Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2005, Blaðsíða 33
DV Menning Hann kom fyrst hingað með splatter-mynd sína 1990. Nú er Christoph Schlingensief frægur vandræðamaður í listum og frumflytur verk undir vemdarvæng Björgólfs í Klink og Bank fyrir tilstuðlan baró- nessu von Habsburg. Næsta ár vinnur hann í Þjóðleikhúsinu. Stillt upp fyrir blaðamenn: frá vinstrí Björgúlfur, Nfna f Klink og Bank, von Habsburg og Christoph, ásamt tveimur leikendum í verkinu fremst og lengst til hægri. Um helgina verða sýningar á myndlistarverkinu Animatograph í Klink og Bank í Brautarholti. Það er þýski leikstjórinn og myndlistarmað- urinn Christoph Schlingensief sem er höfundur verksins en við samsetningu þess hefur hann notið aðstoðar lista- manna úr hópi þeirra sem hafa að- stöðu í gömlu Hampiðjunni og líka leikara úr Þjóðleikhúsinu. Verkinu er vandlýst. Það verður einhverskonar blanda af kvikmynda- sýningu og hreyfingu í bland við hljóð og ljós þar sem áhorfendur eru í senn þátttakendur og ákastsefni. Búið er að byggja leiksvæðið í kjallaranum í Brautarholtinu og verður frumflutn- ingur annað kvöld klukkan 19. Alþjóðlegtverk A blaðamannafundi á miðvikudag sagði Christoph að hann væri orðinn tíður gestur hér á landi eftir að lista- stofnun Francescu von Habsburg - T- BA21 - styrkti hann til að setja verk- efiúð í gang. Frumflutningur verksins hér er upphaf á langri ferð. Héðan fer það til Berlínar, Vínar, Namibíu - „okkar gömlu nýlendu" segir Francesca - og Nepal. Á blaðamanna- fundinum upplýsti barónessan að verkið væri á óskalista MOMA í New York og til greina kæmi að setja það upp í Los Angeles. Þýskt splatter „Ég kom hingað fyrst 1990 á kvik- myndahátí'ð," segir Christoph. „Þá kom ég hingað með mína útgáfu af Texas Chainsaw Massacre. Það var dá- samlegt. Svo hitti ég fólk héma í vetur sem sagði við mig: Heyrðu varst þú ekld þessi með splatter-mynd 1990. Gengur að mér í búðum! Þetta land er frábært." Hann segir heimsókn sína fyrr í vetur þegar hann kom fyrsta sinn á Þingvelli hafa eflt hugmyndina um þá kviksjá finynda sem hann vill kasta í hringinn. „Hann er nýkominn úr hörðum slag við Wagner-fjölskylduna og þau vom andstyggileg við hann," segir bar- ónessan, en í fyrra olli sviðsetning hans á Parsifal í Bayreuth miklum deilum. Hinn fomi norræni og germ- anski arfur er honum hugleikinn en í hann blandar hann nútímamyndum úr safiú sínu, héðan frá íslandi og víð- ar að. Viðfangsefiú hans er lausung og vald - þráhyggja okkar eftir skipan og hvemig þrek okkar fer mest í að afbyggja valdið. Flöktandi skuggar .Áhorfendur í verkinu verða eins og flöktandi skuggar á tjaldi, rétt eins og skuggar frummanna í hellum for- fi'ðarinnar." Það læðist að blaðamanni grunur að hér sé enn á ferðinni platónska hugmyndin um líf okkar sem skugga á þili. Þau Francesca em afar hrifin af vinnuaðstæðum: „Christoph er ekki fyrir hin snyrtu söfn," segir hún. „Hér í Klink og Bank vissi ég að væri rétt andrúmsloft fyrir listamann eins og hann. Ungt og kraft- mikið fólk sem leggur allt á sig til að verk komist upp." Björgólfur Guð- mundsson er fulltrúi Landsbankans á fundinum og segist bara borga. Tilstyrkur Landsbankans við Klink og Bank er þegar kunnur. Þrjár konur sjá um allt Frú von Habsburg er með mörg jám í eldinum. Á næstu sex vikum stendur stofiiun' hennar að sex viðburðum víða um Evrópu. Hún tilkynnti á blaðamannafundinum að verk Ólafs Eh'assonar frá sýningu hans í Hafharhúsinu í fyrra yrði á Tvíær- ingnum á eyju heilags Georgs. Hún segir stofnun sfna fáliðaða - þrjár kon- ur sjái um allt. Frúin er kurteis í fasi en fer fögrum orðum um umbreytingu Listahátí'ðar og segir það ótvírætt að héðan í frá verði eftir Listaháfi'ð í Reykjavík tekið. Hingað liggi nú straumurinn og það sé afrek hjá Jessicu Morgan sýningar- stjóra hversu margir listamenn komi hingað nú og í flestum tilvikum séu verkin frumsmíði. Næst Þjóðleikhúsið Christoph upplýsti að hann er væntanlegur hingað til lands í mars á næsta ári en þá mun hann vinna verk fyrir Þjóðleikhusið sem sett verður upp á Stóra sviðinu. Landsmenn eiga því eftir að sjá meira til hans. „Er það Ibsen?" Hann hlær og segir aðra þurfa að fást við hann. „Zadek eða Bondy geta fengist við hann." Em þeir enn lif- andi?" Hann hlær meira og segist alls ekki vera viss. pbb&dv.is —saj Steinunn Knúts dóttir Höfundur ^ og leikstjóri. Áhugaleikhús Atvinnumanna Ódauðlegt verk um Stjórn og stjórnleysi verður flutt í Klink og Bank við Brautarholt í kvöld. Verkið er unnið eftir hugmynd Steinunnar Knútsdóttur sem jafnframt er leik- stjóri verksins. Verkið skoðar mannlegt eðli í gegnum hugmyndina um stjórn og stjórnleysi og spyr um leið áleitinna spurninga um tilvist mannsins, til- gang lífsins og guðlegt inngrip. Áhugaleikhús atvinnumanna ér ekki gróðafyrirtæki og hefur því valið að sniðganga peninga. Eng- inn inngangseyrir ertekinn og verðmæti þau sem í verkefninu liggja - hugvit, sköpunarkraftur, fagmennska og áhugi á framsæknu íslensku leikhúsi - er framlag hóps- ins. Verkið einblínir á innihald hug- mynda og leikið er með leikhús- formið. Flytjendur eru Árni Pétur Guðjónsson, Aðallbjörg Ámadóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólafur Steinn Ingunnarson og Ólöf Ing- ólfsdóttir. Næstu sýningar verða þriðjudag kl.21 og fimmtudag kl.21. Aðgangur er ókeypis. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur » Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHl. Fö 20/5 kl 20, Fo 27/5 kl 20 Siðustu sýningar HIBYLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftír Vesturfarasögu Böðvars Cuðmundssonar í kvöld kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Siðustu sýningar HERI HERASON e. Coline Serreau ■ Lau 28/5 kl 20 - Sfðasta sýning KALLI A ÞAKINU e. Astrid Lindgren I samstarfi við Á þakinu Lau 14/5 kl 14-UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPPS, Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 Börn 12 ára og yngri fá frftt I Borgarleikhúsið f fylgd fullorðinna - gíldir ekki á bamasýningar NYJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN AUTOBAHN A LISTAHATIÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Falk Richter og Theresia Walser Þri 17/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Mið 18/5 kl 17 Umræður við höfunda á efti.r Ókeypis aðgangur. TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 Id 20 Sfðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. (kvöld kl 20 - UPPS, Lau 14/5 kl 20 - UPPS, R 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 UPPS, Lau 21/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, R 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20 RIÐIÐ INN í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. I samstarfi við leikhópinn KLÁUS. I kvöld kl 20, Lau 14/5 kl 20 - Stðustu sýningar Miðasölusími 568 8000 * midasalarsborgarleikhus.ís Miðasala á netinu www.horgarleikhus.is * Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opín: 10*18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 mióviku-, fímmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Grínleikkonan Bryndís Ásmundsdóttir í hömlu- lausu helgarviðtali DV tavieg nærmynd a£ 1 Pálmadóttur sem 3J°T,Skona íslands oq hífuí margfaldað auí sinn á síðustu árum Helgarblað DV - springur út á morgun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.