki aðili standi að baki tilboði Stjörnumanna. Einnig segir í yfirlýsingu Hlyns að forkólfar Stjömunnar hafi komið með lof- orð upp á íslenskt ríkisfang fyrir Tite færi svo að hann gengi til liðs við Garðabæjarliðið. Samkvæmt heimildum íþrótta- deildar mun Tite ekki verða á nein- um sultarlaunum næstu tvö árin en hann mun fá 9.000 evrur í mánaðar- laun og Roland 6.000. Það gera 750 þúsimd íslenskar krónur fyrir Tite en 500 þúsund fýrir Rol- and. Fyrir utan pen- ingana fá þeir einnig húsnæði, bíl og flug- far heim til Georgíu. Hlynur segir að Tite hafi sagt hon- um frá tilboðinu sem hann skrifaði undir og aðspurður hvort þessar tölur séu réttar segir Hlynur: „Þetta er mjög nærri lagi. Upphæðin er allavega ekki lægri.“ Ótrúlegar upphæðir „Þetta eru hæstu upphæðir sem sést hafa í íþróttalífi íslands. Fót- boltinn kemst ekki í hálfkvisti við þessar upphæðir. Þetta eru ótrúleg- ar upphæðir. Við tókum þátt f fjör- inu en við sprungum," sagði Hlynur en hlutimir gerðust hratt á miðviku- dag. Þá fóm Þorsteinn Rafii John- sen, formaður handknattleiksdeifd- ar Stjömunnar, og þjálfarinn, Sig- urður Bjamason, til Eyja og lögðu tilboð fyrir félögin sem ÍBV svaraði og þannig hélt ballið áfram þar til annar aðilinn sprakk. Þarf því ekki að undra að Roland og Tite hafi fengið hagstæðan samning. En hvað Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. maí 2005 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 58. útdráttur 1. flokki 1990 - 55. útdráttur 2. flokki 1990 - 54. útdráttur 2. flokki 1991 - 52. útdráttur 3. flokki 1992 - 47. útdráttur 2. flokki 1993 - 43. útdráttur 2. flokki 1994 - 40. útdráttur 3. flokki 1994 - 39. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaóinu föstudaginn 13. maí. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is vom Tite og Roland með í laun hjá Illyni? „Tite var með einn þriðja af því sem hann fær núna og Roland tvö- faldaði launin sín,“ sagði Hlynur. Hver borgar brúsann? Ef þessar tölur em réttar er ljóst að einhverjir aðrir borga brúsann en handknattleiksdeild Stjömunnar enda dugir aðgangseyrir á heima- leiki Uðsins ekki fyrir þessum laun- um. „Upplýsti hann (Tite) okkur um að hann hefði tilboð sem fjár- hagslega er hærra en við höfum nokkum tímann heyrt um hérlendis og nafngreindi sterkan ein- stakling í Garðabæ sem myndi tryggja greiðslur, segir í yfirlýsingu hand- knattleiksdeildar ÍBV en hver er þessi einstak- lingur? „Það er ekkert leyndarmál og þýðir ekkert að fara í felur með það. Við emm að tala um Benedikt Sveinsson. Það segja Roland og Tite við okkur," sagði Hlynur. „Þeir hafa orð fyrir því að Benedikt Sveinsson sé maðurinn á bak við þetta tilboð." sagði Hlynur spurður út í þessar málsgreinar yfirlýsingarirmar. „Niðurstaðan er sú að hand- knattleiksdeildin og stuðningsmenn handboltans höfðu ekki það fjár- magn sem Stjaman hefur. Til að gefa fólki hugmynd um þann kostnað sem þessir tveir leikmenn hefðu haft í för með sér fyrir deildina, þá hefðu þeir tveir kostað töluvert meir en all- ur launakostnaður mfl. karla á því tímabili sem nú er að enda,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar en það er ljóst að með þessum samningum hafa Stjömumenn gjörbreytt landslaginu í íslenskum íþrótta- heimi. henry&dv.ls Fær Tite ríkisborgararétt? „Að auki var honum tryggður ís- lenskur ríkisborgararéttur ef hann kæmi í Stjörnuna og sagði hann að sér hefði verið tjáð af þessum aðil- um að það yrði mjög erfitt að fá ís- lenskan ríkisborgararétt væri hann um kyrrt í Eyjum og nefhdi hann einstaklinga sem myndu tryggja honum ríkisborgararéttinn ef hann kæmi í Stjömuna. Það verður gaman að sjá hvort Stjarnan er búin að redda Tite íslenskum ríkisborg- ararétti á komandi þingi," segir enn fremur í yfirlýsingu Eyja- manna. „Tite sagðist hafa til- boð upp á þetta og maður spyr sig að því hvort menn SM geti lofað slíkum hlutum,“ Ótrúlegur samningur Samningur Tite Kalandadze við Stjörnuna er einstakur iíslenskri iprottasögu, segir formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Stjarnan er ekki hætt aö versla Hverjir eru á innkaupalistanum? Þegar formaður hand- knattleiksdeildar Stjömunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, var búinn að landa samningum við Tite og Roland sagði hann: „Þetta er bara byrjunin Það em fleiri leikmenn á leiðinni.“ Þar fór hann ekki með rangt mál því samkvæmt heimildum DVSports er Stjarnan búin að setja í samband við fjölda leikmanna og einhverjir þeirra munu semja við félagið á næstu dögum. Stærstu nöfnin í l þessu sambandi em Árni Þór Sigtryggsson, Patrekur Jóhannesson og Vilhjálmur Halldórsson. Svo hefur einnig heyrst að Stjarnan hafi áhuga á hornamönnunum Baldvini Þorsteinssyni, Gunnari Inga Jóhannssyni og David Kekelia. Á heimleið? Patrekur Jóhannesson gæti verið á leið í sitt gamla félag, Stjörnuna. Þettaerbull „Þetta er bull. Alltof mikill peningur fyrir íþróttamenn á Islandi. Stjarnan vann einn eða tvo leiki í fyrra og hittifyrra. Þú kaupir ekki titil. Nær væri að gera þetta með ungu strákunum eins og t.d. Afturelding erað gera." Þorsteinn Þórsteins- son þjónn. „Það kostar að ná ár- angri og mér finnst allt í lagi að punga aðeins út þegar ieik- menn afþessu kaliberi eru annars vegar." Haukur Þorsteins- son verkamaður. „Mér finnst ágætt að fá svona sterka leik- menn, en þetta er kannski fullmikill pen- ingur." Friðrik Sindri Frið- riksson nemi. „Mér finnst þetta allt ofmikill peningur fyrir að kasta bolta, þó að auðvitað væri gaman að sjá liðið vinna aft- ur." Hjálmar Örn Elísson Hinz nemi. „Þetta eru háar fjár- hæðir, en er þetta ekki bara svona í dag? Myndum við ekki vilja fá svona mikið efvið værum í þeirra spor- um?" Halldóra Lára Ásgeirsdóttir húsmóðir. „Mér finnst þetta allt ofhá laun fyrirleik- menn í íslenskri deild. Samt verður gaman ef þetta kemur Stjörn- unni aftur á kortið." Bjarki Bárðarson nemi. „Þetta er mjög fínt, frábærtmál." Guðmundur Lárus- son nemi. „Mér finnst þetta of miklir peningar. Þetta er bara orðin hrein atvinnumennska." Anna Sigurbjörns- dóttir tónlistar- kennari. „Mér finnst þetta bara gott mál effélagið hefur efni á þessu og loksins kominn tími á þetta." Ester Guðmarsdótt- ir afgreiðslukona. „Þetta er frekar dýrt, en efþetta hjálpar okkur í að ná árangri er þetta allt í lagi." Elín Hrefna Hannes- dóttir nemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.