Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14.MAÍ2005
Fréttir DV
Jón Bjarnason
talaði mest
Jón Bjarnason,
alþingismaður VG,
talaði mest allra
þingmanna á liðnum
vetri. Fjórir af þeim
íimm sem mestum
tíma eyddu í púlti
þingsins eru þing-
menn Vinstri
grænna. Jón Bjamason tai-
aði aJIs í rúmar 29 klukku-
stundir. Fast á hæla hans
kemur ræðuskörungurinn
Steingrímur J. með tæpar 29
klukkustundir. Sú sem
minnst talaði var Guðrún
Ögmundsdóttir samfylking-
arkona en hún talaði í innan
við klukkustund. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins voru
með stystan meðahæðu-
tíma, eða rúmar fimm
klukkustundir hver.
Jón Ásqeir
borqaði 1,3
milQónir
Þau leiðu mistök urðu í
blaðinu í gær að sagt var að
Jón Ásgeir
Jóhannesson
hefði borgað
þrettán millj-
ónir fyrir þátt-
töku í
Gumball 3000
kappakstrin-
um sem hefst í
dag. Hið rétta er að Jón Ás-
geir borgaði 1,3 milljónir
fyrir þátttökrma og er hann
hér með beðinn velvirðing-
ar á þessum mistökum.
Ofsaaksturí
Ártúnsbrekku
Lögreglan í Reykjavík
stöðvaði átján ára pilt á 184
km/klst. hraða í Ártúns-
brekku um ellefuleytið á
fimmtudagskvöldið. Há-
markshraði á svæðinu er 80
kílómetrar á klukkusttmd.
Að sögn lögreglu er öruggt
að pilturinn muni missa
ökuleyfi sitt. Það þýðir að
hann verður að taka prófið
aftur þar sem ökuleyfi gildir
ekki að fullu fyrr en eftir tvö
ár. Þá bætist há sekt ofan á
leyfissviptinguna. Fjórar
ungar stúlkur voru með pilt-
inum í bílnum.
Fréttaskotssíminn, 550 5090, hefur vart stoppað þá rúmu Qóra mánuði sem af árinu
2005 er liðnir og lesendur DV hafa verið duglegir að senda inn ábendingar um frétt-
næm efni. Mörg fréttaskot hafa orðið að stórfréttum en önnur að minni. DV greiðir
3.000 krónur fyrir fréttaskot sem birt eru i blaðinu en 7.000 ef það er valið fréttaskot
vikunnar. Reynslan hefur sýnt okkur að lesendur DV eru með fréttanef af bestu gerð
n z m m m m
Í|pfli (im helgim
milnp W
- vAann ® stuún
Þessar fréttir ásamt mörgum öðr-
um komu eftir ábendingar lesenda
DV á fyrsta ársþriðjungi 2005 DV
greiðir 3.000 krónur fyrir fréttaskot sem
verða að fréttum í DV og 7.000 krónur
fyrir besta skot vikunnar hverju sinni.
aJSr fffj
i M f| 'sji l jx
*- ' j!jí l 11,
r ^arártn..
^'rt/idavfk
Lesendur DV hafa verið iðnir við að koma með ábendingar sem
margar hafa orðið að stórfréttum. Þeir hafa líka verið duglegir að
hringja inn annað efni sem skilar sér í viðtöl, pistla og aðrar greinar.
Allan sólarhringinn berast fréttir
til DV og er þetta framlag lesenda vel
þegið. Sumar af stórfréttunum á síð-
um blaðsins hefðu ef til vill aldrei
komið fyrir augu almennings ef les-
endur með innbyggt fréttanef hefðu
ekki hringt þær inn.
Skotsíminn er 550 5090
Besta leiðin til að hafa samband
við blaðið er að hringja í 550 5090 og
tala inn á talhólfið. Þessi sími sefur
aldrei og fréttaskota er vitjað í hann
mörgum sinnum á dag. Það er líka
hægt að hringja í skiptiborðið í 550
5000 og fá samband við ritstjórn DV.
Tölvupósturinn á ritstjórn er rit-
stjorn@dv.is og þangað er hægt að
senda fréttaskot með texta.
Þegar haft er samband er gott að
draga kjarna málsins saman, tala
hægt og skýrt og gefa upp nafn,
símanúmer og heimilisfang. Fulls
trúnaðar er gætt og nöfrí þeirra sem
hringja eða skrifa verða aldrei gefin
upp nema þeir óski þess sjálfir.
í nýútkomnum siðareglum DV er
skýrt kveðið á um afstöðu blaðsins
til heimildarmanna. Kjósi þeir nafn-
leynd er hennar gætt út yfir gröf og
dauða.
Sjö þúsund krónur
Ef frétt leynist í skotinu þarf
blaðamaður oft að hafa samband
við þann sem hringdi til þess að
nálgast frekari upplýsingar um mál-
efnið.
DV greiðir fyrir öll fréttaskot sem
verða að fféttum í blaðinu. Að
sjálfsögðu þarf að vera um að ræða
upplýsingar sem ekki eru á vitorði
blaðsins. Þegar margir hringja inn
sama skotið, eins og getur gerst
þegar hringt er inn á meðan það
sem fréttaskotið fjallar um er að
gerast, fær sá fyrsti sem frá því grein-
ir greitt. Verðlaunin eru þrjú þúsund
krónur en fyrir það fréttaskot sem
valið er fréttaskot vikunnar eru
greiddar sjö þúsund krónur.
Ritstjórn DV vill þakka lesendum
fyrir allar ábendingarnar og hvetur
þá í leiðinni til að hringja um leið og
þá grunar að frétt geti leynst á bak-
við vitneskju þeirra.
Landsíminn
„Viö höfum það Ijómandi hér fyrir vestan," segir Ragn-
heiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi á lsafírði.„Vorið
er að koma og tilhlökkun í fólki að sjá nýja sól.
Framundan eru gleði-
dagar við útskriftir úr
skólunum. Margir frá-
bærir nemendur þar á ferð. Sjálfer ég að Ijúka pólitísku
starfí eftir veturinn og ætla að starfa sem svæðisleiðsögu-
maður í sumar eins og fyrri sumur. Þetta er skemmtilegt
starfsem innlendir ferðamenn nýta sér aðallega. Ferða-
mannaþjónustan er að verða fullburða atvinnugrein hér, þó
að ýmsirytri þættir, eins og langar vegalengdir, hamli fram-
gangi hennar."
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
BETUSAN
Auglýsingabann á sígarettum hefur ekki áhrif á neyslu
Héraðsdómur trúir ekki KPMG
Héraðsdómur Reykjavfkur
sýknaði í gær íslenska ríkið af
kröfu British American Tobacco
um að afnema bann við auglýs-
ingum á sígarettum. Breski
tóbaksrisinn lagði fram skýrslu
unna af hálfu KPMG um það hvort
auglýsingabann á tóbaki hefði
þau áhrif að draga úr neyslu. Nið-
urstaða skýrslunnar er sú að svo
sé ekki.
í skýrslunni, sem hið virta ráð-
gjafarfyrirtæki KPMG vann að
beiðni nokkurra breskra tóbaks-
fyrirtækja, var neysla tóbaks í
Noregi, á íslandi, Ítalíu og í Finn-
landi sérstaklega athuguð. í öllum
þessum löndum hefur bann við
auglýsingum verið lögtekið. Nið-
urstaðan var að bannið hefði ekki
haft áhrif á neysluna. Hún væri sú
sama og fyrir bannið.
Héraðsdómur Reykjavíkur seg-
ir skýrsluna stangast í veigamikl-
um atriðum á við önnur gögn í
málinu. Hennar hafi verið aflað
einhliða til stuðnings tóbaksfyrir-
tækinu og hefði því ekki sönnun-
argildi í málinu.