Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 18
Hvers vegna notar þú
Rautt Eðal Ginseng?
Kogga, listakona:
Það eykur einbeitingu
og sköpun.
Sigurbjörn, hestamaður:
Til að ná árangri og svo
er það líka hollt.
Sjöfn Har.,
myndlistarmaður:
Það eykur
hugmyndaflugið.
Mr. Lee, túlkur:
Til þess að brosa breitt.
Teitur Örlygsson
Körfuknattleiksmaður:
Því að ég er einbeittari í
öllu sem ég tek mér fyrir
hendur auk þess er
úthaldið betra.
Rautt Eðal Ginseng
Skerplr athygll og
eykur þol.
Helgarblaö DV
„Ég var ofsalega stolt
í fyrravor þegar ég
gat gengið inn í versl-
un og fengið mér
dragt, ég sem hafði
þurft að kaupa öll
mín föt í verslunum
fyrir feitar konur."
hafði þjakað hana lengi, auk þess
sem æðakerfið styrktist. „Þetta er
allt annað líf og hafði mikil áhrif á
andlegu heilsuna. Bjúgurinn var
alveg að drepa mig en nú er hann
algjörlega horfinn þó að ég verði
enn að passa mig á saltinu. Einnig
er ég nánast laus við slitgigtina og
er farin að geta borið mig miklu
meira um. Eg er búin að fá nýja
mjaðma- og hnjáliði og bíð eftir
einni aðgerð í viðbót, en læknarnir
hefðu aldrei hleypt mér í þessar
aðgerðir ef ég hefði enn verið
svona þung.“
Út með kartöflur - inn með
rófur og gulrætur
Auk þess sem Helga notaði Her-
balife tók hún sykur, brauð og
mjólkurvörur út úr mataræðinu og
hætti fyrir stuttu að borða kart-
öflur. Hún viðurkennir að það hafi
verið erfitt í fyrstu að útiloka svona
margar fæðutegundir en segir það
hafa vanist fljótlega. „Mér gengur
best með því að borða fisk og
grænmeti og er nú komin með róf-
ur og gulrætur í staðinn fyrir kart-
öflurnar. Ég bara varð að gera eitt-
hvað, annars hefði ég orðið sjúkra-
húsmatur og ég sé ekki eftir þessu í
dag,“ segir Helga stolt. Hún er 61
árs og segir að um tvítugt hafi það
aldrei hvarflað að henni að henni
myndi takast þetta á sextugsaldri.
„Ég hafði litla trú á þessu í byrjun
en það leið ekki á löngu þar til
bjúgurinn fór að renna af mér. Ég
var alltaf þreytt og sofnaði hvar
sem er en í dag er ég orkumeiri og
þetta er allt annað líf og mun
skemmtilegra. Ég get gengið í búð-
ina án þess að verða þreytt en áður
var það óhugsandi. Að sjálfsögðu
varð ég að kaupa mér ný föt og gefa
þau gömlu og eins ótnílegt og það
hljómar þá fann ég konu sem pass-
aði í þau. Ég var ofsalega stolt í
fyrravor þegar ég gat gengið inn í
verslun og fengið mér dragt, ég
sem hafði þurft að kaupa öll mín
föt í verslunum fyrir feitar konur,“
segir Helga.
Það eralltaf von
„Ég þori varla að segja hvað ég
var orðin þung og ég er ekki hætt.
Ég æda að ná'af mér 10 kílóum í
viðbót sem verður líklega erfiðara
þar sem bjúgurinn er farinn, nú er
það fitan. Ef maður fellur þá verð-
ur maður að prfla upp aftur enda
væri leiðinlegt að bregðast þeim
sem hafa stutt mig í gegnum þetta.
Ég væri nefnilega ekki bara að
bregðast sjálffi mér,“ segir Helga
að lokum og bætir við að það.sé
alltaf von. „Þeir sem eru í þeim
sporum sem ég var í mega ekki
halda að öll von sé úti, það er aldrei
of seint að léttast."
indiana@dv.is
„Ég var strax feit sem bam og
hafði barist við offituna alla ævi,“
segir Helga Hallsdóttir sem léttist
um heil 62 kfló með hjáíp fæðu-
bótaefnisins Herbalife. Helga var
að því komin að gefast upp þegar
hún sá auglýsingu frá Erlu Bjart-
marz, dreifingaraðila fýrir Herba-
life. „Ég hugsaði með sjálfri mér að
það myndi ekki saka að tala við
hana. Erla hefur reynst mér ffá-
bærlega og það er í rauninni ótrú-
legt að hún skuli ekki hafa gefist
upp á mér í gegnum árin. Ég hafði
tvisvar áður prófað vömmar en
gefist upp í bæði skiptin, enda held
Of þung Svona leit Helga út þegar hún var að þvi komin að gefast upp. Hún var síþreytt og
sofnaði hvar sem hún settist niður. DV-myndir Úr einkasafni
ég að eftirfylgnin sé afar mikilvæg,“
segir Helga en nú em rúm fjögur ár
síðan hún fór að léttast.
Bjúgurinn að drepa mig
Aukakflóin vom ekki það eina
sem Helga losnaði við því hún
losnaði einnig við bjúginn sem
I dag Helga losnaði við heil 62 kíió og ætlar
að ná afsér 10 kllóum i viðbót.
mubla
nýbylavegi 18 | simi: 517 2100
Helga Hallsdóttir hafði barist við offitu alla ævi þegar hún kynntist Herbalife sem
hún fullyrðir að hafi bjargað lífi sinu. Áður var Helga alltaf þreytt og sofnaði hvar
sem er, en í dag er hún mun orkumeiri og ánægð með lífið. Helga varð að gera
eitthvað í sínum málum, enda á hraðri leið með að verða sjúkrahúsmatur.
Léttist um 62 KílQ