Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Page 17
 DV Sport hugsaður meira sem miðjumaður, enda er það sú staða sem hann leikur vikulega með liði sínu Lokeren í Belg- íu. Auk þess er Arnar Þór sá eini sem getur talist náttúrulegur kandídat til að leika vinstra megin á miðju íslands í leiknum. Hver verður við hlið Ólafs? Ólafur Örn Bjamason hefur verið fyrsti maður ásamt Hermanni í mið- vörðinn alia þessa undankeppni og á því ætti engin breyting að verða nú. Spurningin er hinsvegar hver muni leika við hlið hans. Pétur Marteinsson er langlíklegastur, hann hefur spilað miðvörð með miklum sóma með liði sínu Hammarby það sem af er leiktíð í Svíþjóð, og á góðum degi fer fátt fram hjá honum. En landsliðsþjálfar- arnir gætu freistast til að nota hann á miðjunni við hlið Brynjars Bjöms Gunnarssonar. Þá em í raun aðeins tveir leikmenn eftir sem geta spilað miðvörð, Kristján Örn Sigurðsson og Haraldur Guðmundsson, þó svo að Stefán Gíslason hafi bmgðið sér í þá stöðu endrum og sinnum. Þar sem Kristján er jafn óömggur á boltanum og raun ber vitni og Haraldur nýliði í hópnum ættu Ólafur Öm Bjarnason og Pétur Marteinsson að verða mið- verðir - annað yrði stórundarlegt. Engir vængmenn Einn leikmaður er svo gott sem með ömggt sæti á miðju íslenska liðs- ins, Brynjar Bjöm Gunnarsson. Eins og íslenska liðinu hefur verið stiilt upp síðan það fór í íjögurra manna vöm hafa ávallt verið tveir djúpir miðjumenn. Jóhannes Karl líefur venjulega verið við hlið Brynjars en í hans íjarvem yrði Pétur Marteinsson venjuiega fyrsti maður í hans stað. En þar sem hann þarf að standa valctina í vöminni í fjarvem Hermanns Hreið- arssonar hefur skyndilega myndast laus staða á miðjunni sem nánast ör- uggt er að óreyndur leikmaður mun þurfa að leysa. Jóhannes Harðarsson og Helgi Valur Damelsson koma lík- lega ekki til greina þar sem þá einfald- lega skortir reynslu. Þá standa eftir Kári Árnason, Amar Þór Viðarsson og Stefán Gíslason. Sagan vinnur ekki með Kára því hann á það tii að vera bráður og fékk til að mynda rauða spjaldið eftir tvær mínútur í sínum fyrsta landsleik gegn ítölum. Þar sem Amar Þór er nánast sá eini sem getur spilað vinstra megin á miðjunni, beinast öll spjót að Stefáni Gíslasyni. Hann á að geta verið Brynjari Bimi til halds og trausts sem brimbrjóturinn á miðjunni og er Stefán auk þess að mörgu leyti betri með boltann. Eins og áður segir er vinstri væng- urinn nánast sjálfskipaður eina leik- „Grétar býryfir mörgu sem Kristjáni skortir - þá helst al- mennri boltatækni." manninum sem getur spilað þá stöðu, Arnari Þór. Því verða „nýliðarnir“ Tryggvi Guðmundsson og Helgi Valur að öll- um líldndum að sætta sig við að byrja á bekknum. Staða hægri miðjumanns er líklega mesti höfuðverkur Ásgeirs og Loga. Þeir gætu valið að setja Grét- ar Rafn þar og sett Kristján í bakvörð- inn en það er ekki ráðlegt upp á sókn- arleikinn að gera. Mín tilfinning er sú að Gylfi Einarsson verði látinn spila þar, að minnsta kosti látinn draga sig vel út til hægri úr miðjustöðunni sem hann er vanur að spila. Eiður í frjálsri stöðu Sóknin er stærsta spurning- armerkið varðandi liðsuppstillingu íslenska liðsins. Með Heiðar Helgu- son í leikbanni er úr vöndu að ráða og er næsta víst að ef leikurinn á laugar- dag væri á útivelli yrði Eiður Smári einn í ffemstu víglínu og líklega með Gylfa fyrir aftan sig. En með hliðsjón af þeirri staðreynd að íslenska liðið hefur sannarlega engu að tapa ætla ég að spá, og jafnframt vona svo inni- lega, að Ásgeir og Logi tefli djarft með því að stilla upp Gunnari Heiðari Þor- valdssyni sem ffemsta manni og Eið Smára fýrir aftan hann. Veigar Páll Gunnarsson er aftastur í goggunar- röðinni og verður líklega aldrei í byrj- unarliðinu og það sama á við um Tryggva á meðan Gunnar Heiðar hef- ur aldrei verið í betra formi og vill væntanlega ólmur sanna sig með landsliðinu. Það yrði sóun á hæfileikum Eiðs Smára ef hann yrði geymdur einn frammi gegn fjórum varnarmönnum Ungverja. Landsliðsþjálfararnir hljóta að sjá að sér og hafa Eið Smára í þeirri stöðu sem hann leysti svo vel af hendi með Chelsea eftir áramót - í ffjálsri stöðu fýrir framan miðjuna. Þar nýtist hann ekki aðeins íslenska landsliðinu best, heldur hefur Eiður sjálfur sagt að hann njóti sín best í þeirri stöðu. Og viljum við ekki öll að Eiður Smári njóti sín sem best með íslenska liðinu? Með hann í stuði virðast íslenska landsliðinu vera flestir vegir færir - með hann annars hugar getur það ekki neitt. Þetta er aðeins spurning um hvort landsliðs- þjálfararnir þori að sækja eða hvort þeir falli í þá gryfju sem þeir hafa grafið sér hingað til - að leggja áhersluna á vömina án þess að hafa nokkra innistæðu fyrir því. David Dein hjá Arsenal áhyggjufullur Reglum á að fara eftir David Dein, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, óttast ástandið sem komið er upp í knattspyrnuheiminum og hann grunar að ófremdarástand muni skapast ef menn hætta að fara að reglum. Ástæða yfirlýsinga Deins er framkoma leikmanns hans, Ashleys Cole, og forkólfa Chelsea. Þeir hittust á leynifundi í vetur til að ræða möguleg kaup Chelsea á Cole en upp komst um athæfið. Allir málsaðilar fengu svo stóra sekt á miðvikudag og Chelsea mun þar að auki missa þrjú stig gerist þeir aftur sekir um viðlíka athæfi. „Það eru reglur í þessari íþrótt og menn verða að fara að gera upp við sig hvers konar þjóðfélagi þeir vilja lifa í,“ sagði Dein þungur á brún eftir að niðurstaða enska knattspyrnu- sambandsins lá fyrir. Cole fékk 100 þúsund punda sekt, Jose Mourinho þarf að punga út 200 þúsundum punda en Chelsea fékk hæstu sektina eða 300 þúsund pund. „Það verður að virða þær reglur sem fyrir eru. Þær eru settar fyrir félögin og þess vegna verða félögin að fara eftir þeim. Almenningur borgar fyrir hollustu leikmanna og þeir ætlast ekki til að leikmenn hverfi á braut við það eitt að einhver opni veskið sitt,“ sagði Dein, en hann lítur málið mjög alvarlegum augum. „Knattspyrnan er öðruvísi. Félögin virða samningana og borga leikmönnum þótt þeir séu meiddir eða í slæmu formi og því er mikilvægt að leikmenn beri álíka virðingu fyrir félaginu." Þótt framkoma Coles vafasöm vilja flestir kenna umboðs- manninum, Jonathan Barnett, um uppákmuna en hann ráðlagði Cole í málinu en neyddi hann þó ekki á fundinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.