Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Síða 13
X»V Fréttir FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005 11 Holl bjórböð Ferðamenn í Austurríki geta nú slappað af í góðu bjórbaði á ferðamannastað við Starkenberger kastalann í Týról. Boðið er upp á laugar með tæp- um 20 þúsund lítrum af bjór. Forsvarsmenn staðarins segja bjórinn lækna ýmsa húðsjúkdóma. Sam- kvæmt fréttum þykir sum- um gestanna þó betra að sötra bjórinn en synda í honum. Nakinn sannleikur Nokkrir filippeyskir háskólanemar berhátt- uðu sig íyrir utan for- setahöll landsins á dög- unum til að mótmæla versnandi ástandi í menntamálum. Mót- mælendurnir, allt strák- ar, fengu að leika lausum hala í um korter áður en lögreglan stuggaði þeim í burtu. í yfirlýsingu sögðu þeir að „berstríp- aður sannleikurinn" væri sá að ríkisstjórnin liti ekki á menntun sem grundvaUarrétt íbúa landsins. Filippseyingar voru leiðandi í mennta- málum í Asíu á 8. ára- tugnum. Vegna ónógra fjárframlaga hefur menntuninni hnignað. Gamaldags en fullgilt Gamla góða flöskuskeyt ið sannaði gildi sitt í vik- unni þegar 84 skipbrots- mönnum var bjargað af eyðieyjunni Kókó und- an strönd Kosta Ríka eftir tíu daga úthald. Lögregla í Perú hóf leit að fólkinu eftir að skip sökk, en talið var að það væri að flytja ólöglega innflytjendur tii Bandaríkj- anna. Skipbrotsmennirnir, 48 Ekvadorbúar og 40 Perú búar, gripu til þess ráðs að senda hjálparbeiðni með flöskuskeyti og var þeim bjargað sólarhring síðar. Arnold Schwarzenegger kynnti í vikunni metnaðarfulla áætlun yfirvalda í Kaliforníu um niðurskurð á útblæstri gróðurhúsalofttegunda í fylkinu. Tilkynn- ingin kom á alþjóðlegri loftslagsráðstefnu í fylkinu. Stefna hans er ekki í neinu samræmi við stefnu ráðandi afla í Repúblíkanaflokknum. Sökudólgar Stórar verksmiðjur eru taldar eiga þó nokkra sök á loftmengun á jarðkringlunni. „Ef við byrjum ekki núna strax verðum við ofsein." Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníu, lýsti yfir stríði á hendur gróðurhúsaáhrifum síðastliðinn miðvikudag, þegar hann kynnti róttækar langtímaáætlanir um niðurskurð á út- blæstri gróðurhúsalofttegunda í Kaliforníu. roi CALtFOF ciiTie Arnold Schwarzenegger Hasar- myndaleikarinn fyrrverandi undir- ritar lög til að stemma stigu við út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Gamla hasarhetjan Arnold Schw- arzenegger notaði tækifærið þegar hann setti heimsumhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í San Fransiskó, þar sem saman eru komnir borgarstjórar stærstu og þéttbýlustu borga heims, tii að kynna áætlunina. Áætíunin virðist ganga þvert á stefnu samflokks- manna Schwarzeneggers í Repúblíkanaflokknum sem nú ráða ríkjum í höfuðborginni Washington, og hafa neitað að staðfesta Kyoto- bókunina, samþykkt þjóða heims um niðurskurð í útblæstri gróður- húsalofttegunda. Vel fagnað Samkvæmt áætíuninni stefha yf- irvöld í Kaliforníu að því, að innan fimm ára verði útblástur gróður- húsalofttegunda orðinn jafn því sem hann var árið 2000, og að árið 2050 verði útblásturinn 80 prósentum minni en hann var árið 1990. „Kalifornía mun áfram vera leið- andi í baráttunni gegn gróðurhúsaá- hrifunum og vemdun umhverfis okkar," sagði Schwarzenegger, sem stal senunni og var klappað lof í lófa. Hann sagði markmiðin metnaðar- fttíl og til þess gerð að vemda hinar mörgu náttúruauðlindir, heilsu al- mennings, landbúnað og fjölbreytt landslagið í fylkinu. Snúið roð í hund Kyoto-sáttmáiinn var undirritað- ur af Bandaríkjunum árið 1998 af A1 Gore, þáverandi varaforseta lands- ins. Hann tók gildi í febrúar síðastíiðnum, þegar Rússar ákváðu loks að staðfesta sáttmálann. Hins vegar hafa núverandi stjórnvöld Bandaríkjanna verið eins og snúið roð í hund gegn Kyoto-sáttmálanum og George W. Bush, forseti Banda- rikjanna, hefur neitað að undirrita hann, en í staðinn lagt til frekari leit að olíu og nýtingu hennar til iðnaðar. Schwarzenegger er hins vegar á öndverðum meiði. „Ef við byrjum ekki núna strax verðum við of sein,“ sagði hann, þegar hann útskýrði að hann vildi halda hreinu lofti, tærum vötnum og tilkomumiklum fjöllum eins og hann vandist við þar sem hann ólst upp, í heimalandi sínu Austurríki. Heimild:AFP Skoðaðu bílana í smáauglýsingum Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. brimborg Öruggur stadur til að vera á Brimborg Reykjavfk: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.