Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ200S 3
t
Vasklegir Trausti,
Dybeck, Einar,
Gunnlaugur og
Andri fyrir aftan.
Þeir voru í óðaönn að ganga frá hreinlætisverkfærunum,
strákarnir hjá hreingerningaþjónustunni Þveglinum, þeir
Trausti Einarsson, Dybeck,
Einar Gunnlaugsson, Andri
Jónsson og Gunnlaugur Þór
Einarsson. Þegar DV greip þá glóðvolga niðri við Ingólfstorg í
miðbæ Reykjavíkur sögðust þeir nýbúnir að standa í þrifum á
íbúð í Bröttugötu í Grjótaþorpinu. Þeir sérhæfa sig í þrifum á
íbúðum áður en flutt er inn í þær, hvort sem þær eru nýjar eða
notaðar. Að sögn Einars er meira en nóg að gera og búið að
vera allt brjálað frá áramótum. „Við þrifum sjö íbúðir í gær og
erum búnir með fjórar í dag,“ sagði Einar.
Skyndimyndin
Spurning dagsins
Ætlar þú í útilegu um helgina?
Ekki þessa heldur næstu
„Nei, ætla bara að vera heima þessa helgina.
Ég er hins vegar að fara um næstu helgi í
Norðurá. Ekkert stressaður hvort ég fæ lax
eða ekki. Útiveran og félagsskapurinn erþað
sem skiptir máli."
Jón Hermannsson úrsmiður.
„Nei. Er ekkert
svo mikið fyrir
að fara í útileg-
ur. Fer þó
stundum með
fjölskyldunni."
Birkir Sveins-
son, rafvirkjanemi í Iðn-
skólanum í Hafnarfirði.
„Já.égerað
fara á Þingvelli
um heigina. Fer
með vinkonum
mínum og við
ætlum að hafa
það gaman og
gott."
Júlía Aradóttir, nemi í MR.
„Nei, því mið-
ur. Er mikið
gefinn fyrir úti-
legur en kemst
ekki þessa
helgina.Ætla
hins vegar að
vera virkur við
það í sumar, dugiegur að fara
áfjöll."
John Snorri Sigurjónsson
vélfræðingur.
„Nei, ekki útilegu. Ég ætla í reið-
túr. Er að fara
að setja hross-
in í haga að
ingóifshvoii,
austur í Ölfusi."
Sigurjón
Bláfeld, eftir-
litsaðili í Aðfangaeftirlitinu.
Sumarið er komið í öllu sínu veldi. Er þá loks þolanlegt að gera
sér svefnstæði undirtjaldhimni undir berum himni.
Myndi kallast útrás í dag
„Líklega er myndin
tekin á síðustu árum
Inuk-hópsins, um
1977," segir Þórhallur
Sigurðsson leikstjóri
um Gömlu myndina.
„Inuk-hópurinn var
settur saman í Þjóð-
leikhúsinu til þess að
vinna leikverk fyrir ís-
lenska skóla um eski-
móamenninguna.
Þetta var svona lítil
dæmisaga með söngv
um og dönsum og
meira leikhúsfjöri.
Síðan sáu ein-
hverjir útlending-
ar þetta og buðu
okkur að koma út
með verkið og
þannig vatt þetta upp
á sig. (dag myndi þetta
líklegast kallast
útrás. Við ferð-
uðumst um
alla Evrópu og
til Suður- og
Mið-Ameríku.
Þegar upp var
Það er staðreynd
að samkvæmt
tölfræði eru Ástr-
alskar konur lík-
legastar til að
sofa hjá á fyrsta
stefnumóti.
staðið höfðum við farið til nítján
landa og sýnt leikritið hátt í 300
sinnum. Við gátum þó ekki tekið
nærri því öllum þoðum sem við
fengum.
Með mér f hópnum voru Brynja Bene-
diktsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Ketill
Larsen og Helga E. Jónsdóttir. Við sýnd-
um þetta í fimm ár,
með hléum þó þar
sem við vorum öll
upptekin við annað,
bæði að leika og leik-
stýra. En þetta var
skemmtilegur tími."
Skítamórall Samkvæmt Orðabók um
slangur getur orðið mórall þýttýmist
líðan og hugarástand,
ellegar samkomulag eða
samlyndi. Þannig mun
vera óhætt að leiða líkum að því að
Málið
forskeytið skíta- setji neikvæða merk-
ingu í hugtakið. Sá sem er með skita-
móral hlýtur þá að vera annaðhvort í
slæmu hugarástandi, líða illa eða jafn-
vel vera í slæmu samlyndi við samfé-
lagið og sittnánasta umhverfi.
ÞEIR ERU BRÆÐUR
Fréttastjórinn & sendiráðunauturinn
Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri á
Morgunblaðinu, og Bjarni Sigtryggsson,
sendiráðunautur fslands i New York, eru
bræður. Þeir eru synir hjónanna Bryndis-
ar Bjarnadóttur og Sigtryggs Þórhalls-
sonar. Þeir ólust upp á Húsavik og er Sig-
tryggur fæddur 14. febrúar árið 1950 og
Bjarni er fæddur 12. febrúar árið 1946.