Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 45
DV Sport LAUGARDAGUR U. MAl2005 45 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og í fyrsta sinn síðan þriggja stiga reglan var .tekin upp er ekkert lið fallið úr deildinni fyrir lokadaginn. Norwich, Southampton, Crystal Palace og West Bromwich eru öll í bullandi fallhættu og aðeins eitt þeirra kemur til með að bjarga sér. Harry Redknapp, stjóri Southampton. WBA liðsmenn ga herbúðum er náð aðvinna i um, eða sii leiki i röð apríl. núnaogja WBA er tveimur einu stigi á eftir S er með lakari Norwich. HvaðJ WBA þarf að vlnna slnn le það að hinum liðunum tak Vinni liðið ekki sinn leik eic möguleika á að bjarga sé Aldrei þessu vant beinist athygli knattspyrnuáhugamanna að botnliðum ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en ekki að toppliðum eins og Chelsea, Arsenal, Manchester United og Liverpool, sem hafa einokað sviðsljósið í allan vetur. Ástæðan er ekki síst sú að nú þegar liðin eiga aðeins einn leik eftir á tímabil- inu hefur ekkert lið enn fallið niður í 1. deild. Það munar aðeins tveimur stígum á liðinu í neðsta sætí og liðinu í fjórða neðsta sætí, sætinu sem liðin ste&ia öll á í lokaumferðinni, enda falla bara þrjú neðstu liðin. Southampton, Crystal Palace og WBA þurfa öll að treysta á önnur úrslit auk srns leiks en Norwich er eina liðið af þeim íjórum neðsm sem situr ekki í fallsætí og nægir sigur í lokaleiknum burtséð frá því hvað gerist á öðrum völlum. Norwich er í 17. sæt- i með 33 stíg, Southampton og Crystal Palace standa jöfn með 32 stíg en Palace með lakari markatölu. Stígi neðar situr síðan West Bromwich Al- bion neðst í deildinni með 31 stíg. 17. sætíð er takmarkið og það er kannski til marks um harða baráttu síðustu vikna að öll þessi fjögur lið hafa komist upp í 17. sætíð undanfarin mánuð. Ef árangur liðanna á árinu 2005 (frá því í janúar) væri bara með í spilinu þá væri ekkert þessara fjög- urra liða í fjórum neðstu sætunum. Þetta hefur því verið söguleg fall- barátta og það stefnir í magnað- an lokadag. Ólflct liðum Norwich, Crystal Palace og WBA, sem öll komu upp í úr- vals- deildina í haust hefur Southampton- liðið verið í efstu deild síðustu 27 árin (aðeins Manchester ÍJnited, Liver- pool, Everton og Arsenal hafa verið lengur í deildinni). Verkefni lokadagsins er ekki auðvelt, en þeir fá Manchester United í heimsókn. Southampton fær ekki notíð krafta aðalmarkaskorara síns Peters Crouch þar sem hann er í leik- banni. Verðum að vinna „Ég tel að við verðum að vinna þennanleik því jafntefli dugar örugg- lega ekki. Við verðum bara að leggja Man. United að velli og treysta á að Norwich tapi stígum gegn Fulham. Það munar mikið um Peter því hann hefur verið stórkostlegur í vetur,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Sout- hampton en liðið tapaði 0-4 fyrir United á heimaveli í bikamum í mars. Ian Dowie, stjóri Crystal Palace, hefur gert góða iflutí með liðinu í vetur en biðlar til sinna manna að halda ró sinni í leiknum mikil- væga gegn Charlton. „Þetta er derby-slagur, það verður mikil spenna í loftinu og því er mikil- vægt að leikmenn mínir haldi yf- irvegum og hugsi skýrt undir pressu. Það er lykiltinn fyrir okkur því þetta verð- ur erfiður leikur gegn liði sem er staðráðið að enda tímabilið vel og náði góðum leik gegn Chelsea í síðasta leik. Ég trúi þvi samt að þessi leikmannahópur eigi skilið að halda sætí sínu og þeir hafa aldrei valdið mér vonbrigðum í vetur,“ sagði Dowie. Annar stjóri sem hefur gefið allt sitt í vetur er Nigel Worthington hjá Norwich. „Nú er tækifæri fyrir leik- menn mína að setja mark sitt á sögu Norwich City. Þegar upp er staðið þá verður þetta magnaður dagur og frá- bær leikur fyrir alla sem að honum koma. Nú er það eina í stöðunni að mæta út á völl og gera sitt besta,“ sagði Worthington en lið hans hefur náð í 13 stíg út úr síðustu sex leikjum og ætti að vera með mesta meðbyrinn af liðunum fjónrm inn í lokaumferð- ina. Bryan Robson, stjóri WBA, veit að staðan er erfið en hann telur að framtíð félags- ins sé í góðum málum takist hans mönnum hið ómögulega að vinna sinn leik, úrslit hinna þriggja leikjanna falli þeim í hag og WBA bjargi sér frá falli. „Ég trúi því að ef strákamir halda sér uppi þá getum við náð stöðugleika í úrvalsdeildinni á næstu árum. Ef við föllum þá tefst uppbyggingin að minnsta kostí um eitt ár en verði liðið áfram í úrvals- deildinni þá er ég viss um að næsta tímabil verður ekki nærri því eiiis erfitt," sagði Robson í viðtali. Mikið áfall að falla Félögin verða af gríðarlegum fjár- hæðum um leið og þau detta úr ensku úrvalsdeildinni og þá er ekkert grín að vinna sér sætí meðal þeirra bestu á ný eins og sést á þeim þremur liðum sem féllu úr deildinni í fyrra. Engu þeirra tókst að vinna sér inn sætið á ný, Wolves komst hæst í 9. sætí 1. deildarinnar og Leeds og Leicester sátu hlið við hlið í 14. og 15. sætí. Það er því mikið undir í fallslagnum í ensku úrvalsdeildinni. ooj@dJ.ls lan Dowie, stjóri Crystal Palace Nigel Worthington, stjóri Norv ------------—- 7 r Bryan Robson, stjóri WBA. # I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.