Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 11
TJSV Fréttir Reykjavíkurborg lætur Steingrími Njálssyni barnaníðingi i té ibúð á Skúlagötu 70 við hlið róluvallar þar sem börn eru að leik. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigurður Friðriksson, segir að ef menn brjóta húsreglur fái þeir aðvörun. Barnaníðingur með útsýni ylir róluvöll „Ef menn brjóta húsreglur gefum við aðvaranir," segir Sigurður Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða. fbúar á Skúlagötu 70 óttast um öryggi sitt vegna sífelldra árekstra við Steingrím Njálsson barnaníðing sem býr í blokkinni - með útsýni yfir rólu- völlinn. Sigurður hjá Félagsbústöðum segir það ljóst að ef sannist að menn brjóti húsreglur sé gefin aðvörun. Hann geti samt ekki tjáð sig um ein- staka leigjendur. Samtalst séu 1700 íbúðir á þeirra vegum en oftast hald- ist friður. Þannig hafi íbúafjöldinn hjá þeim tvöfaldast síðan 1997 en meðaltalið á útburðum haldist. Um tólf á ári. „Það eru ströng viðurlög við því að brjóta húsreglur og ég held að menn átti sig á því.“ íbúar hræddir Vera Steingríms Njálssonar á Skúlagötunni hefur þó ekki verið átakalaus. DV greindi frá því þegar Steingrímur veittist að eldri konu, öryrkja, sem býr í blokkinni. Konan, sem heitir Sigrún Guðmundsdóttir, kærði Steingrím til lögreglunnar og sagði ástandið í blokkinni hrikalegt. Enginn vildi hafa barnaníðinginn fræga í blokkinni. „Þetta er hrikalegt," sagði Sigrún. „Við viljum öll fá hann út.“ „Þetta er hrikalegt. Við viljum öll fá hann út." í kast við lögin Aðrir íbúar í hverfinu sem DV ræddi við vildu hvetja foreldra til að leyfa börnum sínum ekki að leika sér einum á róluvellinum. Stein- grímur hefur síðustu ár verið dug- legur við að komast í kast við lögin en nýverið kærði hann tvo menn fyrir að ganga í skrokk á sér. Menn- irnir voru sýknaðir eftir löng og ströng málaferli. Steingrímur á að baki langan afbrotaferil og hefur verið dæmdur fyrir að níðast á börnum. simon@dv.is Nýtt vitni verjenda Jacksons með friðhelgi saksóknara Málsóknin gegn Michael í molum Svo virðist sem saksóknarar í máli Michaels Jackson, sem ákærð- ur er fyrir að hafa misnotað Gavin Arvizo og síðar haldið honum og fjölskyldu hans í gíslingu, séu hægt og róíega að glopra niður málinu af einskærum klaufaskap. Saksóknarar gerðu samning við vitnið Vincent Amen, fýrrverandi starfsmann Jacksons sem talið er að hafi hjálpað til við að halda Arvizo- fjölskyldunni í gíslingu, um að hann fengi friðhelgi ef hann bæri vitni fyrir þá. Þegar þeir svo yfirheyrðu hann kom í ljós að það sem.hann hafði að segja stangaðist algerlega á við það sem saksóknarar hafa reynt að halda fram - að Jackson og staifs- fólk hans hafi haldið Gavin, systkin- um hans og móður í gíslingu þangað til þau komu ffam á myndbandi og Vel gætt Það dugar ekkert minna en fjórir lífverðir fyrir poppgoðið. rómuðu söngvarann. Þvert á móti hélt Amen því fram að Arvizo-fjöl- skyldan hefði frekar haldið honum og Frank Tyson, öðrum starfsmanni Jacksons, í gíslingu. Með friðhelgina í farteskinu hef- ur Amen nú ákveðið að bera vitni fyrir verjendur Jacksons. Friðhelgin virkar þó aðeins ef hann segir satt og rétt frá, samlcvæmt erlendum frétt- um. Verjendur Jacksons segja að svo sé. Vitnisburður Amens kemur til með að eyðileggja rök sækjenda um gíslatöku, að sögn sérfræðinga. Þeir fttrða sig á því að Tom Sneddon, að- alsaksóknarinn, hafi ákveðið að ákæra gíslatökuna eftir að hafa heyrt það sem Amen hafði að segja. Amen mun að öllum líkindum bera vitni á eftir eða undan leikaran- um Chris Tucker og fyrrverandi kær- ustu hans, Azja Pyor. Talið er að vitnisburður þeirra tveggja komi tii með að skaða málsóknina gegn Jackson verulega. öll eru sögð hafa sannfærandi sögur af kröfum og hugarórum Janet Arvizo, móður Gavins. Því hefur lengi verið haldið fram að hún hafi alltaf verið á eftir peningum Jacksons. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti %jl tf ” ' ■ ■ llfe* i 1 § * . . - ■■•: í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er boðið upp á mjög fjölbreytt nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám og sérdeild. Bóknám leiðir til stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsréttindi og/eða undirbúning fyrir frekara nám í sérskólum. Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Upplýsinga- og tæknibraut Þriggja ára náttúrufræðibraut Listnámsbrautir Myndlistarkjörsvið Textíl- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Snyrtibraut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Eins til tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Iþróttabraut Viðskiptabraut Almenn námsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er boðið upp á viðbótaráfanga í raungreinum og stærðfræði til að styrkja stöðu nemenda gagnvart námi í tækniskólum og raunvísindum. Með viðbótarnámi er hægt að Ijúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritað er á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.