Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 Fréttir DV Dúndraði framan á lögreglubíl Lögreglan á Akranesi var í gær- kvöldi beðin að svipast um eftir manni sem var saknað. Um klukkan 23 komu lögreglumenn auga á bifreið hans á afskekktum stað og héldu í átt að honum. Er lögreglubifreiðin nálgaðist ók maðurinn af stað á móti lögreglu- bifreiðinni og stefndi beint framan á hana á mikilli ferð. Á vettvangi er þröngur malarvegur og ekki hægt að mætast. Ökumaður lögreglubif- reiðarinnar reyndi að komast hjá árekstri með því að aka aftur á bak og út í kant en það dugði ekki. Við höggið kastaðist lögreglubifreiðin út af veginum og ofan í skurð. Maðurinn var handtekinn á staðn- um og er hann grunaður um ölvun við akstur. Bifreið mannsins er lfk- legast ónýt og lögreglubifreiðin mikið skemmd eftir áreksturinn. Vettvangur 8/7/ drukkna ökumannsins var illa farinn eftir árekstur við lögreglubil frá Akranesi. Fylgst með utanvega- Vegna þess hversu mikið hefur borið á því að menn aki utan vega hef- ur Lögreglan í Keflavík ákveð- ið að vera með öflugt eftirlit með utanvegaakstri nú um hvítasunnuhelgina, með aðstoð frá Ríkislögreglu- stjóraembættinu. Fylgst verð- ur vel með ökutækjum í Reykjanesfólksvangi og úti á Reykjanesi, en þessir staðir hafa orðið illa úti vegna óprúttinna ökumanna sem spyma upp viðkvæmum gróðri við þessi brot sín. Nóg bensín í Ólafsvík Ólsara ætti ekki að skorta bensín á næstunni því tvær umsóknir em um lóðir til að byggja bensínstöðvar í Ólafsvík. Eina bensínstöð bæjarins var þar til fyrir þremur vikum rekin sam- eiginlega af Skeljungi, Olís og Esso en í kjölfar bensín- samráðsmálsins er olíufyrir- tækjunum ekki lengur heimilt að reka stöðvar saman. Skeljungur rekur nú bensínstöðina í Ólafsvík en Esso og Olís hafa nú sótt um lóðir. Atlantsolía sótti einnig um lóð fyrr í vetur. Ef allar umsóknimar verða sam- þykktar verða fjórar bensín- stöðvar í Ólafsvík. Drukkinn ökumaður á flótta sneri vörn í sókn Þórjón Pétur Pétursson og Þorir Marino Sigurðsson, sem reknir voru úr Lög- reglunni í Reykjavík, starfa nú í Bagdad við hlið Jóns Gests Ólafssonar sem er dæmdur nauðgari. Félagarnir starfa hjá fyrirtækinu CTU Consulting sem er í eigu barnaræningjans Donalds Feeney sem strauk með Jóni Gesti af Litla-Hrauni. Brottreknar löggur í írak með nanAgara og barna- „Ég hefnú reyndar áhyggjur afþeim báðum og vona að þeir verði ekki fyrir neinum skakkaföllum. Þetta eru harðir naglar og alveg ískaldir," Þórjón Pétur Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson ' voru báðir reknir úr lögreglunni fyrir ólögmætar hand- '55 tökur og brot í opinberu starfi. Nú starfa þeir í frak ásamt Jóni Gesti Ólafssyni við öryggisstörf á vegum fyrirtækis Don- alds Feeney. En Feeney og Jón Gestur struku saman af Litla- Hrauni þegar sá fyrrnefndi sat inni fyrir tilraun til bamsráns. Brottreknu löggurnar eru miklir falllilífastökkvarar og störfuðu um tíma hjá FaJIhlífastökkskóla íslands. „Hann er í Bagdad þar sem hann starfar við öryggisgæslu. Hann fór einhvem tíma í fyrra og hefur kíkt eitthvað hingað heim síðan þá,“ segir Pétur Snorrason, félagi strákanna úr fallhlffastökkinu þegar hann er spurður um Þórjón. Félagamir tveir em báðir skráðir með lögheimili í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en em nú í eldlín- unni í Bagdad. Fyrirtæki Donalds Feeney sér um öryggisgæslu á hættu- legasta svæðinu í frak, svæði sem bandaríski herinn leggur ekki í. En ís- lendingamir em harðir af sér og standa sig víst með stakri prýði. Jón Gestur bjargaði ungri stúlku í skotbardaga og slasaðist síðan í sjálfsmorðsspreng- ingu á einum og sama deginum. an Reknir úr lögreglu- nni Þórjón Pétur Péturs- son fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm í hér- aðsdómi fyrir að hafa handtekið ungan verkftæð- ing fyrir að taka af sér mynd á Nonnabita með samloku og án lög- regluhúfu. Dómurinn var mildaður í Hæstarétti í tvo mánuði. Daginn eftir uppákomuna á Nonnabita var Þóijón á ferð í næstu göm. Par var á gangi á Tryggvagöt- unni og reyndi að ná í leigubíl. Parið var fyrir lögregl- umönnum en færði sig þegar beðið var um það, en maðurinn svaraði lög- reglumönnum með skæt- ingi. Þórjón og félagi hans, Þórir Marinó, snem sínum við og eltu parið og handtóku það Fólk á staðnum mótmælti að- gerðum félag- anna með hrópum og köllum. Þór- jón úðaðiþá framan í einn mótmæl- anda „með bros á vör", sam- kvæmt framburði vitnis. Félagamir sögðu að múgæsing hefði verið á staðnum en Hæstarétti þótti það vera ýkjur og hugarfóstur Þóijóns. Því var Þórir, sem hlotið hafði tveggja mánaða dóm í héraðsdómi, sýknaður en báðir vom þeir reknir úr lögreglunni eftir fyrri dóminn. Donald Feeney Br með islend- ingana i vinnu hjdsérllrak. Harðir naglar „Já þeir hafa verið þar að starfa fyrir öryggisfyrir- tæki," segir Geir Jón Þór- Félagarnir ÞórirMarinó Sigurðsson og Þórjón Pétur Pétursson voru reknirúr lögreglunni. Starfa nú sam- á hættusvæði ÍBagdad. bíl isson, yfirlögregluþjónn hjá Lög- reglunni í Reykjavík. Þórir Marinó er í ársleyfi frá lög- reglunni en hanri var ráðinn aftur eftir að hann var sýknaður. Segir Geir Jón að hann hafi verið ráðinn strax enda sé hann góður strákur. „Þóijón fékk hins vegar dóm og rfldslög- reglustjóri skipar og rekur menn. Ef menn fá fangelsisdóm fá þeir ekki að koma aftur." Þórir sótti um ársleyfi um ára- mótin og hefur verið úti með Þórjóni síðan. Geir Jón segir sér finnist Bagdad ekki vera snið- ugt svæði: „Ég hef nú reyndar áhyggj- ur af þeim báð- um og vona að þeir verði ekki fyrir neinum skakkaföll- um. Þetta em harðir naglar og al- veg ískald- ir,“ segir Geir Jón. breki@dv.is Jón Gestur Ólafsson Er dæmdur nauðgari og starfar hjá CTU Consulting I Bagdad. Skóli skemmdur með lyftara Aðfaramótt föstu- dagsins barst Lögregl- unni í Keflavflc tilkynning um innbrot og skemmd- arverk í nýbyggingu Ak- urskóla sem er í Njarð- vfkurhverfi Reykjanes- bæjar. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að lyftara hafði verið ekiö um innandyra og ein- hveijar skemmdir orðið á veggjum og í byggingar- stoðum. Akurskóli er enn í byggingu og er áætlað að hann taki til starfa næsta skólaár sem fimmti einsetni bama- skólinn í bænum. Ekki er vitað hverjir vom að verki. ^ í „Það sem ligguráerað ná ítekkollu, nagla og hamar," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri hjá Atlantsolíu. Ég þarf nefnilega að skunda upp í bústað til ömmu og laga pallinn hennar, en hann er staðsettur við best geymda leyndarmál Suð- urlands sem er við Meðalfellsvatn í Kjós. Ann- ars liggur bara á að taka þvl rólega þessa löngu helgisem hvítasunnuhelgin er."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.